Sigurður Gunnar á í launadeilu við ÍR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2020 16:08 Sigurður fór með ÍR alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Vísir/Vilhelm Eins og fram kom í morgun hefur ÍR rift samningi körfuboltamannsins Sigurðar Gunnar Þorsteinssonar við félagið. Í Sportinu í dag sagði hann farir sínar ekki alveg sléttar af samskiptum við stjórnarmenn ÍR og hefur staðið í stappi við þá vegna launamála. Sigurður lék með ÍR tímabilið 2018-19 og kom svo aftur til liðsins síðasta haust eftir stutt stopp í Frakklandi. Hann sleit hins vegar krossband í hné í fyrsta leik sínum með ÍR og lék ekki meira með í vetur. „Þetta var alveg í deiglunni og kom ekki á óvart,“ sagði Sigurður aðspurður hvort ákvörðun ÍR að segja samningi hans upp hefði komið flatt upp á hann. Ísfirðingurinn gerði tveggja ára samning við ÍR en í honum var uppsagnarákvæði eftir tímabilið sem Breiðhyltingar nýttu sér. Eftir að Sigurður meiddist deildi hann við stjórnarmenn ÍR um launamál. „Það kom ágreiningur um hvort greiða ætti mér laun á meiðslatímabilinu,“ sagði Sigurður. En fékk hann greidd laun á síðasta tímabili? „Já, að einhverju marki,“ svaraði Sigurður sem vonast til að fá þau laun sem hann á inni hjá félaginu greidd. Sigurður, sem er 31 árs, segir að nokkur lið hafi þegar haft samband við sig. Auk ÍR hefur hann leikið með KFÍ, Keflavík og Grindavík hér á landi. Hann varð einu sinni Íslandsmeistari með Keflavík og tvisvar sinnum með Grindavík. Miðherjinn öflugi segir að endurhæfingin hafi gengið vel og býst við því að verða klár fyrir næsta tímabil. Klippa: Sportið í dag - Sigurður Gunnar um viðskilnaðinn við ÍR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Subway-deild karla Sportið í dag ÍR Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Tengdar fréttir ÍR riftir samningnum við Sigurð Gunnar Sigurður Gunnar Þorsteinsson er án samnings eftir að ÍR rifti samningi við hann eftir leiktíðina í Dominos-deild karla sem var blásin af vegna kórónuveirunnar. Sigurður greindi fyrst frá þessu á Instagram-síðu sinni. 16. apríl 2020 09:01 Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Sjá meira
Eins og fram kom í morgun hefur ÍR rift samningi körfuboltamannsins Sigurðar Gunnar Þorsteinssonar við félagið. Í Sportinu í dag sagði hann farir sínar ekki alveg sléttar af samskiptum við stjórnarmenn ÍR og hefur staðið í stappi við þá vegna launamála. Sigurður lék með ÍR tímabilið 2018-19 og kom svo aftur til liðsins síðasta haust eftir stutt stopp í Frakklandi. Hann sleit hins vegar krossband í hné í fyrsta leik sínum með ÍR og lék ekki meira með í vetur. „Þetta var alveg í deiglunni og kom ekki á óvart,“ sagði Sigurður aðspurður hvort ákvörðun ÍR að segja samningi hans upp hefði komið flatt upp á hann. Ísfirðingurinn gerði tveggja ára samning við ÍR en í honum var uppsagnarákvæði eftir tímabilið sem Breiðhyltingar nýttu sér. Eftir að Sigurður meiddist deildi hann við stjórnarmenn ÍR um launamál. „Það kom ágreiningur um hvort greiða ætti mér laun á meiðslatímabilinu,“ sagði Sigurður. En fékk hann greidd laun á síðasta tímabili? „Já, að einhverju marki,“ svaraði Sigurður sem vonast til að fá þau laun sem hann á inni hjá félaginu greidd. Sigurður, sem er 31 árs, segir að nokkur lið hafi þegar haft samband við sig. Auk ÍR hefur hann leikið með KFÍ, Keflavík og Grindavík hér á landi. Hann varð einu sinni Íslandsmeistari með Keflavík og tvisvar sinnum með Grindavík. Miðherjinn öflugi segir að endurhæfingin hafi gengið vel og býst við því að verða klár fyrir næsta tímabil. Klippa: Sportið í dag - Sigurður Gunnar um viðskilnaðinn við ÍR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Subway-deild karla Sportið í dag ÍR Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Tengdar fréttir ÍR riftir samningnum við Sigurð Gunnar Sigurður Gunnar Þorsteinsson er án samnings eftir að ÍR rifti samningi við hann eftir leiktíðina í Dominos-deild karla sem var blásin af vegna kórónuveirunnar. Sigurður greindi fyrst frá þessu á Instagram-síðu sinni. 16. apríl 2020 09:01 Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Sjá meira
ÍR riftir samningnum við Sigurð Gunnar Sigurður Gunnar Þorsteinsson er án samnings eftir að ÍR rifti samningi við hann eftir leiktíðina í Dominos-deild karla sem var blásin af vegna kórónuveirunnar. Sigurður greindi fyrst frá þessu á Instagram-síðu sinni. 16. apríl 2020 09:01