Formaður Svíþjóðardemókrata handtekinn og vísað frá Tyrklandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. mars 2020 14:39 Jimmie Åkesson var á landamærum Tyrklands og Grikklands til að dreifa áróðri til sýrlenskra flóttamanna um að ekki væri pláss fyrir þá í Svíþjóð. Vísir/EPA Tyrkneska lögreglan handtók Jimmie Åkesson, formann öfgahægriflokksins Svíþjóðardemókrata, fyrir að dreifa bæklingum á landamærum Tyrklands og Grikklands án leyfi. Honum hefur jafnframt verið vísað úr landi. Aftonbladet hefur eftir tyrkneskum fjölmiðlum að Åkesson sé nú á leið með flugvél til Kastrup í Kaupmannahöfn og hann sé væntanlegur þar síðdegis. Åkesson hefur verið á ferð í Tyrklandi og dreift bæklingum sem er beint til sýrlenskra flóttamanna þar og fullyrða að Svíþjóð sé „full“. Svíþjóðardemókratar eru andsnúnir innflytjendum og flóttamönnum. Åkesson var harðorður í garð tyrkneskra stjórnvalda eftir að hann var handtekinn. Sagði hann að Tyrkland væri land þar sem fólk væri handtekið og yfirheyrt fyrir að dreifa bæklingum sem ríkið hefði ekki veitt blessun sína fyrir. Neyðarástand hefur ríkt á landamærum Grikklands og Tyrklands undanfarna daga eftir að Recep Erdogan, forseti Tyrklands, ákvað að leyfa sýrlenskum flóttamönnum að reyna að komast yfir landamærin til Evrópu. Grísk stjórnvöld hafa brugðist við með því að loka landamærunum, senda liðsauka her- og lögreglumanna þangað og hætta að taka við hælisumsóknum. Svíþjóð Flóttamenn Tyrkland Grikkland Tengdar fréttir Telja stjórnvöldum ekki stætt á að senda barnafólk til Grikklands Til stendur að vísa að minnsta kosti fimm barnafjölskyldum aftur til Grikklands vegna þess að þær njóta alþjóðlegrar verndar þar. Rauði krossinn á Íslandi telur óboðlegt að senda flóttafólk til Grikklands í ljósi ástandsins þar um þessar mundir. 4. mars 2020 14:09 Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
Tyrkneska lögreglan handtók Jimmie Åkesson, formann öfgahægriflokksins Svíþjóðardemókrata, fyrir að dreifa bæklingum á landamærum Tyrklands og Grikklands án leyfi. Honum hefur jafnframt verið vísað úr landi. Aftonbladet hefur eftir tyrkneskum fjölmiðlum að Åkesson sé nú á leið með flugvél til Kastrup í Kaupmannahöfn og hann sé væntanlegur þar síðdegis. Åkesson hefur verið á ferð í Tyrklandi og dreift bæklingum sem er beint til sýrlenskra flóttamanna þar og fullyrða að Svíþjóð sé „full“. Svíþjóðardemókratar eru andsnúnir innflytjendum og flóttamönnum. Åkesson var harðorður í garð tyrkneskra stjórnvalda eftir að hann var handtekinn. Sagði hann að Tyrkland væri land þar sem fólk væri handtekið og yfirheyrt fyrir að dreifa bæklingum sem ríkið hefði ekki veitt blessun sína fyrir. Neyðarástand hefur ríkt á landamærum Grikklands og Tyrklands undanfarna daga eftir að Recep Erdogan, forseti Tyrklands, ákvað að leyfa sýrlenskum flóttamönnum að reyna að komast yfir landamærin til Evrópu. Grísk stjórnvöld hafa brugðist við með því að loka landamærunum, senda liðsauka her- og lögreglumanna þangað og hætta að taka við hælisumsóknum.
Svíþjóð Flóttamenn Tyrkland Grikkland Tengdar fréttir Telja stjórnvöldum ekki stætt á að senda barnafólk til Grikklands Til stendur að vísa að minnsta kosti fimm barnafjölskyldum aftur til Grikklands vegna þess að þær njóta alþjóðlegrar verndar þar. Rauði krossinn á Íslandi telur óboðlegt að senda flóttafólk til Grikklands í ljósi ástandsins þar um þessar mundir. 4. mars 2020 14:09 Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
Telja stjórnvöldum ekki stætt á að senda barnafólk til Grikklands Til stendur að vísa að minnsta kosti fimm barnafjölskyldum aftur til Grikklands vegna þess að þær njóta alþjóðlegrar verndar þar. Rauði krossinn á Íslandi telur óboðlegt að senda flóttafólk til Grikklands í ljósi ástandsins þar um þessar mundir. 4. mars 2020 14:09
Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13
Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21