Annar maðurinn sem læknaðist af HIV vill verða sendiherra vonar Samúel Karl Ólason skrifar 10. mars 2020 13:57 Aðeins tveir menn hafa verið læknaðir af HIV. Vísir/Getty Aðeins tveir menn hafa læknast af HIV veirunni svo vitað sé. Sá fyrsti gerði það árið 2011 en Adam Castillejo hefur ekki tekið lyf við HIV í rúma 30 mánuði eftir að hann læknaðist. Hann læknaðist þó ekki af lyfjum við HIV heldur í gegnum krabbameinsmeðferð. Castillejo gekkst undir beinmergsskipti sem læknuðu hann bæði af krabbamein og eyðni. Sá sem gaf beinmerginn bjó yfir sjaldgæfu geni sem veitir viðkomandi, og nú Castillejo, vörn gegn HIV. Árið 2011 var því lýst yfir að Timothy Brown væri sá fyrsti sem læknaðist hefði af HIV. Hann hafði þá gengið í gegnum svipaða meðferð og Castillejo. Lesa má ítarlega grein um lækningu Castillejo hér að neðan. Sjá einnig: Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Í viðtali við New York Times segir Castillejo að hann vilji vera sendiherra vonar og því hafi hann ákveðið að stíga fram. Hann greindist með HIV árið 2003, þegar hann var einungis 23 ára gamall. Með lyfjum tókst honum að halda sjúkdóminum í skefjum, þar til árið 2011 þegar hann greindist með fjórða stigs krabbamein. Castillejo segir frá því að hann hafi tekið greiningunni sem dauðadómi, þó lyf hafi skánað til muna, og það hafi verið gífurlega erfið lífsreynsla. Þá reynslu hafi hann þó endurlifað 2011 þegar hann greindist með eitlakrabbamein á fjórða stigi. Annan dauðadóm. Við tók löng lyfjameðferð þar til Castillejo var tilkynnt um vorið 2015 að hann myndi ekki lifa fram að jólum. Vinur Castillejo leitaði lausna á netinu og fann lækninn Ian Gabriel, sem sérhæfir sig í beinmergsskiptum á krabbameinssjúklingum og sömuleiðis fólki með eyðni. Castillejo er upprunalega frá Venesúela en faðir hans var af spænskum og hollenskum uppruna. Sem virðist hafa verið til happs, því leit að merggjafa gekk tiltölulega fljótt fyrir sig. Strax um haustið 2015 tilkynnti Gabriel að merggjafi hefði fundist. Aðgerðin sjálf fór svo fram í maí 2016 en raunum Castillejo var þó ekki lokið. Hann misst tugi kílóa og var í marga mánuði á sjúkrahúsi. Þar fékk hann ýmsar sýkingar og gekkst undir fleiri aðgerðir. Allt fór þó á besta veg og þegar Castillejo var búinn að ná sér og kominn aftur í þokkalegt form, tók hann þá ákvörðun að hætta að taka HIV lyfin sín. Þannig gæti hann séð hvort hann væri laus við veiruna. Hann tók síðasta lyfjaskammtinn í október 2017 og sautján mánuðum síðar tilkynntu læknar hans að Castillejo væri læknaður af eyðni. Mjög ólíklegt er að þessi aðgerð gæti nýst fjölda fólks. Vísindi Heilbrigðismál Bandaríkin Bretland Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Aðeins tveir menn hafa læknast af HIV veirunni svo vitað sé. Sá fyrsti gerði það árið 2011 en Adam Castillejo hefur ekki tekið lyf við HIV í rúma 30 mánuði eftir að hann læknaðist. Hann læknaðist þó ekki af lyfjum við HIV heldur í gegnum krabbameinsmeðferð. Castillejo gekkst undir beinmergsskipti sem læknuðu hann bæði af krabbamein og eyðni. Sá sem gaf beinmerginn bjó yfir sjaldgæfu geni sem veitir viðkomandi, og nú Castillejo, vörn gegn HIV. Árið 2011 var því lýst yfir að Timothy Brown væri sá fyrsti sem læknaðist hefði af HIV. Hann hafði þá gengið í gegnum svipaða meðferð og Castillejo. Lesa má ítarlega grein um lækningu Castillejo hér að neðan. Sjá einnig: Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna Í viðtali við New York Times segir Castillejo að hann vilji vera sendiherra vonar og því hafi hann ákveðið að stíga fram. Hann greindist með HIV árið 2003, þegar hann var einungis 23 ára gamall. Með lyfjum tókst honum að halda sjúkdóminum í skefjum, þar til árið 2011 þegar hann greindist með fjórða stigs krabbamein. Castillejo segir frá því að hann hafi tekið greiningunni sem dauðadómi, þó lyf hafi skánað til muna, og það hafi verið gífurlega erfið lífsreynsla. Þá reynslu hafi hann þó endurlifað 2011 þegar hann greindist með eitlakrabbamein á fjórða stigi. Annan dauðadóm. Við tók löng lyfjameðferð þar til Castillejo var tilkynnt um vorið 2015 að hann myndi ekki lifa fram að jólum. Vinur Castillejo leitaði lausna á netinu og fann lækninn Ian Gabriel, sem sérhæfir sig í beinmergsskiptum á krabbameinssjúklingum og sömuleiðis fólki með eyðni. Castillejo er upprunalega frá Venesúela en faðir hans var af spænskum og hollenskum uppruna. Sem virðist hafa verið til happs, því leit að merggjafa gekk tiltölulega fljótt fyrir sig. Strax um haustið 2015 tilkynnti Gabriel að merggjafi hefði fundist. Aðgerðin sjálf fór svo fram í maí 2016 en raunum Castillejo var þó ekki lokið. Hann misst tugi kílóa og var í marga mánuði á sjúkrahúsi. Þar fékk hann ýmsar sýkingar og gekkst undir fleiri aðgerðir. Allt fór þó á besta veg og þegar Castillejo var búinn að ná sér og kominn aftur í þokkalegt form, tók hann þá ákvörðun að hætta að taka HIV lyfin sín. Þannig gæti hann séð hvort hann væri laus við veiruna. Hann tók síðasta lyfjaskammtinn í október 2017 og sautján mánuðum síðar tilkynntu læknar hans að Castillejo væri læknaður af eyðni. Mjög ólíklegt er að þessi aðgerð gæti nýst fjölda fólks.
Vísindi Heilbrigðismál Bandaríkin Bretland Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira