Illviðrin og veiran seinka opnun Dýrafjarðarganga Kristján Már Unnarsson skrifar 16. apríl 2020 12:43 Jarðstrengir á keflum við gangamunnann Dýrafjarðarmegin biðu þess í gær að verða lagðir inn í göngin. Þeir munu í framtíðinni flytja raforku Mjólkárvirkjunar til byggðanna á norðanverðum Vestfjörðum. Mynd/Baldvin Jónbjarnarson, Eflu. Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra nefndi sem opnunardag þegar hann sprengdi síðasta haftið fyrir ári; 14. september í haust. Sjá einnig hér: Síðasta haftið sprengt í Dýrafjarðargöngum Karl Garðarsson, verkefnisstjóri Suðurverks í Dýrafjarðargöngum.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Það næst ekki úr þessu. Veturinn er búinn að vera afleitur. Hann er búinn að vera okkur mjög erfiður alveg frá því í byrjun desember og í bland við covid-19 hefur hann ekki auðveldað okkur verkið,“ segir Karl Garðarsson, verkefnisstjóri Suðurverks í Dýrafjarðargöngum, en tékkneska fyrirtækið Metrostav er aðalverktaki. „Tékkarnir komast ekki til landsins í vinnu, margir lykilstarfsmenn okkar eru fastir erlendis. Þetta eru 15 til 18 prósent af okkar starfsfólki,“ segir Karl. Steypuvinnu inni í göngunum er nánast lokið. Hér er unnið við sprautusteypun í síðustu viku.Mynd/Baldvin Jónbjarnarson. Til að mæta þessum ferðatakmörkunum vegna kórónuveirunnar hefur verið gripið til þess ráðs að fá íslenska undirverktaka. Það dugar þó ekki. „Eins og staðan er núna eru takmörk fyrir því hvað hægt er að hafa marga á staðnum. Það er ekki hægt að vinna upp, eins og oft hefur verið gert, með því að fjölga fólki á lokametrunum,“ segir Baldvin Jónbjarnarson, sem er í framkvæmdareftirliti með Dýrafjarðargöngum á vegum Eflu. Rafmagnsvinnan er komin af stað. Í lofti má sjá uppsettan strengstiga.Mynd/Baldvin Jónbjarnarson. „Það var ekkert páskafrí tekið, það var allt á fullu yfir páskana,“ segir Baldvin. Karl Garðarsson treystir sér ekki til að nefna annan opnunardag né áætla hvað seinkunin verði mikil. Allt verði þó gert til að unnt verði að opna göngin fyrir næsta vetur og kveðst hann bjartsýnn á að það takist. Baldvin segir suma verkþætti á undan áætlun en aðra á eftir. Þá hefur náðst sá áfangi núna að steypuvinnu er nánast lokið. Mannvirkjasteypa inni í göngunum er búin og ásprautun á vatnsklæðningar er að ljúka. Veghefill jafnar út neðra burðarlag í göngunum.Mynd/Baldvin Jónbjarnarson. Rafmagnsvinna er fara á fullt skrið. Byrjað er að draga inn kapla en leggja á tvo jarðstrengi til að tengja Mjólkárvirkjun við byggðir á norðanverðum Vestfjörðum, 132 kílóvolta streng fyrir Landsnet og 11 kílóvolta streng fyrir Orkubú Vestfjarða, sem tengir Þingeyri. Þá heldur vegagerð áfram. Framundan er að klára fyllingar í vegi, leggja burðarlög og loks að malbika. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í haust um framvindu verksins: Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Óveður 10. og 11. desember 2019 Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Sjá meira
Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra nefndi sem opnunardag þegar hann sprengdi síðasta haftið fyrir ári; 14. september í haust. Sjá einnig hér: Síðasta haftið sprengt í Dýrafjarðargöngum Karl Garðarsson, verkefnisstjóri Suðurverks í Dýrafjarðargöngum.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Það næst ekki úr þessu. Veturinn er búinn að vera afleitur. Hann er búinn að vera okkur mjög erfiður alveg frá því í byrjun desember og í bland við covid-19 hefur hann ekki auðveldað okkur verkið,“ segir Karl Garðarsson, verkefnisstjóri Suðurverks í Dýrafjarðargöngum, en tékkneska fyrirtækið Metrostav er aðalverktaki. „Tékkarnir komast ekki til landsins í vinnu, margir lykilstarfsmenn okkar eru fastir erlendis. Þetta eru 15 til 18 prósent af okkar starfsfólki,“ segir Karl. Steypuvinnu inni í göngunum er nánast lokið. Hér er unnið við sprautusteypun í síðustu viku.Mynd/Baldvin Jónbjarnarson. Til að mæta þessum ferðatakmörkunum vegna kórónuveirunnar hefur verið gripið til þess ráðs að fá íslenska undirverktaka. Það dugar þó ekki. „Eins og staðan er núna eru takmörk fyrir því hvað hægt er að hafa marga á staðnum. Það er ekki hægt að vinna upp, eins og oft hefur verið gert, með því að fjölga fólki á lokametrunum,“ segir Baldvin Jónbjarnarson, sem er í framkvæmdareftirliti með Dýrafjarðargöngum á vegum Eflu. Rafmagnsvinnan er komin af stað. Í lofti má sjá uppsettan strengstiga.Mynd/Baldvin Jónbjarnarson. „Það var ekkert páskafrí tekið, það var allt á fullu yfir páskana,“ segir Baldvin. Karl Garðarsson treystir sér ekki til að nefna annan opnunardag né áætla hvað seinkunin verði mikil. Allt verði þó gert til að unnt verði að opna göngin fyrir næsta vetur og kveðst hann bjartsýnn á að það takist. Baldvin segir suma verkþætti á undan áætlun en aðra á eftir. Þá hefur náðst sá áfangi núna að steypuvinnu er nánast lokið. Mannvirkjasteypa inni í göngunum er búin og ásprautun á vatnsklæðningar er að ljúka. Veghefill jafnar út neðra burðarlag í göngunum.Mynd/Baldvin Jónbjarnarson. Rafmagnsvinna er fara á fullt skrið. Byrjað er að draga inn kapla en leggja á tvo jarðstrengi til að tengja Mjólkárvirkjun við byggðir á norðanverðum Vestfjörðum, 132 kílóvolta streng fyrir Landsnet og 11 kílóvolta streng fyrir Orkubú Vestfjarða, sem tengir Þingeyri. Þá heldur vegagerð áfram. Framundan er að klára fyllingar í vegi, leggja burðarlög og loks að malbika. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í haust um framvindu verksins:
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Óveður 10. og 11. desember 2019 Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Sjá meira