Lamdi konuna sína úti á götu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2020 11:30 Útkall lögreglunnar í gærkvöldi vegna gruns um heimilisofbeldi var fyrir vestan Tjörnina í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. Hjón komu konunni til bjargar og var maður hennar handtekinn. Var hann undir áhrifum fíkniefna auk þess sem fíkniefni fundust á honum. Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að íbúi við umrædda götu hafi orðið vitni að því þegar karlmaðurinn sló konu sína. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Íbúi við götuna lýsir því í samtali við Vísi að hafa séð konuna á hlaupum og á eftir henni karlmaður með hnefann á lofti. Nágrannar íbúans komu konunni til aðstoðar, tóku hana inn á heimili sitt og reyndu árangurslaust að ræða við mann hennar. Karlmaðurinn var ákveðinn, sagðist vera maður konunnar en var fátt um svör spurður hvers vegna konan hans væri svona hrædd. Óttast aukið heimilisofbeldi Undanfarið hafa nokkur lögregluembætti hvatt fólk til að vera á varðbergi fyrir heimilisofbeldi á meðan Covid-19 faraldurinn gengur yfir. Karlmaður á sextugsaldri er í gæsluvarðhaldi vegna andláts sambýliskonu hans í Sandgerði á dögunum. Þá var karlmaður um þrítugt úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir/Sigurjón Lögreglustjórinn á Suðurnesjum og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segjast ekki sjá merki um aukið heimilisofbeldi í tölunum enn sem komið er. Framkvæmdastýran leggur áherslu á að fólk sé á varðbergi og tilkynni ofbeldi við minnsta grun. „Við hvetjum alla sem verða varir við slíkt til að láta vita og við fylgjumst eins vel með og mögulegt er,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, tekur undir þessar áhyggjur. „Við höfum frá upphafi óttast að það þyrfti ekkert meira en kraftaverk til að við kæmumst í gegn um þetta tímabil án þess að heimilisofbeldi yrði bæði tíðara og jafnvel hættulegra. Við byggjum þetta á því að það eru svo margir áhættuþættir núna eins og félagsleg einangrun og streita, áhyggjur og fólk er mikið nálægt sínum nánustu sem getur vissulega verið mjög indælt en það getur líka verið mjög hættulegt.“ Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún segir að Kvennaathvarfið hafi ekki orðið vart við aukningu í þessum málum og að þau hafi ekki endilega átt von á því. „Þessir áhættuþættir eru ekki bara þættir sem spá fyrir um aukið ofbeldi heldur líka auknar hindranir þegar kemur að því að slíta ofbeldissambandi.“ Hún segir ofbeldið geta orðið grófara og hættulegra við þessar aðstæður. „Við höfum áhyggjur á því að það verði það auk þess sem það verður erfiðara að komast í burtu og undankomuleiðirnar eða flóttaleiðir þolenda verða í raun og veru færri.“ Sigþrúður segir mikilvægara nú en nokkru sinni áður að fólk sé á varðbergi og tilkynni ofbeldi við minnsta grun. Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Heimilisofbeldi Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Sjá meira
Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. Hjón komu konunni til bjargar og var maður hennar handtekinn. Var hann undir áhrifum fíkniefna auk þess sem fíkniefni fundust á honum. Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að íbúi við umrædda götu hafi orðið vitni að því þegar karlmaðurinn sló konu sína. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Íbúi við götuna lýsir því í samtali við Vísi að hafa séð konuna á hlaupum og á eftir henni karlmaður með hnefann á lofti. Nágrannar íbúans komu konunni til aðstoðar, tóku hana inn á heimili sitt og reyndu árangurslaust að ræða við mann hennar. Karlmaðurinn var ákveðinn, sagðist vera maður konunnar en var fátt um svör spurður hvers vegna konan hans væri svona hrædd. Óttast aukið heimilisofbeldi Undanfarið hafa nokkur lögregluembætti hvatt fólk til að vera á varðbergi fyrir heimilisofbeldi á meðan Covid-19 faraldurinn gengur yfir. Karlmaður á sextugsaldri er í gæsluvarðhaldi vegna andláts sambýliskonu hans í Sandgerði á dögunum. Þá var karlmaður um þrítugt úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir/Sigurjón Lögreglustjórinn á Suðurnesjum og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segjast ekki sjá merki um aukið heimilisofbeldi í tölunum enn sem komið er. Framkvæmdastýran leggur áherslu á að fólk sé á varðbergi og tilkynni ofbeldi við minnsta grun. „Við hvetjum alla sem verða varir við slíkt til að láta vita og við fylgjumst eins vel með og mögulegt er,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, tekur undir þessar áhyggjur. „Við höfum frá upphafi óttast að það þyrfti ekkert meira en kraftaverk til að við kæmumst í gegn um þetta tímabil án þess að heimilisofbeldi yrði bæði tíðara og jafnvel hættulegra. Við byggjum þetta á því að það eru svo margir áhættuþættir núna eins og félagsleg einangrun og streita, áhyggjur og fólk er mikið nálægt sínum nánustu sem getur vissulega verið mjög indælt en það getur líka verið mjög hættulegt.“ Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún segir að Kvennaathvarfið hafi ekki orðið vart við aukningu í þessum málum og að þau hafi ekki endilega átt von á því. „Þessir áhættuþættir eru ekki bara þættir sem spá fyrir um aukið ofbeldi heldur líka auknar hindranir þegar kemur að því að slíta ofbeldissambandi.“ Hún segir ofbeldið geta orðið grófara og hættulegra við þessar aðstæður. „Við höfum áhyggjur á því að það verði það auk þess sem það verður erfiðara að komast í burtu og undankomuleiðirnar eða flóttaleiðir þolenda verða í raun og veru færri.“ Sigþrúður segir mikilvægara nú en nokkru sinni áður að fólk sé á varðbergi og tilkynni ofbeldi við minnsta grun.
Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Heimilisofbeldi Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Sjá meira