Landspítala gert að greiða tugi milljóna vegna mistaka við uppsetningu þvagleggs Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. apríl 2020 17:36 Landspítalinn Fossvogi Vísir/Vilhelm Landspítala hefur verið gert að greiða sjúklingi rúmlega 41 milljón, auk hárra vaxta, vegna læknamistaka árið 2012. Þetta er niðurstaða Landsréttar en héraðsdómur hafði áður dæmt Landspítala í vil. Ekki var deilt um það að sjúklingurinn hafi orðið fyrir tjóni en skiptar skoðanir voru á því hvort starfsmenn Landspítala hafi orðið valdir að tjóninu með saknæmum hætti. Umræddur sjúklingur undirgekkst aðgerð á hjartagátt Landspítala árið 2012 vegna hjartsláttartruflana. Í dómi Landsréttar segir að strax eftir aðgerðina hafi hann átt erfitt með þvaglát og var því ákveðið að tappa af þvagblöðru hans og setja upp þvaglegg. Það tókst þó ekki sem skyldi, sár myndaðist í þvagrásinni sem sjúklingur segir að hafi bæði valdið sér heilsufars- og fjárhagstjóni. ÞvagleggurLandspítali Þar að auki sagðist hann í skýrslutöku hafa orðið hræddur og rifist við hjúkrunarfræðingana sem settu upp þvaglegginn, hann hafi alls ekki viljað þess konar inngrip. Hjúkrunarfræðingarnir hafi hins vegar ekki látið sér segjast. „Áfrýjandi kvaðst hafa fundið gríðarlegan sársauka þegar fyrri þvagleggurinn hafi verið settur inn í þvagrásina. Blætt hafi úr henni og hafi hann séð þær gnísta tönnum og séð á þeim að eitthvað væri að. Í kjölfarið hafi uppsetning á seinni þvaglegg heppnast,“ eins og segir í dómi Landsréttar. Fyrrneft sár í þvagrásinni á að hafa valdið sjúklingnum viðvarandi verkjum. Hann fái jafnvel köst sem vari frá 20 til 30 sekúndum og upp í nokkrar klukkustundir. Það hafi valdið honum jafnframt andlegu tjóni og sýndu gögn sem lögð voru fram í málinu að sjúklingurinn væri haldinn „miklu þunglyndi með lífsleiðahugsunum samhliða áfallastreitueinkennum.“ Þó svo að Landsréttur segi að umtalsverð óvissa sé í málinu, til að mynda vegna þess hversu langt er liðið frá því að læknamistökin áttu sér stað, taldi dómstólinn rétt að snúa við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hafði sýknað Landspítalann sem fyrr segir. Spítalanum var gert að greiða alls 41 milljón, auk margvíslegra vaxta. Dóminn má nálgast hér, en þar er farið ítarlega yfir sögu sjúklingsins allt frá því að hann fyrst mætir á hjartagátt Landspítala árið 2012. Landspítalinn Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Landspítala hefur verið gert að greiða sjúklingi rúmlega 41 milljón, auk hárra vaxta, vegna læknamistaka árið 2012. Þetta er niðurstaða Landsréttar en héraðsdómur hafði áður dæmt Landspítala í vil. Ekki var deilt um það að sjúklingurinn hafi orðið fyrir tjóni en skiptar skoðanir voru á því hvort starfsmenn Landspítala hafi orðið valdir að tjóninu með saknæmum hætti. Umræddur sjúklingur undirgekkst aðgerð á hjartagátt Landspítala árið 2012 vegna hjartsláttartruflana. Í dómi Landsréttar segir að strax eftir aðgerðina hafi hann átt erfitt með þvaglát og var því ákveðið að tappa af þvagblöðru hans og setja upp þvaglegg. Það tókst þó ekki sem skyldi, sár myndaðist í þvagrásinni sem sjúklingur segir að hafi bæði valdið sér heilsufars- og fjárhagstjóni. ÞvagleggurLandspítali Þar að auki sagðist hann í skýrslutöku hafa orðið hræddur og rifist við hjúkrunarfræðingana sem settu upp þvaglegginn, hann hafi alls ekki viljað þess konar inngrip. Hjúkrunarfræðingarnir hafi hins vegar ekki látið sér segjast. „Áfrýjandi kvaðst hafa fundið gríðarlegan sársauka þegar fyrri þvagleggurinn hafi verið settur inn í þvagrásina. Blætt hafi úr henni og hafi hann séð þær gnísta tönnum og séð á þeim að eitthvað væri að. Í kjölfarið hafi uppsetning á seinni þvaglegg heppnast,“ eins og segir í dómi Landsréttar. Fyrrneft sár í þvagrásinni á að hafa valdið sjúklingnum viðvarandi verkjum. Hann fái jafnvel köst sem vari frá 20 til 30 sekúndum og upp í nokkrar klukkustundir. Það hafi valdið honum jafnframt andlegu tjóni og sýndu gögn sem lögð voru fram í málinu að sjúklingurinn væri haldinn „miklu þunglyndi með lífsleiðahugsunum samhliða áfallastreitueinkennum.“ Þó svo að Landsréttur segi að umtalsverð óvissa sé í málinu, til að mynda vegna þess hversu langt er liðið frá því að læknamistökin áttu sér stað, taldi dómstólinn rétt að snúa við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hafði sýknað Landspítalann sem fyrr segir. Spítalanum var gert að greiða alls 41 milljón, auk margvíslegra vaxta. Dóminn má nálgast hér, en þar er farið ítarlega yfir sögu sjúklingsins allt frá því að hann fyrst mætir á hjartagátt Landspítala árið 2012.
Landspítalinn Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira