Sjálfsögðu miðlarnir Olga Björt Þórðardóttir skrifar 8. apríl 2020 12:00 Sem barni fannst mér spennandi þegar svarthvítu bæjarblöð þess tíma komu inn um bréfalúguna. Það var skemmtilegt að fletta þeim og skoða hvort ég þekkti einhver andlit. Oftast var um að ræða krakka sem höfðu efnt til hlutaveltu og mynd tekin af þeim á skrifstofu bæjarblaðsins eða krakkar sem höfðu náð góðum árangri í íþróttum með bikara og verðlaunapeninga. Einstaka sinnum kannaðist ég við andlit í spurningu vikunnar og hrópaði þá upp yfir mig af ánægju og sýndi foreldrum. Um og yfir tvítugt fór ég að taka meira eftir auglýsingum, m.a. frá tískuvöruverslunum, hárgreiðslustofum og slíku. Þá voru margar auglýsingar í blöðunum. Og ég las greinar eftir fólk sem ég kannaðist við eða hafði mætur á. Áfram skiptu þó myndir af fólki mestu máli og hvort ég náði að greina einhvern sem ég þekkti. Í kringum kosningar reyndi ég að kynna mér einhver mál af dýpt sem fjallað var um í bæjarblaðinu en þó hafði ýmislegt annað áhrif á ákvarðanir í kjörklefum, eins og hvort fólk var góðlegt í framan, hafði traust yfirbragð - eða hvort ég þekkti andlitin. Eftir að hafa starfað í banka og gjaldheimtu fór ég meira að taka eftir nauðungaruppboðum og risastórum auglýsingum bankanna, síðu eftir síðu, um mikilvægi þess að stofna gjaldeyrisreikninga og trompbækur með háum innlánsvöxtum. Og ég fór jafnframt að lesa viðtöl við áhugavert fólk og fjölbreyttar fréttir. Áhugi á málefnum breytist með þroska, aldri og reynslu en bæjarblöð eru samt einhvern veginn fastur hluti af tilverunni. Þrátt fyrir að þau hafi líka breyst út frá tíðaranda hverju sinni, sinna þau alltaf mikilvægu hlutverki og höfða til margra kynslóða. Þau þykja einhvern veginn orðin sjálfsögð. Þegar ég kynntist bæjarblaðamennsku fyrst sem starfsvettvangi fyrir sjö árum tók ég sérstaklega eftir einlægum vilja ritstjórna til að vekja athygli á og fjalla um menningu, listir, íþróttir og ýmsa viðburði af metnaði og áhuga. Og leyfa ólíkum röddum að hljóma í aðsendum greinum. Hjá bæjarblöðum hefur einhvern veginn ávallt verið vís skilningur í garð fólks sem hefur haft úr litlu fjármagni að moða til að koma fallegum hugsjónum í framkvæmd sem hafa jákvæð og uppbyggjandi áhrif á bæjarbrag, menningu og samstöðu í nærsamfélögum. Eftir að ég varð ritstjóri bæjarblaðs fyrir þremur árum, og síðar útgefandi, hef ég fundið sterkt hversu mikið nærsamfélagið reiðir sig á þessa tegund fjölmiðlunar til að koma málefnum á framfæri, benda á fólk sem er að gera góða hluti eða hefur áhugaverða sögu að segja. Ég hef oft fengið skilaboð á samfélagsmiðlum um eitthvað sem er að gerast akkúrat þá stundina og hvort ég vilji ekki skjótast með myndavélina og gera því skil. Og svo eru það öll félagasamtökin sem sífellt safna fjármunum til að láta gott af sér leiða og ég er alltaf stolt af að vekja athygli á. Efnistökin eru endalaus. Eins og víða hefur komið fram hafa einkareknir fjölmiðlar líklega aldrei átt jafn mikið undir högg að sækja og um þessar mundir. Krafan um framleiðslu á efni frá þeim hefur þó á sama tíma líklega aldrei verið meiri - og samkeppnin er hörð á óvenju rýrum auglýsingamarkaði vegna covid-19. Prentunar- og dreifingarkostnaður er mikill og æ fleiri auglýsendur velja aðrar leiðir en bæjarblöðin og þá oftast samfélagsmiðla sem enn eru ekki skattlagðir á Íslandi. Eigendur margra bæjarblaða hafa undanfarin ár haldið úti rekstri nánast einungis því þeir eygðu von um stuðning frá ríkinu fyrir tilstuðlan fjölmiðlafrumvarpsins. Þeir bundu vonir við það en munu að öllum líkindum týna tölunni hver af öðrum á næstu mánuðum ef ekki verður gripið inn í. Bæjarmiðlar eru ekki einhver munaðarvara sem má missa sín í fjölmiðlaflórunni. Þvert á móti gegna þeir mikilvægu hlutverki í nærsamfélögum sem þeir sinna, hver á sinn hátt, einmitt á tímum eins og núna þegar samtakamátturinn er mikilvægari en allt. Þeir fanga sálina í hverju bæjarfélagi og við þurfum saman að standa vörð um hlutverk þeirra. Við höfum reitt okkur á þjónustu þeirra áratugum saman. Núna reiða þeir sig á okkar stuðning. Höfundur er útgefandi og ritstjóri Hafnfirðings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sem barni fannst mér spennandi þegar svarthvítu bæjarblöð þess tíma komu inn um bréfalúguna. Það var skemmtilegt að fletta þeim og skoða hvort ég þekkti einhver andlit. Oftast var um að ræða krakka sem höfðu efnt til hlutaveltu og mynd tekin af þeim á skrifstofu bæjarblaðsins eða krakkar sem höfðu náð góðum árangri í íþróttum með bikara og verðlaunapeninga. Einstaka sinnum kannaðist ég við andlit í spurningu vikunnar og hrópaði þá upp yfir mig af ánægju og sýndi foreldrum. Um og yfir tvítugt fór ég að taka meira eftir auglýsingum, m.a. frá tískuvöruverslunum, hárgreiðslustofum og slíku. Þá voru margar auglýsingar í blöðunum. Og ég las greinar eftir fólk sem ég kannaðist við eða hafði mætur á. Áfram skiptu þó myndir af fólki mestu máli og hvort ég náði að greina einhvern sem ég þekkti. Í kringum kosningar reyndi ég að kynna mér einhver mál af dýpt sem fjallað var um í bæjarblaðinu en þó hafði ýmislegt annað áhrif á ákvarðanir í kjörklefum, eins og hvort fólk var góðlegt í framan, hafði traust yfirbragð - eða hvort ég þekkti andlitin. Eftir að hafa starfað í banka og gjaldheimtu fór ég meira að taka eftir nauðungaruppboðum og risastórum auglýsingum bankanna, síðu eftir síðu, um mikilvægi þess að stofna gjaldeyrisreikninga og trompbækur með háum innlánsvöxtum. Og ég fór jafnframt að lesa viðtöl við áhugavert fólk og fjölbreyttar fréttir. Áhugi á málefnum breytist með þroska, aldri og reynslu en bæjarblöð eru samt einhvern veginn fastur hluti af tilverunni. Þrátt fyrir að þau hafi líka breyst út frá tíðaranda hverju sinni, sinna þau alltaf mikilvægu hlutverki og höfða til margra kynslóða. Þau þykja einhvern veginn orðin sjálfsögð. Þegar ég kynntist bæjarblaðamennsku fyrst sem starfsvettvangi fyrir sjö árum tók ég sérstaklega eftir einlægum vilja ritstjórna til að vekja athygli á og fjalla um menningu, listir, íþróttir og ýmsa viðburði af metnaði og áhuga. Og leyfa ólíkum röddum að hljóma í aðsendum greinum. Hjá bæjarblöðum hefur einhvern veginn ávallt verið vís skilningur í garð fólks sem hefur haft úr litlu fjármagni að moða til að koma fallegum hugsjónum í framkvæmd sem hafa jákvæð og uppbyggjandi áhrif á bæjarbrag, menningu og samstöðu í nærsamfélögum. Eftir að ég varð ritstjóri bæjarblaðs fyrir þremur árum, og síðar útgefandi, hef ég fundið sterkt hversu mikið nærsamfélagið reiðir sig á þessa tegund fjölmiðlunar til að koma málefnum á framfæri, benda á fólk sem er að gera góða hluti eða hefur áhugaverða sögu að segja. Ég hef oft fengið skilaboð á samfélagsmiðlum um eitthvað sem er að gerast akkúrat þá stundina og hvort ég vilji ekki skjótast með myndavélina og gera því skil. Og svo eru það öll félagasamtökin sem sífellt safna fjármunum til að láta gott af sér leiða og ég er alltaf stolt af að vekja athygli á. Efnistökin eru endalaus. Eins og víða hefur komið fram hafa einkareknir fjölmiðlar líklega aldrei átt jafn mikið undir högg að sækja og um þessar mundir. Krafan um framleiðslu á efni frá þeim hefur þó á sama tíma líklega aldrei verið meiri - og samkeppnin er hörð á óvenju rýrum auglýsingamarkaði vegna covid-19. Prentunar- og dreifingarkostnaður er mikill og æ fleiri auglýsendur velja aðrar leiðir en bæjarblöðin og þá oftast samfélagsmiðla sem enn eru ekki skattlagðir á Íslandi. Eigendur margra bæjarblaða hafa undanfarin ár haldið úti rekstri nánast einungis því þeir eygðu von um stuðning frá ríkinu fyrir tilstuðlan fjölmiðlafrumvarpsins. Þeir bundu vonir við það en munu að öllum líkindum týna tölunni hver af öðrum á næstu mánuðum ef ekki verður gripið inn í. Bæjarmiðlar eru ekki einhver munaðarvara sem má missa sín í fjölmiðlaflórunni. Þvert á móti gegna þeir mikilvægu hlutverki í nærsamfélögum sem þeir sinna, hver á sinn hátt, einmitt á tímum eins og núna þegar samtakamátturinn er mikilvægari en allt. Þeir fanga sálina í hverju bæjarfélagi og við þurfum saman að standa vörð um hlutverk þeirra. Við höfum reitt okkur á þjónustu þeirra áratugum saman. Núna reiða þeir sig á okkar stuðning. Höfundur er útgefandi og ritstjóri Hafnfirðings.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar