Hvað sagði Pippen eiginlega við Malone sem tók þann síðarnefnda á taugum? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2020 16:30 Pippen virðist hafa náð til Karl Malone í úrslitum NBA-deildarinnar árið 1997. Jed Jacobsohn /Allsport Scottie Pippen bjargaði Chicago Bulls í fyrsta leik liðsins í úrslitaeinvíginu gegn Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta árið 1997. Tók hann Karl Malone, eða póstmanninn eins og hann var oftast kallaður, á taugum er Malone var í þann mund að taka vítaskot sem hefðu getað tryggt Utah sigurinn. ESPN fjallaði um þetta skemmtilega atvik með því að ræða við leikmenn og blaðamenn. Heimildarþættirnir The Last Dance hafa tröllriðið öllu undanfarnar vikur og fara síðustu tveir þættirnir í loftið í nótt. Allir og amma þeirra eru að tala um þættina sem sýna frá síðustu leiktíð Michal Jordan í treyju Chicago Bulls. Hafa þeir hlotið mikið lof fyrir skemmtilega innsýn inn í þennan ótrúlega heim sem NBA-deildin er en þá hafa þeir einnig fengið last fyrir þá staðreynd að Jordan sjálfur sé hluti af framleiðsluteyminu sem og þá óvægu gagnrýni sem Jerry Krause heitinn fær í þáttunum. Krause var á sínum tíma framkvæmdastjóri félagsins en hann lést árið 2017. The new documentary "The Last Dance" is, like Michael Jordan himself, impeccably produced, authentic but highly self-conscious, and incredibly entertaining. https://t.co/bpqx43ZuFl— The New Yorker (@NewYorker) May 17, 2020 Hér er þó um að ræða atvik sem átti sér stað leiktíðina áður en The Last Dance gerist. Bulls eru komnir í úrslit NBA-deildarinnar annað árið í röð og mæta þar Utah Jazz. Í fyrsta leik einvígisins, sem fram fór á sunnudeginum þann 1. júní, er staðan jöfn 82-82 þegar Utah fer í lokasókn sína í leiknum. Skot John Stockton fer af hringnum og út í teiginn þar sem Dennis nokkur Rodman fær dæmda á sig villu fyrir brot á Malone. Póstmaðurinn hafði verið kosinn verðmætasti leikmaður deildarinnar skömmu áður. Fékk hann 29 atkvæðum meira en Jordan sem var í öðru sæti. Malone hafði verið frábær í leiknum en hann var með 23 stig, fimmtán fráköst og hafði hitt úr þremur af fjórum vítaskotum sínum fram að þessu. Með 9.2 sekúndur eftir á klukkunni og leikinn á línunni ákvað hinn hlédrægi Pippen að stíga upp og segja nokkur vel valin orð sem settu Malone að því virðist á hliðina. Hann setti hvorugt skotið niður, Jordan tók frákastið og Bulls tóku leikhlé. Jordan setti svo sigurkörfu leiksins í þann mund sem flautan gall rúmum sjö og hálfri sekúndu síðar. Bulls unnu á endanum einvígið 4-2 og þar með sinn annan titil í röð. Hver veit hvað hefði gerst ef Malone hefði sett skotin sín niður. Pippen segir að Malone sé einn af hans bestu vinum í dag og þeir hafi aldrei rétt atvikið þar sem Pippen virðist hafa komist inn í hausinn á Malone. Íþróttafólk á það til að láta allskyns ósóma flakka innan vallar en Pippen féll ekki í þá gryfju. Mögulega var það ástæðan fyrir að hann náði svona til Malone en hvað sagði Pippen eiginlega? „Karl, mundu bara að póstmaðurinn ber ekki út á sunnudögum.“ Körfubolti NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Scottie Pippen bjargaði Chicago Bulls í fyrsta leik liðsins í úrslitaeinvíginu gegn Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta árið 1997. Tók hann Karl Malone, eða póstmanninn eins og hann var oftast kallaður, á taugum er Malone var í þann mund að taka vítaskot sem hefðu getað tryggt Utah sigurinn. ESPN fjallaði um þetta skemmtilega atvik með því að ræða við leikmenn og blaðamenn. Heimildarþættirnir The Last Dance hafa tröllriðið öllu undanfarnar vikur og fara síðustu tveir þættirnir í loftið í nótt. Allir og amma þeirra eru að tala um þættina sem sýna frá síðustu leiktíð Michal Jordan í treyju Chicago Bulls. Hafa þeir hlotið mikið lof fyrir skemmtilega innsýn inn í þennan ótrúlega heim sem NBA-deildin er en þá hafa þeir einnig fengið last fyrir þá staðreynd að Jordan sjálfur sé hluti af framleiðsluteyminu sem og þá óvægu gagnrýni sem Jerry Krause heitinn fær í þáttunum. Krause var á sínum tíma framkvæmdastjóri félagsins en hann lést árið 2017. The new documentary "The Last Dance" is, like Michael Jordan himself, impeccably produced, authentic but highly self-conscious, and incredibly entertaining. https://t.co/bpqx43ZuFl— The New Yorker (@NewYorker) May 17, 2020 Hér er þó um að ræða atvik sem átti sér stað leiktíðina áður en The Last Dance gerist. Bulls eru komnir í úrslit NBA-deildarinnar annað árið í röð og mæta þar Utah Jazz. Í fyrsta leik einvígisins, sem fram fór á sunnudeginum þann 1. júní, er staðan jöfn 82-82 þegar Utah fer í lokasókn sína í leiknum. Skot John Stockton fer af hringnum og út í teiginn þar sem Dennis nokkur Rodman fær dæmda á sig villu fyrir brot á Malone. Póstmaðurinn hafði verið kosinn verðmætasti leikmaður deildarinnar skömmu áður. Fékk hann 29 atkvæðum meira en Jordan sem var í öðru sæti. Malone hafði verið frábær í leiknum en hann var með 23 stig, fimmtán fráköst og hafði hitt úr þremur af fjórum vítaskotum sínum fram að þessu. Með 9.2 sekúndur eftir á klukkunni og leikinn á línunni ákvað hinn hlédrægi Pippen að stíga upp og segja nokkur vel valin orð sem settu Malone að því virðist á hliðina. Hann setti hvorugt skotið niður, Jordan tók frákastið og Bulls tóku leikhlé. Jordan setti svo sigurkörfu leiksins í þann mund sem flautan gall rúmum sjö og hálfri sekúndu síðar. Bulls unnu á endanum einvígið 4-2 og þar með sinn annan titil í röð. Hver veit hvað hefði gerst ef Malone hefði sett skotin sín niður. Pippen segir að Malone sé einn af hans bestu vinum í dag og þeir hafi aldrei rétt atvikið þar sem Pippen virðist hafa komist inn í hausinn á Malone. Íþróttafólk á það til að láta allskyns ósóma flakka innan vallar en Pippen féll ekki í þá gryfju. Mögulega var það ástæðan fyrir að hann náði svona til Malone en hvað sagði Pippen eiginlega? „Karl, mundu bara að póstmaðurinn ber ekki út á sunnudögum.“
Körfubolti NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum