Hvað sagði Pippen eiginlega við Malone sem tók þann síðarnefnda á taugum? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2020 16:30 Pippen virðist hafa náð til Karl Malone í úrslitum NBA-deildarinnar árið 1997. Jed Jacobsohn /Allsport Scottie Pippen bjargaði Chicago Bulls í fyrsta leik liðsins í úrslitaeinvíginu gegn Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta árið 1997. Tók hann Karl Malone, eða póstmanninn eins og hann var oftast kallaður, á taugum er Malone var í þann mund að taka vítaskot sem hefðu getað tryggt Utah sigurinn. ESPN fjallaði um þetta skemmtilega atvik með því að ræða við leikmenn og blaðamenn. Heimildarþættirnir The Last Dance hafa tröllriðið öllu undanfarnar vikur og fara síðustu tveir þættirnir í loftið í nótt. Allir og amma þeirra eru að tala um þættina sem sýna frá síðustu leiktíð Michal Jordan í treyju Chicago Bulls. Hafa þeir hlotið mikið lof fyrir skemmtilega innsýn inn í þennan ótrúlega heim sem NBA-deildin er en þá hafa þeir einnig fengið last fyrir þá staðreynd að Jordan sjálfur sé hluti af framleiðsluteyminu sem og þá óvægu gagnrýni sem Jerry Krause heitinn fær í þáttunum. Krause var á sínum tíma framkvæmdastjóri félagsins en hann lést árið 2017. The new documentary "The Last Dance" is, like Michael Jordan himself, impeccably produced, authentic but highly self-conscious, and incredibly entertaining. https://t.co/bpqx43ZuFl— The New Yorker (@NewYorker) May 17, 2020 Hér er þó um að ræða atvik sem átti sér stað leiktíðina áður en The Last Dance gerist. Bulls eru komnir í úrslit NBA-deildarinnar annað árið í röð og mæta þar Utah Jazz. Í fyrsta leik einvígisins, sem fram fór á sunnudeginum þann 1. júní, er staðan jöfn 82-82 þegar Utah fer í lokasókn sína í leiknum. Skot John Stockton fer af hringnum og út í teiginn þar sem Dennis nokkur Rodman fær dæmda á sig villu fyrir brot á Malone. Póstmaðurinn hafði verið kosinn verðmætasti leikmaður deildarinnar skömmu áður. Fékk hann 29 atkvæðum meira en Jordan sem var í öðru sæti. Malone hafði verið frábær í leiknum en hann var með 23 stig, fimmtán fráköst og hafði hitt úr þremur af fjórum vítaskotum sínum fram að þessu. Með 9.2 sekúndur eftir á klukkunni og leikinn á línunni ákvað hinn hlédrægi Pippen að stíga upp og segja nokkur vel valin orð sem settu Malone að því virðist á hliðina. Hann setti hvorugt skotið niður, Jordan tók frákastið og Bulls tóku leikhlé. Jordan setti svo sigurkörfu leiksins í þann mund sem flautan gall rúmum sjö og hálfri sekúndu síðar. Bulls unnu á endanum einvígið 4-2 og þar með sinn annan titil í röð. Hver veit hvað hefði gerst ef Malone hefði sett skotin sín niður. Pippen segir að Malone sé einn af hans bestu vinum í dag og þeir hafi aldrei rétt atvikið þar sem Pippen virðist hafa komist inn í hausinn á Malone. Íþróttafólk á það til að láta allskyns ósóma flakka innan vallar en Pippen féll ekki í þá gryfju. Mögulega var það ástæðan fyrir að hann náði svona til Malone en hvað sagði Pippen eiginlega? „Karl, mundu bara að póstmaðurinn ber ekki út á sunnudögum.“ Körfubolti NBA Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Scottie Pippen bjargaði Chicago Bulls í fyrsta leik liðsins í úrslitaeinvíginu gegn Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta árið 1997. Tók hann Karl Malone, eða póstmanninn eins og hann var oftast kallaður, á taugum er Malone var í þann mund að taka vítaskot sem hefðu getað tryggt Utah sigurinn. ESPN fjallaði um þetta skemmtilega atvik með því að ræða við leikmenn og blaðamenn. Heimildarþættirnir The Last Dance hafa tröllriðið öllu undanfarnar vikur og fara síðustu tveir þættirnir í loftið í nótt. Allir og amma þeirra eru að tala um þættina sem sýna frá síðustu leiktíð Michal Jordan í treyju Chicago Bulls. Hafa þeir hlotið mikið lof fyrir skemmtilega innsýn inn í þennan ótrúlega heim sem NBA-deildin er en þá hafa þeir einnig fengið last fyrir þá staðreynd að Jordan sjálfur sé hluti af framleiðsluteyminu sem og þá óvægu gagnrýni sem Jerry Krause heitinn fær í þáttunum. Krause var á sínum tíma framkvæmdastjóri félagsins en hann lést árið 2017. The new documentary "The Last Dance" is, like Michael Jordan himself, impeccably produced, authentic but highly self-conscious, and incredibly entertaining. https://t.co/bpqx43ZuFl— The New Yorker (@NewYorker) May 17, 2020 Hér er þó um að ræða atvik sem átti sér stað leiktíðina áður en The Last Dance gerist. Bulls eru komnir í úrslit NBA-deildarinnar annað árið í röð og mæta þar Utah Jazz. Í fyrsta leik einvígisins, sem fram fór á sunnudeginum þann 1. júní, er staðan jöfn 82-82 þegar Utah fer í lokasókn sína í leiknum. Skot John Stockton fer af hringnum og út í teiginn þar sem Dennis nokkur Rodman fær dæmda á sig villu fyrir brot á Malone. Póstmaðurinn hafði verið kosinn verðmætasti leikmaður deildarinnar skömmu áður. Fékk hann 29 atkvæðum meira en Jordan sem var í öðru sæti. Malone hafði verið frábær í leiknum en hann var með 23 stig, fimmtán fráköst og hafði hitt úr þremur af fjórum vítaskotum sínum fram að þessu. Með 9.2 sekúndur eftir á klukkunni og leikinn á línunni ákvað hinn hlédrægi Pippen að stíga upp og segja nokkur vel valin orð sem settu Malone að því virðist á hliðina. Hann setti hvorugt skotið niður, Jordan tók frákastið og Bulls tóku leikhlé. Jordan setti svo sigurkörfu leiksins í þann mund sem flautan gall rúmum sjö og hálfri sekúndu síðar. Bulls unnu á endanum einvígið 4-2 og þar með sinn annan titil í röð. Hver veit hvað hefði gerst ef Malone hefði sett skotin sín niður. Pippen segir að Malone sé einn af hans bestu vinum í dag og þeir hafi aldrei rétt atvikið þar sem Pippen virðist hafa komist inn í hausinn á Malone. Íþróttafólk á það til að láta allskyns ósóma flakka innan vallar en Pippen féll ekki í þá gryfju. Mögulega var það ástæðan fyrir að hann náði svona til Malone en hvað sagði Pippen eiginlega? „Karl, mundu bara að póstmaðurinn ber ekki út á sunnudögum.“
Körfubolti NBA Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira