Sorglegt að Bandaríkjamenn fylgi ekki forskriftinni sem þeir kenndu Íslendingum Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. apríl 2020 11:15 Kári Stefánsson á fundi almannavarna í gær. Vísir/Vilhelm Bandaríkin ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að styðjast við sömu aðferðafræði og Íslendingar í baráttunni við kórónuveiruna að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Þvert á móti eru Bandaríkin betur í stakk búin til að skima fyrir veirunni en Íslendingar, þrátt fyrir að þar búi þúsundfalt fleiri en hér á landi. Það sem meira er; aðferðafræði Íslendinga fæddist í Bandaríkjunum og því sé sorglegt að henni skuli ekki fylgt vestanhafs. Árangur Íslendinga í baráttunni við veiruna hefur verið vinsælt umfjöllunarefni hjá mörgum af stærstu fjölmiðlum heims. Eins og Vísir greindi frá í morgun telur bandaríski miðilinn CNN þannig að umheimurinn geti dregið margvíslegan lærdóm af íslensku nálguninni, rétt eins og CNBC sem ræddi við Kára Stefánsson í gær. Þar var áhersla lögð á hina umfangsmiklu skimun sem Íslensk erfðagreining og veirufræðideild Landspítalans hrintu í framkvæmd strax frá fyrstu stigum faraldursins. Er nú svo komið að næstum 38 þúsund sýni hafa verið tekin, sem samsvarar um 11 prósent landsmanna og er það eitt hæsta hlutfall í heiminum. Þáttastjórnendum CNBC lék forvitni á að vita hvort Kári teldi sennilegt að Bandaríkin gætu leikið sama leik, þó svo að þar búi um þúsundfalt fleiri en á Íslandi. Kári sagði það enga hindrun, það ætti jafnvel að vera auðveldara. Bandaríkin búi að gríðarlegum mannauði og öðrum mikilvægum aðföngum sem ættu að gera víðtæka skimun fýsilegan kost í baráttunni við veiruna. „Ef þið mynduð leggja áherslu á þetta þá mynduð þið ekki eiga í vandræðum með að leika sama leik og við,“ segir Kári. Nefnir hann í því samhengi að í fjölmörgum háskólum vestanhafs sé að finna búnað sem hægleika megi sníða að yfirstandandi faraldri. „Þið getið látið háskólana sjá um skimunina, þið getið látið háskólana sjá um að greina gögnin og koma að skipulagningu viðbragða,“ segir Kári. „Já, mannfjöldi Bandaríkjanna er þúsund sinnum meiri en Íslands en þið eruð líklega með fimmþúsundfalt fleiri aðföng en við.“ Það þurfi hins vegar vilja og ákveðni til að framfylgja stefnu sem þessari af alvöru og telur Kári því líklegt að Bandaríkin þurfi að koma sér upp sameiginlegri aðgerðastjórn til að halda utan um baráttuna. Kári segir jafnframt mikilvægt að hafa í huga að aðferðafræði Íslendinga, víðtæk skimun, öflug smitrakning og rík áhersla á sóttkví og einangrun, hafi orðið til í Bandaríkjunum. „Þið kennduð okkur að gera þetta, en hafið ekki verið að styðjast við þetta sjálf,“ segir Kári. „Og það er frekar sorglegt.“ Viðtal Kára við CNBC má sjá í heild sinni hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. 16. apríl 2020 08:49 CNN segir Íslendinga vera í öfundsverðri stöðu Bandarísku fjölmiðlarnir Washington Post og CNN hafa báðir gert skimun Íslendinga fyrir kórónuveirunni að umfjöllunarefni sínu síðastliðinn sólarhring. 2. apríl 2020 10:56 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Bandaríkin ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að styðjast við sömu aðferðafræði og Íslendingar í baráttunni við kórónuveiruna að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Þvert á móti eru Bandaríkin betur í stakk búin til að skima fyrir veirunni en Íslendingar, þrátt fyrir að þar búi þúsundfalt fleiri en hér á landi. Það sem meira er; aðferðafræði Íslendinga fæddist í Bandaríkjunum og því sé sorglegt að henni skuli ekki fylgt vestanhafs. Árangur Íslendinga í baráttunni við veiruna hefur verið vinsælt umfjöllunarefni hjá mörgum af stærstu fjölmiðlum heims. Eins og Vísir greindi frá í morgun telur bandaríski miðilinn CNN þannig að umheimurinn geti dregið margvíslegan lærdóm af íslensku nálguninni, rétt eins og CNBC sem ræddi við Kára Stefánsson í gær. Þar var áhersla lögð á hina umfangsmiklu skimun sem Íslensk erfðagreining og veirufræðideild Landspítalans hrintu í framkvæmd strax frá fyrstu stigum faraldursins. Er nú svo komið að næstum 38 þúsund sýni hafa verið tekin, sem samsvarar um 11 prósent landsmanna og er það eitt hæsta hlutfall í heiminum. Þáttastjórnendum CNBC lék forvitni á að vita hvort Kári teldi sennilegt að Bandaríkin gætu leikið sama leik, þó svo að þar búi um þúsundfalt fleiri en á Íslandi. Kári sagði það enga hindrun, það ætti jafnvel að vera auðveldara. Bandaríkin búi að gríðarlegum mannauði og öðrum mikilvægum aðföngum sem ættu að gera víðtæka skimun fýsilegan kost í baráttunni við veiruna. „Ef þið mynduð leggja áherslu á þetta þá mynduð þið ekki eiga í vandræðum með að leika sama leik og við,“ segir Kári. Nefnir hann í því samhengi að í fjölmörgum háskólum vestanhafs sé að finna búnað sem hægleika megi sníða að yfirstandandi faraldri. „Þið getið látið háskólana sjá um skimunina, þið getið látið háskólana sjá um að greina gögnin og koma að skipulagningu viðbragða,“ segir Kári. „Já, mannfjöldi Bandaríkjanna er þúsund sinnum meiri en Íslands en þið eruð líklega með fimmþúsundfalt fleiri aðföng en við.“ Það þurfi hins vegar vilja og ákveðni til að framfylgja stefnu sem þessari af alvöru og telur Kári því líklegt að Bandaríkin þurfi að koma sér upp sameiginlegri aðgerðastjórn til að halda utan um baráttuna. Kári segir jafnframt mikilvægt að hafa í huga að aðferðafræði Íslendinga, víðtæk skimun, öflug smitrakning og rík áhersla á sóttkví og einangrun, hafi orðið til í Bandaríkjunum. „Þið kennduð okkur að gera þetta, en hafið ekki verið að styðjast við þetta sjálf,“ segir Kári. „Og það er frekar sorglegt.“ Viðtal Kára við CNBC má sjá í heild sinni hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. 16. apríl 2020 08:49 CNN segir Íslendinga vera í öfundsverðri stöðu Bandarísku fjölmiðlarnir Washington Post og CNN hafa báðir gert skimun Íslendinga fyrir kórónuveirunni að umfjöllunarefni sínu síðastliðinn sólarhring. 2. apríl 2020 10:56 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. 16. apríl 2020 08:49
CNN segir Íslendinga vera í öfundsverðri stöðu Bandarísku fjölmiðlarnir Washington Post og CNN hafa báðir gert skimun Íslendinga fyrir kórónuveirunni að umfjöllunarefni sínu síðastliðinn sólarhring. 2. apríl 2020 10:56