Framhaldsskóli á krossgötum – fyrsti hluti Ólafur Haukur Johnson skrifar 10. mars 2020 08:00 Umræða um framhaldsskólann hefur ekki verið fyrirferðarmikil að undanförnu þótt þar bíði umfangsmiklar breytingar sem hrinda þarf í framkvæmd. Vegna tækniframfara munu flest störf taka stórstígum breytingum á næstu árum og áratugum. Því er talið að ungt fólk í dag muni þurfa á róttækri endurmenntun að halda einu sinni til þrisvar um ævina. Margir munu á þeim tímamótum skipta um „aðalstarf.“ Það kallar á breytta kennsluhætti og námsframboð í dag til að auðvelda endurmenntun síðar. Mikilvægt er að Ísland sýni framsýni og djörfung við að endurhugsa nám á þessu skólastigi svo við komumst í röð best menntuðu þjóða veraldar. Vægi sjálfsnáms og stýrðs sjálfsnáms með notkun nýjustu kennslustofuforrita mun vaxa en vægi hefðbundinnar kennslu mun minnka. Mikilvægt er því fyrir kennara að fylgist vel með þróuninni og taka virkan þátt í þeim breytingum sem fram undan eru. Þeir sem ekki gera það munu lenda í vanda um leið og þeir skaða nemendur og nauðsynlega framþróun. Ljóst er að nám mun breytast úr námi sem byggir á staðreyndasöfnun með þeim hætti sem verið hefur yfir í að fremur verði horft á kunnáttu og getu til upplýsingaöflunar auk útsjónarsemi við að leysa ýmis vandamál. Vegna fyrirsjáanlegra breytinga á þjóðfélaginu þarf að hugsa framhaldsskólanám þannig að það verði byggt á traustum kjarna sem hægt er að nýta fyrir háskólanám jafnt á sviði raungreina og félagsvísinda svo dæmi séu nefnd. Jafnframt þarf framhaldsskólanám að vera góður grunnur undir endurmenntun á báðum þessum sviðum eftir áratugi. Þegar í dag erum við farin að sjá þjóðfélagið breytast úr framleiðsluþjóðfélagi síðustu áratuga í nýsköpunarþjóðfélag framtíðarinnar. Af þessari breytingu þarf nám í framhaldsskóla að taka mið. Nám í framhaldsskóla þarf einnig að undirbúa nemendur betur en verið hefur undir mikilvægustu þætti lífs í nútíma þjóðfélagi. Þannig þarf námið ekki aðeins að undirbúa fólk undir háskólanám og starf á vinnumarkaði heldur einnig og ekki síður að hjálpa fólki að finna hamingjuna með því að undirbúa það undir þátttöku í farsælum samskiptum og samböndum, rekstur heimilis, barneignir, barnauppeldi, fjármálalæsi, málefnalega þátttöku í rökræðum, fræðslu um gildi góðs svefns og holls mataræðis fyrir heilbrigt langlífi, svo fátt eitt sé nefnt. Þessum síðustu atriðum, jafn mikilvæg og þau eru, er allt of lítið sinnt í skólum í dag. Það er ótrúlegt svo ekki sé meira sagt. Endurskipuleggja þarf nám í framhaldsskólum með þá hugsun að leiðarljósi að nýta tíma nemenda betur en nú er gert og hafa í huga að nám verður alltaf að vera áhugavert og skemmtilegt. Enginn lærir leiðinlega hluti í illa skipulögðu námi. Líkamsklukka ungs fólks er önnur en þeirra sem eldri eru, þeirra sem skipuleggja nám og sjá um kennslu. Stjórnendur og kennarar verða að átta sig á að þeirra þarfir eiga ekki að stýra skipulagi skólanna. Þar eiga þarfir nemenda að vera í fyrirrúmi, alltaf. Þannig á ekki að hugsa um að hefja kennslu í framhaldsskólum fyrr en mun seinna en gert er núna, jafnvel ekki fyrr en kl. 9.30 – 10.00 að morgni. Síðast en ekki síst. Nám í framhaldsskóla þarf að byggja skipulega upp sjálfstraust nemenda svo þeir verði sterkir, sjálfstæðir og hamingjusamir þátttakendur í nútíma þjóðfélagi. Þessum þætti hefur verið of lítið sinnt í flestum framhaldsskólum til þessa. Þar þarf að verða breyting á. Í öðrum hluta um „framhaldsskóla á krossgötum“ mun ég ræða nánar hvaða breytingar þarf að gera í framhaldsskólunum. Höfundur er skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ólafur Haukur Johnson Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um framhaldsskólann hefur ekki verið fyrirferðarmikil að undanförnu þótt þar bíði umfangsmiklar breytingar sem hrinda þarf í framkvæmd. Vegna tækniframfara munu flest störf taka stórstígum breytingum á næstu árum og áratugum. Því er talið að ungt fólk í dag muni þurfa á róttækri endurmenntun að halda einu sinni til þrisvar um ævina. Margir munu á þeim tímamótum skipta um „aðalstarf.“ Það kallar á breytta kennsluhætti og námsframboð í dag til að auðvelda endurmenntun síðar. Mikilvægt er að Ísland sýni framsýni og djörfung við að endurhugsa nám á þessu skólastigi svo við komumst í röð best menntuðu þjóða veraldar. Vægi sjálfsnáms og stýrðs sjálfsnáms með notkun nýjustu kennslustofuforrita mun vaxa en vægi hefðbundinnar kennslu mun minnka. Mikilvægt er því fyrir kennara að fylgist vel með þróuninni og taka virkan þátt í þeim breytingum sem fram undan eru. Þeir sem ekki gera það munu lenda í vanda um leið og þeir skaða nemendur og nauðsynlega framþróun. Ljóst er að nám mun breytast úr námi sem byggir á staðreyndasöfnun með þeim hætti sem verið hefur yfir í að fremur verði horft á kunnáttu og getu til upplýsingaöflunar auk útsjónarsemi við að leysa ýmis vandamál. Vegna fyrirsjáanlegra breytinga á þjóðfélaginu þarf að hugsa framhaldsskólanám þannig að það verði byggt á traustum kjarna sem hægt er að nýta fyrir háskólanám jafnt á sviði raungreina og félagsvísinda svo dæmi séu nefnd. Jafnframt þarf framhaldsskólanám að vera góður grunnur undir endurmenntun á báðum þessum sviðum eftir áratugi. Þegar í dag erum við farin að sjá þjóðfélagið breytast úr framleiðsluþjóðfélagi síðustu áratuga í nýsköpunarþjóðfélag framtíðarinnar. Af þessari breytingu þarf nám í framhaldsskóla að taka mið. Nám í framhaldsskóla þarf einnig að undirbúa nemendur betur en verið hefur undir mikilvægustu þætti lífs í nútíma þjóðfélagi. Þannig þarf námið ekki aðeins að undirbúa fólk undir háskólanám og starf á vinnumarkaði heldur einnig og ekki síður að hjálpa fólki að finna hamingjuna með því að undirbúa það undir þátttöku í farsælum samskiptum og samböndum, rekstur heimilis, barneignir, barnauppeldi, fjármálalæsi, málefnalega þátttöku í rökræðum, fræðslu um gildi góðs svefns og holls mataræðis fyrir heilbrigt langlífi, svo fátt eitt sé nefnt. Þessum síðustu atriðum, jafn mikilvæg og þau eru, er allt of lítið sinnt í skólum í dag. Það er ótrúlegt svo ekki sé meira sagt. Endurskipuleggja þarf nám í framhaldsskólum með þá hugsun að leiðarljósi að nýta tíma nemenda betur en nú er gert og hafa í huga að nám verður alltaf að vera áhugavert og skemmtilegt. Enginn lærir leiðinlega hluti í illa skipulögðu námi. Líkamsklukka ungs fólks er önnur en þeirra sem eldri eru, þeirra sem skipuleggja nám og sjá um kennslu. Stjórnendur og kennarar verða að átta sig á að þeirra þarfir eiga ekki að stýra skipulagi skólanna. Þar eiga þarfir nemenda að vera í fyrirrúmi, alltaf. Þannig á ekki að hugsa um að hefja kennslu í framhaldsskólum fyrr en mun seinna en gert er núna, jafnvel ekki fyrr en kl. 9.30 – 10.00 að morgni. Síðast en ekki síst. Nám í framhaldsskóla þarf að byggja skipulega upp sjálfstraust nemenda svo þeir verði sterkir, sjálfstæðir og hamingjusamir þátttakendur í nútíma þjóðfélagi. Þessum þætti hefur verið of lítið sinnt í flestum framhaldsskólum til þessa. Þar þarf að verða breyting á. Í öðrum hluta um „framhaldsskóla á krossgötum“ mun ég ræða nánar hvaða breytingar þarf að gera í framhaldsskólunum. Höfundur er skólastjóri.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar