Stjórnmálin á tímum heimsfaraldurs Bjarni Halldór Janusson skrifar 15. apríl 2020 09:00 Undir lok síðasta árs var tilkynnt um fyrstu smit nýrrar veiru í fjölskyldu kórónuveira. Í fyrstu héldu sumir að nýja veiran væri litlu alvarlegri en hin venjulega flensa og sneru sér að öðru. Vesturlönd sváfu á verðinum og reyndust illa undirbúin þegar smit fóru loks að berast af alvöru frá Kína til Bandaríkjanna, Evrópu og síðar um allan heim. Nú er varla deilt um alvarleika eða áhrif veirunnar, alla vega ekki meðal málsmetandi fólks. Útbreiðsla veirunnar hefur neytt okkur til að gjörbreyta lífsháttum okkar og aðlagast þeirri stöðu sem annars er kölluð fordæmalaus, og það sem verra er, veiran hefur náð til tveggja milljóna manna og orðið 120 þúsund manns að bana. Síðustu vikur hafa reynt á og minnt okkur á mikilvægi mannúðar og samstöðu. Fátt er mikilvægra í samfélaginu á tímum sem þessum. En það er enn heilmargt sem við getum lært og gert betur næst þegar eitthvað bjátar á. Síðustu vikur hefur heilbrigðisstarfsfólk unnið þrotlausa vinnu. Þetta starfsfólk er auðvitað vant því að sinna sínu nauðsynlega starfi undir miklu álagi, en undanfarnar vikur hafa verið einstaklega erfiðar og álagið áberandi. Oft er sagt um þá, sem taka þarfir annarra fram yfir eigin hag, að þeir sinni óeigingjörnu starfi. Það lýsir heilbrigðisstarfi síðustu vikna einna best. Starfið hefur raunar verið svo óeigingjarnt að í stað launahækkana eða almennilegra úrræða hafa yfirvöld sýnt þakklæti sitt í verki með áhrifalitlu, en þó einlægu, lófataki. Það er ekkert að því að hrósa fyrir góð verk og góðverk, en slíkt gerir lítið til að leysa undirfjármögnun heilbrigðiskerfisins og gerir lítið til að létta álagi af starfsfólki þess. Skipta stjórnmálin ekki máli? Það er skiljanlegt að yfirlýsingar um “að nú skipti stjórnmál ekki máli” spretti upp því “nú sé mikilvægast af öllu að standa saman” og þá mega átök og aðrar deilur stjórnmálanna bíða. Það er gott og vel, enda þurfum við að sýna samstöðu og vinna saman að lausnum, og vandamál af þessari stærðargráðu krefjast lausna af sömu stærðargráðu. Yfirvöld hafa staðið sig með prýði í upplýsingagjöf og árangur okkar síðustu daga er ákvörðunum og viðbrögðum alls viðeigandi fagfólks að þakka. Hér hefur stjórnmálafólk ekki stefnt þjóðinni í hættu með því að grípa fram fyrir hendur sérfræðinga, annað en í Bandaríkjunum, og hér hafa stjórnmálin ekki heldur öfgavæðst með þeim hætti sem þau hafa í ríkjum á borð við Brasilíu og Ungverjaland. Þar hafa þjóðarleiðtogar í skjóli faraldurs neglt enn einn naglann í líkkistu mannréttinda og frjálslynds lýðræðis. Við erum þó laus við einræðistilburði og mannréttindabrot, og við erum að mestu leyti laus við stjórnmálafólk sem þykist vita betur en þeir sem raunverulega vita betur. Þetta eru þau stjórnmál sem við erum blessunarlega laus við og við ættum að halda því þannig. Þó er ekki þar með sagt að kasta eigi stjórnmálunum á glæ. Það þýðir ekki að við eigum að bæla niður heilbrigðan ágreining og fleygja skynsamlegum tillögum ofan í enn eina ráðherraskúffuna með ófáum skýrslunum sem þar liggja fyrir. Það er ekki hægt að ýta stjórnmálunum og deilum þeirra til hliðar á meðan mikilvægar ákvarðanir eru teknar, það segir sig eiginlega sjálft. Lýðræðislegur ágreiningur er ekki bara eðlilegur, heldur líka mikilvægur ef við viljum draga rétta lærdóma af ástandinu sem nú blasir við. Það er vel hægt að takast á við útbreiðslu veirunnar af fagmennsku og samtakamætti, líkt og við höfum nú þegar gert, en einnig stunda þau stjórnmál og ræða það sem við nauðsynlega þurfum til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig, til að koma í veg fyrir frekari dauðsföll og enn meiri samfélagsskaða. Það eru stjórnmál að krefjast hærri launa fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Það eru stjórnmál að krefjast hærri fjárframlaga til heilbrigðiskerfisins. Það eru stjórnmál að vekja athygli á því að í samfélaginu séu vissulega ekki allir jafnir í baráttunni við veiruna, því heldri borgarar, sjúklingar, lágtekjufólk og aðrir jaðarhópar eru vitanlega öll í meiri hættu en aðrir. Ef við viljum draga lærdóm af þessum “fordæmalausu tímum” þá gerum við það ekki með því að fresta umræðu sem kann að virðast óþarfi eða óþægileg á þessum tímapunkti. Verði umræðunni frestað til betri tíma, líkt og svo oft áður, er hætta á að við sofnum aftur á verðinum. Brátt koma nýjar og aðrar áskoranir fyrir heilbrigðiskerfið okkar og við þurfum að bregðast tímanlega við því og með viðeigandi hætti, svo sem að svara kalli hjúkrunarfræðinga og annars heilbrigðisstarfsfólks sem hefur lengi kallað eftir úrbótum og auknum stuðningi yfirvalda. Það er heldur ekki hægt að fresta viðfangsefnum stjórnmálanna þegar þeim verður vart frestað mikið lengur, eins og í umhverfis- og loftslagsmálum, þar sem hver aðgerðarlaus dagur færir okkur fjær upprunalegum markmiðum okkar og nær þeim veruleika þar sem jörðin hefur hlýnað tilfinnanlega mikið. Stjórnmálin bíða ekki, því vandamálin bíða ekki. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bjarni Halldór Janusson Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Undir lok síðasta árs var tilkynnt um fyrstu smit nýrrar veiru í fjölskyldu kórónuveira. Í fyrstu héldu sumir að nýja veiran væri litlu alvarlegri en hin venjulega flensa og sneru sér að öðru. Vesturlönd sváfu á verðinum og reyndust illa undirbúin þegar smit fóru loks að berast af alvöru frá Kína til Bandaríkjanna, Evrópu og síðar um allan heim. Nú er varla deilt um alvarleika eða áhrif veirunnar, alla vega ekki meðal málsmetandi fólks. Útbreiðsla veirunnar hefur neytt okkur til að gjörbreyta lífsháttum okkar og aðlagast þeirri stöðu sem annars er kölluð fordæmalaus, og það sem verra er, veiran hefur náð til tveggja milljóna manna og orðið 120 þúsund manns að bana. Síðustu vikur hafa reynt á og minnt okkur á mikilvægi mannúðar og samstöðu. Fátt er mikilvægra í samfélaginu á tímum sem þessum. En það er enn heilmargt sem við getum lært og gert betur næst þegar eitthvað bjátar á. Síðustu vikur hefur heilbrigðisstarfsfólk unnið þrotlausa vinnu. Þetta starfsfólk er auðvitað vant því að sinna sínu nauðsynlega starfi undir miklu álagi, en undanfarnar vikur hafa verið einstaklega erfiðar og álagið áberandi. Oft er sagt um þá, sem taka þarfir annarra fram yfir eigin hag, að þeir sinni óeigingjörnu starfi. Það lýsir heilbrigðisstarfi síðustu vikna einna best. Starfið hefur raunar verið svo óeigingjarnt að í stað launahækkana eða almennilegra úrræða hafa yfirvöld sýnt þakklæti sitt í verki með áhrifalitlu, en þó einlægu, lófataki. Það er ekkert að því að hrósa fyrir góð verk og góðverk, en slíkt gerir lítið til að leysa undirfjármögnun heilbrigðiskerfisins og gerir lítið til að létta álagi af starfsfólki þess. Skipta stjórnmálin ekki máli? Það er skiljanlegt að yfirlýsingar um “að nú skipti stjórnmál ekki máli” spretti upp því “nú sé mikilvægast af öllu að standa saman” og þá mega átök og aðrar deilur stjórnmálanna bíða. Það er gott og vel, enda þurfum við að sýna samstöðu og vinna saman að lausnum, og vandamál af þessari stærðargráðu krefjast lausna af sömu stærðargráðu. Yfirvöld hafa staðið sig með prýði í upplýsingagjöf og árangur okkar síðustu daga er ákvörðunum og viðbrögðum alls viðeigandi fagfólks að þakka. Hér hefur stjórnmálafólk ekki stefnt þjóðinni í hættu með því að grípa fram fyrir hendur sérfræðinga, annað en í Bandaríkjunum, og hér hafa stjórnmálin ekki heldur öfgavæðst með þeim hætti sem þau hafa í ríkjum á borð við Brasilíu og Ungverjaland. Þar hafa þjóðarleiðtogar í skjóli faraldurs neglt enn einn naglann í líkkistu mannréttinda og frjálslynds lýðræðis. Við erum þó laus við einræðistilburði og mannréttindabrot, og við erum að mestu leyti laus við stjórnmálafólk sem þykist vita betur en þeir sem raunverulega vita betur. Þetta eru þau stjórnmál sem við erum blessunarlega laus við og við ættum að halda því þannig. Þó er ekki þar með sagt að kasta eigi stjórnmálunum á glæ. Það þýðir ekki að við eigum að bæla niður heilbrigðan ágreining og fleygja skynsamlegum tillögum ofan í enn eina ráðherraskúffuna með ófáum skýrslunum sem þar liggja fyrir. Það er ekki hægt að ýta stjórnmálunum og deilum þeirra til hliðar á meðan mikilvægar ákvarðanir eru teknar, það segir sig eiginlega sjálft. Lýðræðislegur ágreiningur er ekki bara eðlilegur, heldur líka mikilvægur ef við viljum draga rétta lærdóma af ástandinu sem nú blasir við. Það er vel hægt að takast á við útbreiðslu veirunnar af fagmennsku og samtakamætti, líkt og við höfum nú þegar gert, en einnig stunda þau stjórnmál og ræða það sem við nauðsynlega þurfum til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig, til að koma í veg fyrir frekari dauðsföll og enn meiri samfélagsskaða. Það eru stjórnmál að krefjast hærri launa fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Það eru stjórnmál að krefjast hærri fjárframlaga til heilbrigðiskerfisins. Það eru stjórnmál að vekja athygli á því að í samfélaginu séu vissulega ekki allir jafnir í baráttunni við veiruna, því heldri borgarar, sjúklingar, lágtekjufólk og aðrir jaðarhópar eru vitanlega öll í meiri hættu en aðrir. Ef við viljum draga lærdóm af þessum “fordæmalausu tímum” þá gerum við það ekki með því að fresta umræðu sem kann að virðast óþarfi eða óþægileg á þessum tímapunkti. Verði umræðunni frestað til betri tíma, líkt og svo oft áður, er hætta á að við sofnum aftur á verðinum. Brátt koma nýjar og aðrar áskoranir fyrir heilbrigðiskerfið okkar og við þurfum að bregðast tímanlega við því og með viðeigandi hætti, svo sem að svara kalli hjúkrunarfræðinga og annars heilbrigðisstarfsfólks sem hefur lengi kallað eftir úrbótum og auknum stuðningi yfirvalda. Það er heldur ekki hægt að fresta viðfangsefnum stjórnmálanna þegar þeim verður vart frestað mikið lengur, eins og í umhverfis- og loftslagsmálum, þar sem hver aðgerðarlaus dagur færir okkur fjær upprunalegum markmiðum okkar og nær þeim veruleika þar sem jörðin hefur hlýnað tilfinnanlega mikið. Stjórnmálin bíða ekki, því vandamálin bíða ekki. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun