Íslandsmeistarar dagsins: Miklir sigurvegarar bættu við í titlasafnið á þessum degi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2020 12:30 Frétt um sigur Keflavíkurkvenna á baksíðu Morgunblaðsins 9. apríl 2011. Skjámynd/Morgunblaðið Þessa dagana eru úrslitin vanalega að ráðast í úrslitakeppnum Domino´s og Olís deildanna í körfubolta og handbolta. Kórónuveiran hefur komið í veg fyrir það gerist í ár en Vísir ætlar í staðinn að rifja upp Íslandsmeistara dagsins næstu vikurnar. Frá því að úrslitakeppnirnar voru fyrst teknar upp í deildunum fjórum, Olís karla og kvenna og Domino´s karla og kvenna, hafa tvö lið orðið Íslandsmeistarar 8. apríl. Íslandsmeistarar dagsins eru karlalið Njarðvíkur í körfubolta sem vann níunda Íslandsmeistaratitil karlaliðs félagsins 8. apríl 1995 og kvennalið Keflavíkur í körfubolta sem vann fjórtánda Íslandsmeistaratitil kvennaliðs félagsins 8. apríl 2011. Bæði liðin voru skipuð miklum sigurvegurum sem þekktu það vel að vinna Íslandsmeistaratitilinn og bætti því við glæsilega ferilskrá sína á þessum degi. Frétt um sigur Njarðvíkinga á Íslandsmótinu 1995 í Morgunblaðinu.Skjámynd/Morgunblaðið Unnu 31 af 32 leikjum í deildarkeppninni Njarðvíkingar voru með magnað lið veturinn 1994-95 þegar þeir vörðu Íslandsmeistaratitilinn með Val Ingimundarson í fullu fjöri sem spilandi þjálfara og Rondey Robinson enn sem kónginn í teignum. Liðið þurfti reyndar að sætta sig við tap fyrir Grindavík í bikarúrslitaleiknum þar sem stórskytturnar Franc Booker og Guðjón Skúlason fóru á kostum en liðið vann aftur á móti 31 af 32 leikjum í deildinni. Þegar kom að úrslitakeppninni þá vann liðið KR í oddaleik í átta liða úrslitunum en vann síðan 3-0 sigur á Skallagrími í undanúrslitunum. Annað árið í röð mætti liði Grindavík í úrslitaeinvíginu en annað árið í röð tryggu Njarðvíkingar sér titilinn í Röstinni í Grindavík, nú eftir sigur í framlengdum sjötta leik. Það þurfti að vinna fjóra leiki í lokaúrslitunum þetta árið og Njarðvík hafði mistekist að tryggja sér titilinn í Ljónagryfjunni í leiknum á undan. Það var gríðarlega spenna í lokaleiknum og Teitur Örlygsson tryggði Njarðvík framlengingu með þriggja stiga skoti níu sekúndum fyrir leikslok. Grindavík skoraði eftir það en dómarnir sögðu að leiktíminn hefði verið runninn út. Það var síðan Ísak Tómasson sem tryggði Njarðvík endanlega sigurinn á vítalínunni í lok framlengingarinnar en hann lagði skóna á hilluna eftir tímabilið eftir að hafa unnið átta Íslandsmeistaratitla á fjórtán tímabilum með Njarðvíkurliðinu. Þessi leikur var alveg eins og draumur „Þessi leikur var alveg eins og draumur, barátta upp á líf og dauða og frábær úrslitaleikur. Þetta er alveg rosalega gaman og skemmtilegur endir á tímabilinu. Það er ekki óliklegt að reynsla okkar hafi ráðið úrslitum en við unnum alla jöfnu leikina sem við spiluðum," sagði Teitur Örlygsson, Njarðvíkingur, við DV. „Við sýndum það og sönnuðum að við erum með langbesta liðið á íslandi og það er einstakur hópur á bak við þessa velgengni. Það var frábært að klára þetta núna, ég er orðinn þreyttur og hefði ekki viljað spila einn leik til viðbótar," sagði Valur Ingimundarson við DV en hann vann þarna þriðja Íslandsmeistaratitil sinn sem spilandi þjálfari Njarðvíkurliðsins. „Við urðum að vinna, annars hefði enginn munað eftir sigurgöngu okkar í vetur. Það þarf alltaf smá meistaraheppni að fylgja, eins og undir lokin, en við áttum þennan sigur svo sannarlega skilinn," sagði Ástþór Ingason, fyrirliði Njarðvíkur, við DV. Njarðvík Íslandsmeistari 1995 DHL-deild karla í körfubolta Dagssetning: 8.apríl Staður: Íþróttahúsið í Grindavík Þjálfari: Valur Ingimundarson (spilandi) Fyrirliði: Ástþór Ingason Árangur: 31 sigur og 1 tap í 32 deildarleikjum 9 sigrar og 3 töp í 12 leikjum í úrslitakeppni 91 prósent sigurhlutfall (40-4) Atkvæðamestir í lokaúrslitunum: Rondey Robinson 149 stig (24,8 í leik) Teitur Örlygsson 125 stig (20,8) Valur Ingimundarson 95 stig (15,8) Jóhannes A. Kristbjörnsson 75 stig (12,5) Kristinn Einarsson 35 stig (5,8) Ísak Tómasson 32 stig (5,3) Friðrik Pétur Ragnarsson 30 stig (5,0) Keflavíkurkonur kyssa Íslandsbikarinn á síðum Fréttablaðsins vorið 2011.Skjámynd/Fréttablaðið Flestum stelpunum í okkar liði dauðlangaði í sumarfrí í kvöld Kvennalið Keflavíkur missti af deildarmeistaratitlinum tímabilið 2010-11 en liðið vann hins vegar báða stóru titlana, fyrst bikarmeistaratitilinn eftir sigur á KR í febrúar og svo Íslandsmeistaratitilinn eftir 3-0 sigur á Njarðvík í lokaúrslitunum. Keflavík vann alls sex af sjö leikjum sínum í úrslitakeppninni en Keflavíkurkonur urðu þarna fyrsta liðið í fjögur ár sem vinnur tvöfalt í kvennaboltanum, það er, tekur báða stóru titlana, Íslandsmótið og bikarinn, en Haukar höfðu afrekað það síðast árið 2007. „Tilfinningin er alltaf jafngóð. Þetta var besti leikurinn okkar í úrslitaeinvíginu og í kvöld náðum við loksins að sýna okkar besta andlit. Flestum stelpunum í okkar liði dauðlangaði í sumarfrí í kvöld,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir við Fréttablaðið en hún var að verða Íslandsmeistari í fjórða sinn á sex árum og var líka með Haukunum árið 2007 sem var þá síðasta liðið til að vinna tvöfalt. Búinn að vera rússíbani en alveg svakalega gaman Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, hafði stýrt Keflavíkurkonum í fimm ár og gerði liðið að Íslandsmeisturum í annað skiptið og nú vann liðið tvöfalt. „Ég er ekki hættur í þjálfun en ég er hættur með Keflavíkurliðið, það er klárt. Ég enda þetta á að vinna þrjá titla af fjórum mögulegum og það væri ósanngjarnt að biðja um meira en það. Á þessum fimm árum stendur þessi vetur klárlega upp úr hjá mér. Þetta er búinn að vera rússíbani en alveg svakalega gaman,“ sagði Jón Halldór við Morgunblaðið. Keflavík Íslandsmeistari 2011 Iceland Express deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 8.apríl Staður: Íþróttahúsið við Sunnubraut Þjálfari: Jón Halldór Eðvaldsson Fyrirliði: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir Árangur: 15 sigrar og 5 töp í 20 deildarleikjum 6 sigrar og 1 tap í 7 leikjum í úrslitakeppni 78 prósent sigurhlutfall (21-6) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Marina Caran 46 stig (15,3 í leik) Bryndís Guðmundsdóttir 43 stig (14,3) Lisa Karcic 35 stig (11,7) Pálína María Gunnlaugsdóttir 30 stig (10,0) Ingibjörg Jakobsdóttir 28 stig (9,3) Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 16 stig (5,3) Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Einu sinni var... UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Þessa dagana eru úrslitin vanalega að ráðast í úrslitakeppnum Domino´s og Olís deildanna í körfubolta og handbolta. Kórónuveiran hefur komið í veg fyrir það gerist í ár en Vísir ætlar í staðinn að rifja upp Íslandsmeistara dagsins næstu vikurnar. Frá því að úrslitakeppnirnar voru fyrst teknar upp í deildunum fjórum, Olís karla og kvenna og Domino´s karla og kvenna, hafa tvö lið orðið Íslandsmeistarar 8. apríl. Íslandsmeistarar dagsins eru karlalið Njarðvíkur í körfubolta sem vann níunda Íslandsmeistaratitil karlaliðs félagsins 8. apríl 1995 og kvennalið Keflavíkur í körfubolta sem vann fjórtánda Íslandsmeistaratitil kvennaliðs félagsins 8. apríl 2011. Bæði liðin voru skipuð miklum sigurvegurum sem þekktu það vel að vinna Íslandsmeistaratitilinn og bætti því við glæsilega ferilskrá sína á þessum degi. Frétt um sigur Njarðvíkinga á Íslandsmótinu 1995 í Morgunblaðinu.Skjámynd/Morgunblaðið Unnu 31 af 32 leikjum í deildarkeppninni Njarðvíkingar voru með magnað lið veturinn 1994-95 þegar þeir vörðu Íslandsmeistaratitilinn með Val Ingimundarson í fullu fjöri sem spilandi þjálfara og Rondey Robinson enn sem kónginn í teignum. Liðið þurfti reyndar að sætta sig við tap fyrir Grindavík í bikarúrslitaleiknum þar sem stórskytturnar Franc Booker og Guðjón Skúlason fóru á kostum en liðið vann aftur á móti 31 af 32 leikjum í deildinni. Þegar kom að úrslitakeppninni þá vann liðið KR í oddaleik í átta liða úrslitunum en vann síðan 3-0 sigur á Skallagrími í undanúrslitunum. Annað árið í röð mætti liði Grindavík í úrslitaeinvíginu en annað árið í röð tryggu Njarðvíkingar sér titilinn í Röstinni í Grindavík, nú eftir sigur í framlengdum sjötta leik. Það þurfti að vinna fjóra leiki í lokaúrslitunum þetta árið og Njarðvík hafði mistekist að tryggja sér titilinn í Ljónagryfjunni í leiknum á undan. Það var gríðarlega spenna í lokaleiknum og Teitur Örlygsson tryggði Njarðvík framlengingu með þriggja stiga skoti níu sekúndum fyrir leikslok. Grindavík skoraði eftir það en dómarnir sögðu að leiktíminn hefði verið runninn út. Það var síðan Ísak Tómasson sem tryggði Njarðvík endanlega sigurinn á vítalínunni í lok framlengingarinnar en hann lagði skóna á hilluna eftir tímabilið eftir að hafa unnið átta Íslandsmeistaratitla á fjórtán tímabilum með Njarðvíkurliðinu. Þessi leikur var alveg eins og draumur „Þessi leikur var alveg eins og draumur, barátta upp á líf og dauða og frábær úrslitaleikur. Þetta er alveg rosalega gaman og skemmtilegur endir á tímabilinu. Það er ekki óliklegt að reynsla okkar hafi ráðið úrslitum en við unnum alla jöfnu leikina sem við spiluðum," sagði Teitur Örlygsson, Njarðvíkingur, við DV. „Við sýndum það og sönnuðum að við erum með langbesta liðið á íslandi og það er einstakur hópur á bak við þessa velgengni. Það var frábært að klára þetta núna, ég er orðinn þreyttur og hefði ekki viljað spila einn leik til viðbótar," sagði Valur Ingimundarson við DV en hann vann þarna þriðja Íslandsmeistaratitil sinn sem spilandi þjálfari Njarðvíkurliðsins. „Við urðum að vinna, annars hefði enginn munað eftir sigurgöngu okkar í vetur. Það þarf alltaf smá meistaraheppni að fylgja, eins og undir lokin, en við áttum þennan sigur svo sannarlega skilinn," sagði Ástþór Ingason, fyrirliði Njarðvíkur, við DV. Njarðvík Íslandsmeistari 1995 DHL-deild karla í körfubolta Dagssetning: 8.apríl Staður: Íþróttahúsið í Grindavík Þjálfari: Valur Ingimundarson (spilandi) Fyrirliði: Ástþór Ingason Árangur: 31 sigur og 1 tap í 32 deildarleikjum 9 sigrar og 3 töp í 12 leikjum í úrslitakeppni 91 prósent sigurhlutfall (40-4) Atkvæðamestir í lokaúrslitunum: Rondey Robinson 149 stig (24,8 í leik) Teitur Örlygsson 125 stig (20,8) Valur Ingimundarson 95 stig (15,8) Jóhannes A. Kristbjörnsson 75 stig (12,5) Kristinn Einarsson 35 stig (5,8) Ísak Tómasson 32 stig (5,3) Friðrik Pétur Ragnarsson 30 stig (5,0) Keflavíkurkonur kyssa Íslandsbikarinn á síðum Fréttablaðsins vorið 2011.Skjámynd/Fréttablaðið Flestum stelpunum í okkar liði dauðlangaði í sumarfrí í kvöld Kvennalið Keflavíkur missti af deildarmeistaratitlinum tímabilið 2010-11 en liðið vann hins vegar báða stóru titlana, fyrst bikarmeistaratitilinn eftir sigur á KR í febrúar og svo Íslandsmeistaratitilinn eftir 3-0 sigur á Njarðvík í lokaúrslitunum. Keflavík vann alls sex af sjö leikjum sínum í úrslitakeppninni en Keflavíkurkonur urðu þarna fyrsta liðið í fjögur ár sem vinnur tvöfalt í kvennaboltanum, það er, tekur báða stóru titlana, Íslandsmótið og bikarinn, en Haukar höfðu afrekað það síðast árið 2007. „Tilfinningin er alltaf jafngóð. Þetta var besti leikurinn okkar í úrslitaeinvíginu og í kvöld náðum við loksins að sýna okkar besta andlit. Flestum stelpunum í okkar liði dauðlangaði í sumarfrí í kvöld,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir við Fréttablaðið en hún var að verða Íslandsmeistari í fjórða sinn á sex árum og var líka með Haukunum árið 2007 sem var þá síðasta liðið til að vinna tvöfalt. Búinn að vera rússíbani en alveg svakalega gaman Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, hafði stýrt Keflavíkurkonum í fimm ár og gerði liðið að Íslandsmeisturum í annað skiptið og nú vann liðið tvöfalt. „Ég er ekki hættur í þjálfun en ég er hættur með Keflavíkurliðið, það er klárt. Ég enda þetta á að vinna þrjá titla af fjórum mögulegum og það væri ósanngjarnt að biðja um meira en það. Á þessum fimm árum stendur þessi vetur klárlega upp úr hjá mér. Þetta er búinn að vera rússíbani en alveg svakalega gaman,“ sagði Jón Halldór við Morgunblaðið. Keflavík Íslandsmeistari 2011 Iceland Express deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 8.apríl Staður: Íþróttahúsið við Sunnubraut Þjálfari: Jón Halldór Eðvaldsson Fyrirliði: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir Árangur: 15 sigrar og 5 töp í 20 deildarleikjum 6 sigrar og 1 tap í 7 leikjum í úrslitakeppni 78 prósent sigurhlutfall (21-6) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Marina Caran 46 stig (15,3 í leik) Bryndís Guðmundsdóttir 43 stig (14,3) Lisa Karcic 35 stig (11,7) Pálína María Gunnlaugsdóttir 30 stig (10,0) Ingibjörg Jakobsdóttir 28 stig (9,3) Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 16 stig (5,3)
Njarðvík Íslandsmeistari 1995 DHL-deild karla í körfubolta Dagssetning: 8.apríl Staður: Íþróttahúsið í Grindavík Þjálfari: Valur Ingimundarson (spilandi) Fyrirliði: Ástþór Ingason Árangur: 31 sigur og 1 tap í 32 deildarleikjum 9 sigrar og 3 töp í 12 leikjum í úrslitakeppni 91 prósent sigurhlutfall (40-4) Atkvæðamestir í lokaúrslitunum: Rondey Robinson 149 stig (24,8 í leik) Teitur Örlygsson 125 stig (20,8) Valur Ingimundarson 95 stig (15,8) Jóhannes A. Kristbjörnsson 75 stig (12,5) Kristinn Einarsson 35 stig (5,8) Ísak Tómasson 32 stig (5,3) Friðrik Pétur Ragnarsson 30 stig (5,0)
Keflavík Íslandsmeistari 2011 Iceland Express deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 8.apríl Staður: Íþróttahúsið við Sunnubraut Þjálfari: Jón Halldór Eðvaldsson Fyrirliði: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir Árangur: 15 sigrar og 5 töp í 20 deildarleikjum 6 sigrar og 1 tap í 7 leikjum í úrslitakeppni 78 prósent sigurhlutfall (21-6) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Marina Caran 46 stig (15,3 í leik) Bryndís Guðmundsdóttir 43 stig (14,3) Lisa Karcic 35 stig (11,7) Pálína María Gunnlaugsdóttir 30 stig (10,0) Ingibjörg Jakobsdóttir 28 stig (9,3) Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 16 stig (5,3)
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Einu sinni var... UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira