Nú sé ekki tíminn til að draga úr fjárframlögum til WHO Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. apríl 2020 07:48 Antonio Guterres hefur gagnrýnt framferði Bandaríkjaforseta án þess þó að nefna hann sérstaklega á nafn. EPA „Nú er ekki tíminn til að draga úr fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.“ Þetta sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í nótt þar sem hann gagnrýnir framferði Bandaríkjaforseta án þess þó að nefna hann sérstaklega á nafn. Í gærkvöldi tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti að hann hefði stöðvað fjárframlög Bandaríkjanna til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, að minnsta kosti tímabundið. Hann sakaði stofnunina um að draga taum Kínverja og um að hafa brugðist grundvallarskyldu sinni. Þarf að fylkja sér á bakvið WHO Guterres sagði að það væri hans einlæga sannfæring að heimsbyggðin þyrfti að fylkja sér á bakvið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og styðja við hana, sérstaklega á tímum sem þessum. Hún sé nauðsynleg í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. Guterres sagði að á fordæmislausum tímum kórónuveiru hefðu ríki heims lesið mismunandi í sömu staðreyndir og þannig mögulega brugðist við með mismunandi hætti. Ekki stöðva framlög til mannúðarsamtaka Hann sagði að þegar við hefðum loksins náð að sigrast á veirunni yrðu ríki heims að líta um öxl til að skilja til fullnustu hvernig veirunni var gert mögulegt að breiðast svona hratt út um heimsbyggðina á skömmum tíma. Lærdómurinn sem hægt verður að draga af því hvernig tekið var á faraldri kórónuveiru verður ómissandi til að unnt sé að kljást við vandamál af svipaðri stærðargráðu sem kunna að dúkka upp í framtíðinni. „En sá tími er ekki kominn,“ sagði Guterres. Þá benti hann á að nú væri heldur ekki tíminn til að draga úr fjárframlögum til mannúðarsamtaka sem berjast gegn kórónuveirufaraldrinum. Nú sé tími einingar og samstöðu. „Nú er kominn tími til að alþjóðasamfélagið vinni saman að lausnum við kórónuveirunni og katastrófunni sem hún veldur.“ Sameinuðu þjóðirnar Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
„Nú er ekki tíminn til að draga úr fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.“ Þetta sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í nótt þar sem hann gagnrýnir framferði Bandaríkjaforseta án þess þó að nefna hann sérstaklega á nafn. Í gærkvöldi tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti að hann hefði stöðvað fjárframlög Bandaríkjanna til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, að minnsta kosti tímabundið. Hann sakaði stofnunina um að draga taum Kínverja og um að hafa brugðist grundvallarskyldu sinni. Þarf að fylkja sér á bakvið WHO Guterres sagði að það væri hans einlæga sannfæring að heimsbyggðin þyrfti að fylkja sér á bakvið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og styðja við hana, sérstaklega á tímum sem þessum. Hún sé nauðsynleg í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. Guterres sagði að á fordæmislausum tímum kórónuveiru hefðu ríki heims lesið mismunandi í sömu staðreyndir og þannig mögulega brugðist við með mismunandi hætti. Ekki stöðva framlög til mannúðarsamtaka Hann sagði að þegar við hefðum loksins náð að sigrast á veirunni yrðu ríki heims að líta um öxl til að skilja til fullnustu hvernig veirunni var gert mögulegt að breiðast svona hratt út um heimsbyggðina á skömmum tíma. Lærdómurinn sem hægt verður að draga af því hvernig tekið var á faraldri kórónuveiru verður ómissandi til að unnt sé að kljást við vandamál af svipaðri stærðargráðu sem kunna að dúkka upp í framtíðinni. „En sá tími er ekki kominn,“ sagði Guterres. Þá benti hann á að nú væri heldur ekki tíminn til að draga úr fjárframlögum til mannúðarsamtaka sem berjast gegn kórónuveirufaraldrinum. Nú sé tími einingar og samstöðu. „Nú er kominn tími til að alþjóðasamfélagið vinni saman að lausnum við kórónuveirunni og katastrófunni sem hún veldur.“
Sameinuðu þjóðirnar Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira