Framhaldsskóli á krossgötum – annar hluti Ólafur Haukur Johnson skrifar 11. mars 2020 08:00 Aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011 er handbók um skólastarf í framhaldsskólum. Henni er ætlað að veita upplýsingar um tilgang og starfshætti skólanna. Gallinn við námskrána er hins vegar sá að hún er afar óskýr og hlutar hennar eru illa skiljanlegir þeim sem henni er aðallega ætlað að leiðbeina, þ.e. nemendum, foreldrum, kennurum og skólastjórnendum. Bókin er komin til ára sinna og viðhorf til framtíðarþarfa þjóðfélagsins, menntunar og endurmenntunar eru gjörbreytt. Brýnt er því að endurvinna námskrá þessa skólastigs með breytt viðhorf í huga. Mikilvægt er að texti hinnar nýju námskrár verði einfaldur og skýr svo námskráin sem handbók verði auðskilin þeim sem lesa hana og nota. Við endurvinnslu námskrárinnar þarf að einfalda kjarna náms í framhaldsskólum svo sá hluti námsins nýtist ekki aðeins sem góður grunnur fyrir háskólanám á næstu árum, heldur einnig sem grunnur að endurmenntun eftir áratugi. Til þess að svo verði þarf að gera ráð fyrir traustum kjarna á öllum námsbrautum sem nýtist þótt skipt sé síðar um nám úr félagsvísindanámi í náttúruvísindanám og öfugt svo dæmi sé tekið. Þetta er algerlega breytt hugsun frá því sem verið hefur enda hefur nám í framhaldsskólum verið miðað við að þar séu nemendur að undirbúa sig fyrir „ævistarfið“ sem alltaf yrði það sama. Núna þurfa framhaldsskólanemendur að undirbúa sig undir „margskonar ævistörf“ og ítrekaða endurmenntun! Vegna þess hve mikil óvissa er um endurmenntunarþörf síðar á ævinni væri best að allar námsbrautir í framhaldsskóla hefðu kjarna sem væri góður undirbúningur fyrir fjölbreytt háskólanám og verknám. Til að tryggja það sem best tel ég heppilegast að hafa þennan kjarna þann sama fyrir allar námsbrautir og að nám á fyrsta ári í framhaldsskóla yrði bundið við kjarnann. Því fylgir sá mikli kostur að nemendur velja áherslur í náminu (námsbrautir) ári seinna en þeir gera nú. Nú velja nemendur aðal námsbraut áður en framhaldsskólanám er hafið sem er á allan hátt óheppilegt. Að fá tækifæri til að kynnast framhaldsskólanum og þroskast um eitt ár áður aðal námsbraut er valin þekki ég af reynslu að skiptir ungmenni 16-17 ára gömul miklu máli. Samhliða því að mynda sameiginlegan kjarna fyrir allar námsbrautir þarf að færa úr kjarnanum það námsefni sem ekki er skýrt að nýtist í framtíðinni. Slíkt efni á að bjóða sem valgreinar eða á sérvöldum brautum. Framhaldsskólarnir geta síðan boðið mismunandi valgreinar eða brautir og nýtt framsetningu námsefnisins til að skapa sér sérstöðu á einstökum sviðum. Mismunandi áherslur á milli skóla munu þannig verða til þess að stuðla að samkeppni á milli þeirra, en kröftuga samkeppni vantar sárlega á þetta skólastig. Nefni ég hér nokkur atriði sem gætu nýst við að mynda einfaldan kjarna með fáum námsgreinum sem yrði framhaldsskólunum sameiginlegur: 1. Endurskoða þarf íslenskukennslu með það í huga að hafa einungis í kjarna framhaldsskólanáms hagnýtan hluta íslenskunnar eins grundvallaratriði í málfræði, stafsetningu, tjáningu og ritun en taka út ítarlegt málfræðinám og tímafrekan bókmenntalestur. 2. Endurskoða þarf enskukennslu með það í huga að horft verði sem mest á hagnýtan hluta námsins eins og munnlega tjáningu og ritun en taka út þann hluta sem verr nýtist eins og ítarlega málfræði og umfangsmiklar bókmenntir. 3. Endurskoða þarf stærðfræðikennslu með það í huga að horft verði sem mest á hagnýtan hluta námsins en taka út þann hluta sem síður nýtist eins og stærðfræði sem einungis er notuð í mjög sérhæfðu háskólanámi eða hefur þann aðal tilgang að þjálfa rökhugsun. Nám í rökhugsun er hægt að fella inn í annað nám svo sem frumkvöðlanám o.fl. þar sem það fær beint hagnýtt gildi. Stærðfræði sem eingöngu nýtist í sérhæfðu námi og störfum væri farsælt að setja í valgreinar og/eða kenna á háskólastigi. 4. Auk þess að taka hraustlega til í kennslu framangreindra grunngreina er eðlilegt að setja frumkvöðlafræði í kjarna og leggja þar áherslu á að kenna einstaklingum hugarfar sem hvetur til nýsköpunar og lausnar á vandamálum með óhefðbundnum hætti. Mikilvægt er einnig að samtímis læri þessir einstaklingar að vera óhræddir við að gera mistök á leiðinni að lausnum. 5. Síðast en ekki síst, setja þarf í kjarnann nám sem hefur styrkingu sjálfstrausts að markmiði og að hjálpa fólki að finna hamingju í lífinu. Einnig, eins og ég nefndi í fyrstu grein minni, þarf að huga sérstaklega að undirbúningi ungs fólks undir þátttöku í hamingjuríkum samskiptum og samböndum, undirbúa nemendur undir rekstur heimilis, barneignir og barnauppeldi. Fleira má hér nefna eins og málefnalega þátttöku í rökræðum, fjármálalæsi, fræðslu um gildi góðs svefns og holls mataræðis fyrir heilbrigt langlífi, svo fátt eitt sé nefnt. Í þriðja og síðasta hluta þessarar umfjöllunar minnar um „framhaldsskólann á krossgötum“ mun ég fjalla um nauðsyn á breytingum á rekstri skólanna til að auka samkeppni, hvetja til framfara og lækkunar á rekstrarkostnaði. Höfundur er skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ólafur Haukur Johnson Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011 er handbók um skólastarf í framhaldsskólum. Henni er ætlað að veita upplýsingar um tilgang og starfshætti skólanna. Gallinn við námskrána er hins vegar sá að hún er afar óskýr og hlutar hennar eru illa skiljanlegir þeim sem henni er aðallega ætlað að leiðbeina, þ.e. nemendum, foreldrum, kennurum og skólastjórnendum. Bókin er komin til ára sinna og viðhorf til framtíðarþarfa þjóðfélagsins, menntunar og endurmenntunar eru gjörbreytt. Brýnt er því að endurvinna námskrá þessa skólastigs með breytt viðhorf í huga. Mikilvægt er að texti hinnar nýju námskrár verði einfaldur og skýr svo námskráin sem handbók verði auðskilin þeim sem lesa hana og nota. Við endurvinnslu námskrárinnar þarf að einfalda kjarna náms í framhaldsskólum svo sá hluti námsins nýtist ekki aðeins sem góður grunnur fyrir háskólanám á næstu árum, heldur einnig sem grunnur að endurmenntun eftir áratugi. Til þess að svo verði þarf að gera ráð fyrir traustum kjarna á öllum námsbrautum sem nýtist þótt skipt sé síðar um nám úr félagsvísindanámi í náttúruvísindanám og öfugt svo dæmi sé tekið. Þetta er algerlega breytt hugsun frá því sem verið hefur enda hefur nám í framhaldsskólum verið miðað við að þar séu nemendur að undirbúa sig fyrir „ævistarfið“ sem alltaf yrði það sama. Núna þurfa framhaldsskólanemendur að undirbúa sig undir „margskonar ævistörf“ og ítrekaða endurmenntun! Vegna þess hve mikil óvissa er um endurmenntunarþörf síðar á ævinni væri best að allar námsbrautir í framhaldsskóla hefðu kjarna sem væri góður undirbúningur fyrir fjölbreytt háskólanám og verknám. Til að tryggja það sem best tel ég heppilegast að hafa þennan kjarna þann sama fyrir allar námsbrautir og að nám á fyrsta ári í framhaldsskóla yrði bundið við kjarnann. Því fylgir sá mikli kostur að nemendur velja áherslur í náminu (námsbrautir) ári seinna en þeir gera nú. Nú velja nemendur aðal námsbraut áður en framhaldsskólanám er hafið sem er á allan hátt óheppilegt. Að fá tækifæri til að kynnast framhaldsskólanum og þroskast um eitt ár áður aðal námsbraut er valin þekki ég af reynslu að skiptir ungmenni 16-17 ára gömul miklu máli. Samhliða því að mynda sameiginlegan kjarna fyrir allar námsbrautir þarf að færa úr kjarnanum það námsefni sem ekki er skýrt að nýtist í framtíðinni. Slíkt efni á að bjóða sem valgreinar eða á sérvöldum brautum. Framhaldsskólarnir geta síðan boðið mismunandi valgreinar eða brautir og nýtt framsetningu námsefnisins til að skapa sér sérstöðu á einstökum sviðum. Mismunandi áherslur á milli skóla munu þannig verða til þess að stuðla að samkeppni á milli þeirra, en kröftuga samkeppni vantar sárlega á þetta skólastig. Nefni ég hér nokkur atriði sem gætu nýst við að mynda einfaldan kjarna með fáum námsgreinum sem yrði framhaldsskólunum sameiginlegur: 1. Endurskoða þarf íslenskukennslu með það í huga að hafa einungis í kjarna framhaldsskólanáms hagnýtan hluta íslenskunnar eins grundvallaratriði í málfræði, stafsetningu, tjáningu og ritun en taka út ítarlegt málfræðinám og tímafrekan bókmenntalestur. 2. Endurskoða þarf enskukennslu með það í huga að horft verði sem mest á hagnýtan hluta námsins eins og munnlega tjáningu og ritun en taka út þann hluta sem verr nýtist eins og ítarlega málfræði og umfangsmiklar bókmenntir. 3. Endurskoða þarf stærðfræðikennslu með það í huga að horft verði sem mest á hagnýtan hluta námsins en taka út þann hluta sem síður nýtist eins og stærðfræði sem einungis er notuð í mjög sérhæfðu háskólanámi eða hefur þann aðal tilgang að þjálfa rökhugsun. Nám í rökhugsun er hægt að fella inn í annað nám svo sem frumkvöðlanám o.fl. þar sem það fær beint hagnýtt gildi. Stærðfræði sem eingöngu nýtist í sérhæfðu námi og störfum væri farsælt að setja í valgreinar og/eða kenna á háskólastigi. 4. Auk þess að taka hraustlega til í kennslu framangreindra grunngreina er eðlilegt að setja frumkvöðlafræði í kjarna og leggja þar áherslu á að kenna einstaklingum hugarfar sem hvetur til nýsköpunar og lausnar á vandamálum með óhefðbundnum hætti. Mikilvægt er einnig að samtímis læri þessir einstaklingar að vera óhræddir við að gera mistök á leiðinni að lausnum. 5. Síðast en ekki síst, setja þarf í kjarnann nám sem hefur styrkingu sjálfstrausts að markmiði og að hjálpa fólki að finna hamingju í lífinu. Einnig, eins og ég nefndi í fyrstu grein minni, þarf að huga sérstaklega að undirbúningi ungs fólks undir þátttöku í hamingjuríkum samskiptum og samböndum, undirbúa nemendur undir rekstur heimilis, barneignir og barnauppeldi. Fleira má hér nefna eins og málefnalega þátttöku í rökræðum, fjármálalæsi, fræðslu um gildi góðs svefns og holls mataræðis fyrir heilbrigt langlífi, svo fátt eitt sé nefnt. Í þriðja og síðasta hluta þessarar umfjöllunar minnar um „framhaldsskólann á krossgötum“ mun ég fjalla um nauðsyn á breytingum á rekstri skólanna til að auka samkeppni, hvetja til framfara og lækkunar á rekstrarkostnaði. Höfundur er skólastjóri.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun