Hringleikahúsið í ráðhúsinu Vigdís Hauksdóttir skrifar 16. apríl 2020 14:30 Ég sé mig knúna til að skrifa þessa grein og birta opinberlega þar sem mér hefur ítrekað verið neitað að bóka um þetta alvarlega mál í borgarráði. Þannig er lýðræðið fótum troðið af formanni borgarráðs sem kennir sig við flokk sem stendur fyrir frelsi og frjálslyndi. Það er sláandi hvað formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er illa að sér í lögum og lagatúlkun. Í tölvupósti sem barst kjörnum fulltrúum og varamönnum þeirra að kvöldi 15. apríl sl. kemur fram að hún telji samþykktir um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar ganga framar sveitarstjórnarlögum, og vísar þar í 47. gr. samþykktanna um skyldur starfsmanna Reykjavíkurborgar gagnvart borgarráði. Greinin hljóðar svo: „Skylt er starfsmönnum borgarinnar að sitja fundi borgarráðs þegar til umræðu eru málefni sem snerta störf þeirra og þess er óskað af borgarstjóra eða borgarráði.“ IV. kafli. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, er að finna ákvæði um réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna. Í 22. gr. er sérstaklega fjallað um mætingarskyldu kjörinna fulltrúa og hljóðar hún svo: „Sveitarstjórnarmanni ber skylda til að taka þátt í öllum sveitarstjórnarfundum og fundum í nefndum og ráðum sem hann hefur verið kjörinn til nema lögmæt forföll hamli, sbr. 31. gr.“ Undirmaður kjörins fulltrúa hefur forgang Formaður borgarráðs er hér með upplýst um að landslög ganga framar samþykktum Reykjavíkurborgar. Það er hrein og skýr lagaskylda að kjörinn fulltrúi sinni sínum störfum vegna skyldumætinga á fundi sem boðað er til. Því er það með hreinum ólíkindum að formaður borgarráðs hafi lagt það til að ég sem borgarfulltrúi víki af fundum þegar embættismaður á vegum borgarinnar, sem hefur staðgengil, og er þar að auki skrifstofustjóri borgarstjóra, mæti á fund borgarráðs til að fylgja málum eftir. Borgarstjóra er í lófa lagið að fylgja sínum málum sjálfur eftir, nú eða staðgengill hans sem samkvæmt núverandi fyrirkomulagi er umræddur formaður borgarráðs á meðan ekki hefur verið ráðið í starf borgarritara. Bæði borgarstjóri sem er æðsti yfirmaður borgarinnar og formaður borgarráðs eru að bregðast stjórnendaábyrgð sinni. Margra mánaða áreiti Það sjá allir að sú framkoma sem mér er sýnd sem kjörinn fulltrúi stenst ekki lög. Fortíðina þekkja flestir. Þann 19. júní 2019, 24. september 2019 og 2. desember 2019 voru send bréf í ábyrgðarpósti á heimili mitt að kvöldi til þess efnis að skrifstofustjóri borgarstjóra og borgarritara sakaði mig um gróft einelti. Svo gróft að hún hafi hlotið heilsutjón af. Þetta er gróft áreiti á mig sem kjörinn fulltrúi og þungar sakir sem ég sit ekki undir. Af þeim sökum er ljóst að þessi aðili á ekki erindi á fundi þar sem ég hef skyldumætingu. Ásakanirnar eru það alvarlegar og þungar að forðun við mig hljóta að fylgja. Staðreyndin er samt sú að þessi aðili sækir það af fullum þunga með stuðningi borgarstjóra og formanns borgarráðs að sitja fundi þar sem ég er, ekki til að forðast mig, heldur til að halda áreitinu á hendur mér áfram. Ekki er hægt að sitja undir svona framkomu. Enda hef ég sent erindi um áreiti á vinnustað til Vinnueftirlitsins. Ruðst inn í ríkisstofnun og persónuvernd brotin Í sama tölvupósti og formaður borgarráðs sendi í gær til borgarráðs og varamanna þeirra kemur í ljós að hún hefur brotið á mér persónuverdarlög með því að fyrirskipa Mannauðs- og starfsumhverfissviði Reykjavíkur að kanna það hjá Vinnueftirlitinu hvort stofnunin muni taka einhver frekari skref vegna kvörtunar sem barst frá mér þann 4. mars sl. Síðan segir í póstinum að samkvæmt þeim upplýsingum sem hún hafi þá felist eftirlit Vinnueftirlitsins í því að skoða hvort forvarnir og viðbragðsáætlun við einelti, áreitni og ofbeldi sé til staðar á vinnustöðum og að Vinnueftirlitið hafi gögn um slíkt frá Reykjavíkurborg. Formaður borgarráðs tekur sér síðan ályktunarvald og segir í póstinum að hún geri ráð fyrir „að þar verði ekki aðhafst frekar.“ Hvernig er hægt að álykta með þessum hætti þegar ég hef ekki fengið tilkynningu frá Vinnueftirlitinu um að rannsókn á hegðun sem leitt getur til eineltis, áreitni eða annars ofbeldis er lokið í máli mínu? Hér er formaður borgarrráðs gróflega að íhutast um mín mál hjá opinberri stofnun. Slíkt er skýrt brot á lögum, gróf afskipti af mínu persónulega lífi og persónunjósnir. Góða fólkið Það hljóta allir að sjá að þetta mál allt er byggt á pólitískum grunni. Það er farið að bera í bakkafullan lækinn hvernig kjörnir fulltrúar meirihlutans nýta sér embættismenn í pólitískum tilgangi til að koma höggi á kjörna fulltrúa í minnihlutanum. Það er kaldhæðnislegt að formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, tilheyri flokki sem berst fyrir réttlátu samfélagi og frelsi á öllum sviðum með frjálslyndi að leiðarljósi. Síðan segir á heimasíðu Viðireisnar: „Óvönduð orðræða getur valdið skaða og þjáningu og í sumum tilfellum varðar hún við lög. Hugsum áður en við tölum eða sendum skilaboð frá okkur.“ Stefna og markmið Viðreisnar skilar sér ekki í störfum formanns borgarráðs fyrir Reykjavíkurborg. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Ég sé mig knúna til að skrifa þessa grein og birta opinberlega þar sem mér hefur ítrekað verið neitað að bóka um þetta alvarlega mál í borgarráði. Þannig er lýðræðið fótum troðið af formanni borgarráðs sem kennir sig við flokk sem stendur fyrir frelsi og frjálslyndi. Það er sláandi hvað formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er illa að sér í lögum og lagatúlkun. Í tölvupósti sem barst kjörnum fulltrúum og varamönnum þeirra að kvöldi 15. apríl sl. kemur fram að hún telji samþykktir um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar ganga framar sveitarstjórnarlögum, og vísar þar í 47. gr. samþykktanna um skyldur starfsmanna Reykjavíkurborgar gagnvart borgarráði. Greinin hljóðar svo: „Skylt er starfsmönnum borgarinnar að sitja fundi borgarráðs þegar til umræðu eru málefni sem snerta störf þeirra og þess er óskað af borgarstjóra eða borgarráði.“ IV. kafli. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, er að finna ákvæði um réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna. Í 22. gr. er sérstaklega fjallað um mætingarskyldu kjörinna fulltrúa og hljóðar hún svo: „Sveitarstjórnarmanni ber skylda til að taka þátt í öllum sveitarstjórnarfundum og fundum í nefndum og ráðum sem hann hefur verið kjörinn til nema lögmæt forföll hamli, sbr. 31. gr.“ Undirmaður kjörins fulltrúa hefur forgang Formaður borgarráðs er hér með upplýst um að landslög ganga framar samþykktum Reykjavíkurborgar. Það er hrein og skýr lagaskylda að kjörinn fulltrúi sinni sínum störfum vegna skyldumætinga á fundi sem boðað er til. Því er það með hreinum ólíkindum að formaður borgarráðs hafi lagt það til að ég sem borgarfulltrúi víki af fundum þegar embættismaður á vegum borgarinnar, sem hefur staðgengil, og er þar að auki skrifstofustjóri borgarstjóra, mæti á fund borgarráðs til að fylgja málum eftir. Borgarstjóra er í lófa lagið að fylgja sínum málum sjálfur eftir, nú eða staðgengill hans sem samkvæmt núverandi fyrirkomulagi er umræddur formaður borgarráðs á meðan ekki hefur verið ráðið í starf borgarritara. Bæði borgarstjóri sem er æðsti yfirmaður borgarinnar og formaður borgarráðs eru að bregðast stjórnendaábyrgð sinni. Margra mánaða áreiti Það sjá allir að sú framkoma sem mér er sýnd sem kjörinn fulltrúi stenst ekki lög. Fortíðina þekkja flestir. Þann 19. júní 2019, 24. september 2019 og 2. desember 2019 voru send bréf í ábyrgðarpósti á heimili mitt að kvöldi til þess efnis að skrifstofustjóri borgarstjóra og borgarritara sakaði mig um gróft einelti. Svo gróft að hún hafi hlotið heilsutjón af. Þetta er gróft áreiti á mig sem kjörinn fulltrúi og þungar sakir sem ég sit ekki undir. Af þeim sökum er ljóst að þessi aðili á ekki erindi á fundi þar sem ég hef skyldumætingu. Ásakanirnar eru það alvarlegar og þungar að forðun við mig hljóta að fylgja. Staðreyndin er samt sú að þessi aðili sækir það af fullum þunga með stuðningi borgarstjóra og formanns borgarráðs að sitja fundi þar sem ég er, ekki til að forðast mig, heldur til að halda áreitinu á hendur mér áfram. Ekki er hægt að sitja undir svona framkomu. Enda hef ég sent erindi um áreiti á vinnustað til Vinnueftirlitsins. Ruðst inn í ríkisstofnun og persónuvernd brotin Í sama tölvupósti og formaður borgarráðs sendi í gær til borgarráðs og varamanna þeirra kemur í ljós að hún hefur brotið á mér persónuverdarlög með því að fyrirskipa Mannauðs- og starfsumhverfissviði Reykjavíkur að kanna það hjá Vinnueftirlitinu hvort stofnunin muni taka einhver frekari skref vegna kvörtunar sem barst frá mér þann 4. mars sl. Síðan segir í póstinum að samkvæmt þeim upplýsingum sem hún hafi þá felist eftirlit Vinnueftirlitsins í því að skoða hvort forvarnir og viðbragðsáætlun við einelti, áreitni og ofbeldi sé til staðar á vinnustöðum og að Vinnueftirlitið hafi gögn um slíkt frá Reykjavíkurborg. Formaður borgarráðs tekur sér síðan ályktunarvald og segir í póstinum að hún geri ráð fyrir „að þar verði ekki aðhafst frekar.“ Hvernig er hægt að álykta með þessum hætti þegar ég hef ekki fengið tilkynningu frá Vinnueftirlitinu um að rannsókn á hegðun sem leitt getur til eineltis, áreitni eða annars ofbeldis er lokið í máli mínu? Hér er formaður borgarrráðs gróflega að íhutast um mín mál hjá opinberri stofnun. Slíkt er skýrt brot á lögum, gróf afskipti af mínu persónulega lífi og persónunjósnir. Góða fólkið Það hljóta allir að sjá að þetta mál allt er byggt á pólitískum grunni. Það er farið að bera í bakkafullan lækinn hvernig kjörnir fulltrúar meirihlutans nýta sér embættismenn í pólitískum tilgangi til að koma höggi á kjörna fulltrúa í minnihlutanum. Það er kaldhæðnislegt að formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, tilheyri flokki sem berst fyrir réttlátu samfélagi og frelsi á öllum sviðum með frjálslyndi að leiðarljósi. Síðan segir á heimasíðu Viðireisnar: „Óvönduð orðræða getur valdið skaða og þjáningu og í sumum tilfellum varðar hún við lög. Hugsum áður en við tölum eða sendum skilaboð frá okkur.“ Stefna og markmið Viðreisnar skilar sér ekki í störfum formanns borgarráðs fyrir Reykjavíkurborg. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun