Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. apríl 2020 12:14 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/vilhelm Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman á tímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum á meðan meirihlutinn sjái fram á atvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. Laun forsætisráðherra hækkuðu um tæpar 130 þúsund krónur í janúar á þessu ári. Ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu vel ríflega hundrað þúsund króna launahækkun og þingmenn rétt tæpar sjötíu þúsund krónur. Laun þessa fólks eru rétt tæplega og rétt yfir tvær milljónir króna á mánuði. Sjá: Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir þessar launahækkanir með ólíkindum. „En ég verð samt að segja að á einhvern hátt kemur þetta ekki sérstaklega á óvart. Við náttúrulega búum í samfélagi þar sem stéttaskiptingu og misskiptingu er viðhaldið með mjög markvissum hætti og þetta fólk sem lifir og starfar undir verndarvæng hins opinbera er í þeirri stöðu að þurfa aldrei að berjast fyrir einu né neinu, fá bara þessar hækkanir automatískt til sín eins og þau eigi endalausa heimtingu á því að graðka til sín meira og meira. Sólveig Anna bendir á að á sama tíma sé hennar fólk að starfa innan sama kerfis sem geti þó ekki tryggt þeim mannsæmandi laun. „Við erum til dæmis með ósamið enn þá við stóran hóp hjá sveitarfélögunum. Fólk sem er sannarlega að gegna undirstöðustörfum í samfélaginu og þar hefur svokölluðum lífskjarasamningi verið beitt sem vopni gegn því fólki til að koma í veg fyrir að þau fái hófstillta leiðréttingu á sínum kjörum og svo á sama tíma er þetta í gangi.“ Hluti þjóðar fær milljónir og hluti fær atvinnuleysi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði, í samtali við fréttastofu í gær, að ef svartsýnustu spár gangi eftir stefni í mesta samdrátt hér á landi í heila öld vegna kórónuveirufaraldursins. Sólveig Anna segir þessar launahækkanir sýna fram á hversu fáránleg sú krafa að biðla til fólks að standa saman á þessum tímum sé í efnahagslegu tilliti. „Hvað þýðir það þá á endanum að við stöndum öll saman? Þar sem að hluti af okkur fær endalausar milljónir til sín og hluti af okkur sér fram á atvinnuleysi, skertar tekjur, erfiðari vinnuaðstæður - og bara það að markvisst sé viðhaldið hér grimmilegri, samræmdri láglaunastefnu.“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Alþingi Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman á tímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum á meðan meirihlutinn sjái fram á atvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. Laun forsætisráðherra hækkuðu um tæpar 130 þúsund krónur í janúar á þessu ári. Ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu vel ríflega hundrað þúsund króna launahækkun og þingmenn rétt tæpar sjötíu þúsund krónur. Laun þessa fólks eru rétt tæplega og rétt yfir tvær milljónir króna á mánuði. Sjá: Þingmenn, ráðherrar og ráðuneytisstjórar fengu rausnarlega launahækkun Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir þessar launahækkanir með ólíkindum. „En ég verð samt að segja að á einhvern hátt kemur þetta ekki sérstaklega á óvart. Við náttúrulega búum í samfélagi þar sem stéttaskiptingu og misskiptingu er viðhaldið með mjög markvissum hætti og þetta fólk sem lifir og starfar undir verndarvæng hins opinbera er í þeirri stöðu að þurfa aldrei að berjast fyrir einu né neinu, fá bara þessar hækkanir automatískt til sín eins og þau eigi endalausa heimtingu á því að graðka til sín meira og meira. Sólveig Anna bendir á að á sama tíma sé hennar fólk að starfa innan sama kerfis sem geti þó ekki tryggt þeim mannsæmandi laun. „Við erum til dæmis með ósamið enn þá við stóran hóp hjá sveitarfélögunum. Fólk sem er sannarlega að gegna undirstöðustörfum í samfélaginu og þar hefur svokölluðum lífskjarasamningi verið beitt sem vopni gegn því fólki til að koma í veg fyrir að þau fái hófstillta leiðréttingu á sínum kjörum og svo á sama tíma er þetta í gangi.“ Hluti þjóðar fær milljónir og hluti fær atvinnuleysi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði, í samtali við fréttastofu í gær, að ef svartsýnustu spár gangi eftir stefni í mesta samdrátt hér á landi í heila öld vegna kórónuveirufaraldursins. Sólveig Anna segir þessar launahækkanir sýna fram á hversu fáránleg sú krafa að biðla til fólks að standa saman á þessum tímum sé í efnahagslegu tilliti. „Hvað þýðir það þá á endanum að við stöndum öll saman? Þar sem að hluti af okkur fær endalausar milljónir til sín og hluti af okkur sér fram á atvinnuleysi, skertar tekjur, erfiðari vinnuaðstæður - og bara það að markvisst sé viðhaldið hér grimmilegri, samræmdri láglaunastefnu.“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Alþingi Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira