Afnemum tryggingagjald tímabundið Þorsteinn Víglundsson skrifar 10. mars 2020 10:00 Á víðsjárverðum tímum er þörf á pólitísku hugrekki til að bregðast hratt og ákveðið við til að koma í veg fyrir að sú efnahagslega niðursveifla sem við erum í verði enn dýpri og langvinnari vegna þess þunga en tímabundna höggs sem Covid veiran mun valda. Hefðbundin hagstjórnarúrræði duga þar skammt. Aðgerðir þær sem gripið verður til verða að skila sér strax. Í stað þess að tala um gjaldfresti á opinberum gjöldum væri nær að grípa til tímabundinnar niðurfellingar á gjöldum á borð við tryggingagjald. Slík aðgerð myndi skila sér strax inn í atvinnulífið og verða til þess að lina höggið. Sú efnahagslega vá sem steðjar að þjóðarbúinu nú er tvíþætt og þau viðbrögð sem stjórnvöld verða að grípa til þurfa að taka mið af því. Annars vegar má ætla að sú efnahagslega ógn sem okkur stafar af Covid-19 veirunni verði þungt en að líkindum skammvinnt högg. Þar er ferðaþjónustan eðli máls samkvæmt í mestri hættu en sökum mikils efnahagslegs umfangs greinarinnar má ætla að slíkt högg geti náði langt út fyrir raðir ferðaþjónustunnar einnar. Hins vegar er um að ræða hraða kólnun hagkerfisins, sem staðið hefur yfir í rúmt ár og ekki sér fyrir endann á ennþá. Efnahagsleg viðbrögð stjórnvalda við Covid þurfa að vera afgerandi og skjótvirk ef þau eiga að skila árangri. Rætt hefur verið um lengri gjaldfresti á opinberum gjöldum, líkt og gripið var til í hruninu. Mun betri og áhrifaríkari leið væri einfaldlega að fella niður tiltekin opinber gjöld tímabundið, t.d. í 2-3 mánuði, á meðan þyngsta efnahagslega höggið gengur yfir. Í þeim efnum lægi beint við að fella niður tryggingagjald og gistináttagjald. Slík aðgerð hefði bein og tafalaus áhrif á efnahagslífið og gæti komið í veg fyrir að fyrirtæki grípi til umfangsmeiri uppsagna en ella. Þriggja mánaða niðurfelling þessara gjalda myndi samsvara um 26 milljarða innspýtingu í efnahagslífið eða sem nemur tæpu einu prósenti af landsframleiðslu. Slík viðbrögð myndu sýna kjark og áræðni stjórnvalda til að beita fjárhagslegum styrk ríkissjóðs til að draga úr efnahagslegum áhrifum veirunnar. Hvað varðar kólnun hagkerfisins liggur beinast við að auka verulega í opinbera fjárfestingu. Hægur vandi er fyrir ríkissjóð að hraða vegaframkvæmdum og öðrum mikilvægum innviðaframkvæmdum. Ljúka mætti tvöföldun Reykjanesbrautar, ljúka framkvæmdum við breikkun Suðurlandsvegar og ráðast í byggingu nýrrar Ölfusárbrúar. Með sama hætti má hraða framkvæmdum við uppbyggingu Borgarlínu og ráðast í ýmsar vegabætur um land allt. Ríkissjóður gæti auðveldlega fjármagnað slíkar viðbótarframkvæmdir upp á 100-150 milljarða króna á næstu þremur árum. Unnt væri að leggja til hliðar hugleiðingar um sérstaka gjaldtöku til að fjármagna þessar framkvæmdir. Slík gjaldtaka er umdeild og líklegt til að tefja upphaf framkvæmda. Þess í stað mætti ráðast í löngu tímabæra endurskoðun á gjaldtöku á umferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Wuhan-veiran Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Á víðsjárverðum tímum er þörf á pólitísku hugrekki til að bregðast hratt og ákveðið við til að koma í veg fyrir að sú efnahagslega niðursveifla sem við erum í verði enn dýpri og langvinnari vegna þess þunga en tímabundna höggs sem Covid veiran mun valda. Hefðbundin hagstjórnarúrræði duga þar skammt. Aðgerðir þær sem gripið verður til verða að skila sér strax. Í stað þess að tala um gjaldfresti á opinberum gjöldum væri nær að grípa til tímabundinnar niðurfellingar á gjöldum á borð við tryggingagjald. Slík aðgerð myndi skila sér strax inn í atvinnulífið og verða til þess að lina höggið. Sú efnahagslega vá sem steðjar að þjóðarbúinu nú er tvíþætt og þau viðbrögð sem stjórnvöld verða að grípa til þurfa að taka mið af því. Annars vegar má ætla að sú efnahagslega ógn sem okkur stafar af Covid-19 veirunni verði þungt en að líkindum skammvinnt högg. Þar er ferðaþjónustan eðli máls samkvæmt í mestri hættu en sökum mikils efnahagslegs umfangs greinarinnar má ætla að slíkt högg geti náði langt út fyrir raðir ferðaþjónustunnar einnar. Hins vegar er um að ræða hraða kólnun hagkerfisins, sem staðið hefur yfir í rúmt ár og ekki sér fyrir endann á ennþá. Efnahagsleg viðbrögð stjórnvalda við Covid þurfa að vera afgerandi og skjótvirk ef þau eiga að skila árangri. Rætt hefur verið um lengri gjaldfresti á opinberum gjöldum, líkt og gripið var til í hruninu. Mun betri og áhrifaríkari leið væri einfaldlega að fella niður tiltekin opinber gjöld tímabundið, t.d. í 2-3 mánuði, á meðan þyngsta efnahagslega höggið gengur yfir. Í þeim efnum lægi beint við að fella niður tryggingagjald og gistináttagjald. Slík aðgerð hefði bein og tafalaus áhrif á efnahagslífið og gæti komið í veg fyrir að fyrirtæki grípi til umfangsmeiri uppsagna en ella. Þriggja mánaða niðurfelling þessara gjalda myndi samsvara um 26 milljarða innspýtingu í efnahagslífið eða sem nemur tæpu einu prósenti af landsframleiðslu. Slík viðbrögð myndu sýna kjark og áræðni stjórnvalda til að beita fjárhagslegum styrk ríkissjóðs til að draga úr efnahagslegum áhrifum veirunnar. Hvað varðar kólnun hagkerfisins liggur beinast við að auka verulega í opinbera fjárfestingu. Hægur vandi er fyrir ríkissjóð að hraða vegaframkvæmdum og öðrum mikilvægum innviðaframkvæmdum. Ljúka mætti tvöföldun Reykjanesbrautar, ljúka framkvæmdum við breikkun Suðurlandsvegar og ráðast í byggingu nýrrar Ölfusárbrúar. Með sama hætti má hraða framkvæmdum við uppbyggingu Borgarlínu og ráðast í ýmsar vegabætur um land allt. Ríkissjóður gæti auðveldlega fjármagnað slíkar viðbótarframkvæmdir upp á 100-150 milljarða króna á næstu þremur árum. Unnt væri að leggja til hliðar hugleiðingar um sérstaka gjaldtöku til að fjármagna þessar framkvæmdir. Slík gjaldtaka er umdeild og líklegt til að tefja upphaf framkvæmda. Þess í stað mætti ráðast í löngu tímabæra endurskoðun á gjaldtöku á umferð.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun