Lýsa yfir neyðarástandi í Japan Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2020 10:03 Shinzo Abe er hér lengst til hægri. Hann segist vonast til þess að með því að draga úr samskiptum fólks við aðra um 70 til 80 prósent í tvær vikur, megi svo gott sem stöðva útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. AP/Franck Robichon Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, hefur lýst yfir neyðarástandi þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Nánar tiltekið í Tokyo, Osaka og fimm öðrum stöðum þar sem útbreiðsla kórónuveirunnar er mikil. Samhliða því tilkynnti Abe stóran björgunarpakka til stuðnings fyrirtækjum og fjölskyldum. Björgunarpakkinn samsvarar um 20 prósentum af vergri landsframleiðslu Japan, eða um það bil 990 milljörðum dala, og er það með heimsins stærstu slíku aðgerðum. Til marks um það samsvara björgunaraðgerðir Bandaríkjanna um ellefu prósentum af vergri landsframleiðslu og aðgerðir Þýskalands um fimm prósentum. Meðal annars stendur til að gefa fjölskyldum peninga ef þau hafa orðið eða verða fyrir miklu tekjutapi vegna faraldursins, samkvæmt frétt Japan Times. Þá stendur einnig til að aðstoða fyrirtæki sem verða við tekjutapi að halda fólki í vinnu. Neyðarástandsyfirlýsingin mun veita yfirvöldum meiri völd til að þvinga fólk til að halda sig heima og loka fyrirtækjum og verða í gildi til 6. maí. Um 44 prósent íbúa landsins búa á þeim svæðum þar sem búið er að lýsa yfir neyðarástandi. 3.906 smit hafa geinst í Japan og 92 hafa dáið. Fjölda smitaðra hefur þó verið að fjölga jafnt og þétt á undanförnum vikum. „Það mikilvægasta núna er að hver borgari breyti aðgerðum sínum,“ sagði Abe í kjölfar neyðarástandsyfirlýsingarinnar. „Ef hvert okkar gæti dregið úr samskiptum við aðra um 70 prósent, helst 80 prósent, gætum við náð hámarki smita á tveimur vikum.“ Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Japanir hyggjast lýsa yfir neyðarástandi Skráðum kórónuveirusmitum í landinu hefur fjölgað hægt og bítandi og í gær fóru þau yfir þúsund í höfuðborginni Tókýó. 6. apríl 2020 06:33 Lýsir ekki yfir neyðarástandi en gefur grímur Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, er andsnúinn því að lýsa yfir neyðarástandi þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Þó áköll eftir því verði sífellt háværari hefur Abe staðið fast á sínu. 2. apríl 2020 11:06 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, hefur lýst yfir neyðarástandi þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Nánar tiltekið í Tokyo, Osaka og fimm öðrum stöðum þar sem útbreiðsla kórónuveirunnar er mikil. Samhliða því tilkynnti Abe stóran björgunarpakka til stuðnings fyrirtækjum og fjölskyldum. Björgunarpakkinn samsvarar um 20 prósentum af vergri landsframleiðslu Japan, eða um það bil 990 milljörðum dala, og er það með heimsins stærstu slíku aðgerðum. Til marks um það samsvara björgunaraðgerðir Bandaríkjanna um ellefu prósentum af vergri landsframleiðslu og aðgerðir Þýskalands um fimm prósentum. Meðal annars stendur til að gefa fjölskyldum peninga ef þau hafa orðið eða verða fyrir miklu tekjutapi vegna faraldursins, samkvæmt frétt Japan Times. Þá stendur einnig til að aðstoða fyrirtæki sem verða við tekjutapi að halda fólki í vinnu. Neyðarástandsyfirlýsingin mun veita yfirvöldum meiri völd til að þvinga fólk til að halda sig heima og loka fyrirtækjum og verða í gildi til 6. maí. Um 44 prósent íbúa landsins búa á þeim svæðum þar sem búið er að lýsa yfir neyðarástandi. 3.906 smit hafa geinst í Japan og 92 hafa dáið. Fjölda smitaðra hefur þó verið að fjölga jafnt og þétt á undanförnum vikum. „Það mikilvægasta núna er að hver borgari breyti aðgerðum sínum,“ sagði Abe í kjölfar neyðarástandsyfirlýsingarinnar. „Ef hvert okkar gæti dregið úr samskiptum við aðra um 70 prósent, helst 80 prósent, gætum við náð hámarki smita á tveimur vikum.“
Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Japanir hyggjast lýsa yfir neyðarástandi Skráðum kórónuveirusmitum í landinu hefur fjölgað hægt og bítandi og í gær fóru þau yfir þúsund í höfuðborginni Tókýó. 6. apríl 2020 06:33 Lýsir ekki yfir neyðarástandi en gefur grímur Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, er andsnúinn því að lýsa yfir neyðarástandi þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Þó áköll eftir því verði sífellt háværari hefur Abe staðið fast á sínu. 2. apríl 2020 11:06 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Japanir hyggjast lýsa yfir neyðarástandi Skráðum kórónuveirusmitum í landinu hefur fjölgað hægt og bítandi og í gær fóru þau yfir þúsund í höfuðborginni Tókýó. 6. apríl 2020 06:33
Lýsir ekki yfir neyðarástandi en gefur grímur Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, er andsnúinn því að lýsa yfir neyðarástandi þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Þó áköll eftir því verði sífellt háværari hefur Abe staðið fast á sínu. 2. apríl 2020 11:06