Sorglegt að Bandaríkjamenn fylgi ekki forskriftinni sem þeir kenndu Íslendingum Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. apríl 2020 11:15 Kári Stefánsson á fundi almannavarna í gær. Vísir/Vilhelm Bandaríkin ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að styðjast við sömu aðferðafræði og Íslendingar í baráttunni við kórónuveiruna að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Þvert á móti eru Bandaríkin betur í stakk búin til að skima fyrir veirunni en Íslendingar, þrátt fyrir að þar búi þúsundfalt fleiri en hér á landi. Það sem meira er; aðferðafræði Íslendinga fæddist í Bandaríkjunum og því sé sorglegt að henni skuli ekki fylgt vestanhafs. Árangur Íslendinga í baráttunni við veiruna hefur verið vinsælt umfjöllunarefni hjá mörgum af stærstu fjölmiðlum heims. Eins og Vísir greindi frá í morgun telur bandaríski miðilinn CNN þannig að umheimurinn geti dregið margvíslegan lærdóm af íslensku nálguninni, rétt eins og CNBC sem ræddi við Kára Stefánsson í gær. Þar var áhersla lögð á hina umfangsmiklu skimun sem Íslensk erfðagreining og veirufræðideild Landspítalans hrintu í framkvæmd strax frá fyrstu stigum faraldursins. Er nú svo komið að næstum 38 þúsund sýni hafa verið tekin, sem samsvarar um 11 prósent landsmanna og er það eitt hæsta hlutfall í heiminum. Þáttastjórnendum CNBC lék forvitni á að vita hvort Kári teldi sennilegt að Bandaríkin gætu leikið sama leik, þó svo að þar búi um þúsundfalt fleiri en á Íslandi. Kári sagði það enga hindrun, það ætti jafnvel að vera auðveldara. Bandaríkin búi að gríðarlegum mannauði og öðrum mikilvægum aðföngum sem ættu að gera víðtæka skimun fýsilegan kost í baráttunni við veiruna. „Ef þið mynduð leggja áherslu á þetta þá mynduð þið ekki eiga í vandræðum með að leika sama leik og við,“ segir Kári. Nefnir hann í því samhengi að í fjölmörgum háskólum vestanhafs sé að finna búnað sem hægleika megi sníða að yfirstandandi faraldri. „Þið getið látið háskólana sjá um skimunina, þið getið látið háskólana sjá um að greina gögnin og koma að skipulagningu viðbragða,“ segir Kári. „Já, mannfjöldi Bandaríkjanna er þúsund sinnum meiri en Íslands en þið eruð líklega með fimmþúsundfalt fleiri aðföng en við.“ Það þurfi hins vegar vilja og ákveðni til að framfylgja stefnu sem þessari af alvöru og telur Kári því líklegt að Bandaríkin þurfi að koma sér upp sameiginlegri aðgerðastjórn til að halda utan um baráttuna. Kári segir jafnframt mikilvægt að hafa í huga að aðferðafræði Íslendinga, víðtæk skimun, öflug smitrakning og rík áhersla á sóttkví og einangrun, hafi orðið til í Bandaríkjunum. „Þið kennduð okkur að gera þetta, en hafið ekki verið að styðjast við þetta sjálf,“ segir Kári. „Og það er frekar sorglegt.“ Viðtal Kára við CNBC má sjá í heild sinni hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. 16. apríl 2020 08:49 CNN segir Íslendinga vera í öfundsverðri stöðu Bandarísku fjölmiðlarnir Washington Post og CNN hafa báðir gert skimun Íslendinga fyrir kórónuveirunni að umfjöllunarefni sínu síðastliðinn sólarhring. 2. apríl 2020 10:56 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Bandaríkin ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að styðjast við sömu aðferðafræði og Íslendingar í baráttunni við kórónuveiruna að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Þvert á móti eru Bandaríkin betur í stakk búin til að skima fyrir veirunni en Íslendingar, þrátt fyrir að þar búi þúsundfalt fleiri en hér á landi. Það sem meira er; aðferðafræði Íslendinga fæddist í Bandaríkjunum og því sé sorglegt að henni skuli ekki fylgt vestanhafs. Árangur Íslendinga í baráttunni við veiruna hefur verið vinsælt umfjöllunarefni hjá mörgum af stærstu fjölmiðlum heims. Eins og Vísir greindi frá í morgun telur bandaríski miðilinn CNN þannig að umheimurinn geti dregið margvíslegan lærdóm af íslensku nálguninni, rétt eins og CNBC sem ræddi við Kára Stefánsson í gær. Þar var áhersla lögð á hina umfangsmiklu skimun sem Íslensk erfðagreining og veirufræðideild Landspítalans hrintu í framkvæmd strax frá fyrstu stigum faraldursins. Er nú svo komið að næstum 38 þúsund sýni hafa verið tekin, sem samsvarar um 11 prósent landsmanna og er það eitt hæsta hlutfall í heiminum. Þáttastjórnendum CNBC lék forvitni á að vita hvort Kári teldi sennilegt að Bandaríkin gætu leikið sama leik, þó svo að þar búi um þúsundfalt fleiri en á Íslandi. Kári sagði það enga hindrun, það ætti jafnvel að vera auðveldara. Bandaríkin búi að gríðarlegum mannauði og öðrum mikilvægum aðföngum sem ættu að gera víðtæka skimun fýsilegan kost í baráttunni við veiruna. „Ef þið mynduð leggja áherslu á þetta þá mynduð þið ekki eiga í vandræðum með að leika sama leik og við,“ segir Kári. Nefnir hann í því samhengi að í fjölmörgum háskólum vestanhafs sé að finna búnað sem hægleika megi sníða að yfirstandandi faraldri. „Þið getið látið háskólana sjá um skimunina, þið getið látið háskólana sjá um að greina gögnin og koma að skipulagningu viðbragða,“ segir Kári. „Já, mannfjöldi Bandaríkjanna er þúsund sinnum meiri en Íslands en þið eruð líklega með fimmþúsundfalt fleiri aðföng en við.“ Það þurfi hins vegar vilja og ákveðni til að framfylgja stefnu sem þessari af alvöru og telur Kári því líklegt að Bandaríkin þurfi að koma sér upp sameiginlegri aðgerðastjórn til að halda utan um baráttuna. Kári segir jafnframt mikilvægt að hafa í huga að aðferðafræði Íslendinga, víðtæk skimun, öflug smitrakning og rík áhersla á sóttkví og einangrun, hafi orðið til í Bandaríkjunum. „Þið kennduð okkur að gera þetta, en hafið ekki verið að styðjast við þetta sjálf,“ segir Kári. „Og það er frekar sorglegt.“ Viðtal Kára við CNBC má sjá í heild sinni hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. 16. apríl 2020 08:49 CNN segir Íslendinga vera í öfundsverðri stöðu Bandarísku fjölmiðlarnir Washington Post og CNN hafa báðir gert skimun Íslendinga fyrir kórónuveirunni að umfjöllunarefni sínu síðastliðinn sólarhring. 2. apríl 2020 10:56 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. 16. apríl 2020 08:49
CNN segir Íslendinga vera í öfundsverðri stöðu Bandarísku fjölmiðlarnir Washington Post og CNN hafa báðir gert skimun Íslendinga fyrir kórónuveirunni að umfjöllunarefni sínu síðastliðinn sólarhring. 2. apríl 2020 10:56