Ísland á meðal þjóða sem vilja óháða og alþjóðlega rannsókn á uppruna veirunnar og viðbrögðum við henni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. maí 2020 12:24 Forstjóri Alþjóðaheilsbrigðismálastofnunarinnar hefur hafnað gagnrýni Bandaríkjaforseta um að hafa brugðist of seint við faraldri Kórónuveirunnar. Vísir/Getty Hundrað tuttugu og tvö aðildarríki Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar leggja til að uppruni og viðbrögð ríkja heims við kórónuveirunni verði rannsökuð. Ísland er á meðal þeirra landa sem kalla eftir rannsókn. Rafrænt ársþing stofnunarinnar hófst í morgun og mun standa yfir í tvo daga. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tekur til máls á þinginu og ræðir um viðbrögð Íslendinga við veirunni. Þingið þykir ekki vanalega mikill fjölmiðlaviðburður, þótt vissulega sé fjallað um það í helstu fjölmiðlum heims, en í ár er það þrungið spennu og afar pólitískum undirtóni. Frá því farsóttin tók sig upp í kínversku borginni Wuhan í desembermánuði hafa 4,7 milljónir manna sýkst og um 315 þúsund látist. Yfirvöld í nokkrum ríkjum, einkum í Bandaríkjunum og Ástralíu, hafa beint spjótum sínum bæði að Kína og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Gagnrýnin felst í því að ekki hafi verið brugðist nægilega vel við í upphafi, þegar hægt var að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. Bandaríkjaforseti hefur þá sakað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina um að hlífa kínverskum stjórnvöldum um of. Upphaflega lögðu áströlsk stjórnvöld til að viðbrögð stjórnvalda í Kína yrðu rannsökuð. Stjórnvöld í Kína brugðust ekki vel við gerðu alvarlegar athugasemdir við tillöguna. En nú þegar tillagan hefur hlotið aukinn stuðning í Alþjóðasamfélaginu er komið annað hljóð í strokkinn og hafa kínversk stjórnvöld sjálf jafnvel lagt nafn sitt við hana og sagt að tillagan sem 122 ríki heims hafa skrifað undir, sé allt annars eðlis og sú frá Áströlum. Ríkin hundrað tuttugu og tvö vilja hefja, sem allra fyrst, alþjóðlega og óháða rannsókn á viðbrögðum ríkja heims við farsóttinni. Mikilvægt sé að geta borið kennsl á uppruna hennar og mögulegt hlutverk hýsils í stökkbreytingu á veirunni. Utanríkismál Heilbrigðismál Bandaríkin Kína Ástralía Tengdar fréttir Hlutverk markaðarins í Wuhan ekki ljóst samkvæmt WHO Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað. 8. maí 2020 12:58 Kórónuveiran „mesta árás“ á Bandaríkin í sögunni Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar sé versta árás sem Bandaríkin hafi orðið fyrir, verri en árás Japana á Pearl Harbour og verri en árásirnar 11. september 2001. 7. maí 2020 06:57 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Hundrað tuttugu og tvö aðildarríki Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar leggja til að uppruni og viðbrögð ríkja heims við kórónuveirunni verði rannsökuð. Ísland er á meðal þeirra landa sem kalla eftir rannsókn. Rafrænt ársþing stofnunarinnar hófst í morgun og mun standa yfir í tvo daga. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tekur til máls á þinginu og ræðir um viðbrögð Íslendinga við veirunni. Þingið þykir ekki vanalega mikill fjölmiðlaviðburður, þótt vissulega sé fjallað um það í helstu fjölmiðlum heims, en í ár er það þrungið spennu og afar pólitískum undirtóni. Frá því farsóttin tók sig upp í kínversku borginni Wuhan í desembermánuði hafa 4,7 milljónir manna sýkst og um 315 þúsund látist. Yfirvöld í nokkrum ríkjum, einkum í Bandaríkjunum og Ástralíu, hafa beint spjótum sínum bæði að Kína og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Gagnrýnin felst í því að ekki hafi verið brugðist nægilega vel við í upphafi, þegar hægt var að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. Bandaríkjaforseti hefur þá sakað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina um að hlífa kínverskum stjórnvöldum um of. Upphaflega lögðu áströlsk stjórnvöld til að viðbrögð stjórnvalda í Kína yrðu rannsökuð. Stjórnvöld í Kína brugðust ekki vel við gerðu alvarlegar athugasemdir við tillöguna. En nú þegar tillagan hefur hlotið aukinn stuðning í Alþjóðasamfélaginu er komið annað hljóð í strokkinn og hafa kínversk stjórnvöld sjálf jafnvel lagt nafn sitt við hana og sagt að tillagan sem 122 ríki heims hafa skrifað undir, sé allt annars eðlis og sú frá Áströlum. Ríkin hundrað tuttugu og tvö vilja hefja, sem allra fyrst, alþjóðlega og óháða rannsókn á viðbrögðum ríkja heims við farsóttinni. Mikilvægt sé að geta borið kennsl á uppruna hennar og mögulegt hlutverk hýsils í stökkbreytingu á veirunni.
Utanríkismál Heilbrigðismál Bandaríkin Kína Ástralía Tengdar fréttir Hlutverk markaðarins í Wuhan ekki ljóst samkvæmt WHO Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað. 8. maí 2020 12:58 Kórónuveiran „mesta árás“ á Bandaríkin í sögunni Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar sé versta árás sem Bandaríkin hafi orðið fyrir, verri en árás Japana á Pearl Harbour og verri en árásirnar 11. september 2001. 7. maí 2020 06:57 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Hlutverk markaðarins í Wuhan ekki ljóst samkvæmt WHO Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað. 8. maí 2020 12:58
Kórónuveiran „mesta árás“ á Bandaríkin í sögunni Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að kórónuveirufaraldurinn sem nú geisar sé versta árás sem Bandaríkin hafi orðið fyrir, verri en árás Japana á Pearl Harbour og verri en árásirnar 11. september 2001. 7. maí 2020 06:57