Framhaldsskóli á krossgötum - í andbyr leynast tækifæri! Ólafur Haukur Johnson skrifar 7. apríl 2020 07:30 Þetta eru einkennilegir tímar í framhaldsskólunum. COVID-19 hefur truflað hefðbundið starf. Skólunum hefur verið lokað og því fer engin staðbundin kennsla þar fram þessa dagana. Ástandið er því vægast sagt dapurlegt. Bjarta hliðin er þó sú að þegar óviðriðinu slotar eru mikil tækifæri til farsælla og tímabærra breytinga á skólastarfinu. Í flestum framhaldsskólum er staðan sú að ólíklegt er að starfinu verði lokið með eðlilegum hætti þennan veturinn. Það á þó sem betur fer ekki við í öllum skólum enda eru möguleikarnir misgóðir til að takast á við vandann sem fylgir ástandinu. Ræðst það aðallega af stöðu tæknilausna sem teknar hafa verið upp. Einhverjir skólar standa vel og eru búnir nýjustu tækni. Aðrir skólar notast við ófullkomna og úrelta tækni til samskipta við nemendur eins og tölvupóst og námsumsjónarkerfi (Innu, Moodle). Aðrir nota fjarfundakerfi ýmis konar (Teams, Zoom) sem bjóða upp á persónulegri samskipti. Allar eru þessar lausnir þó fremur ófullkomnar enda ekki ætlaðar til samskipta í skólastarfi við aðstæður líkar þeim sem við búum við núna. Þeir skólar sem best standa höfðu fyrir lokun skólanna og fyrir COVID-19 tekið í notkun nútíma kennslustofuforrit (Google, Apple, Microsoft eða sambærilegar lausnir). Þessi forrit gera samskipti kennara og nemenda persónuleg og auðveld. Auk þess að auðvelda samskipti er einfalt að leggja verkefni fyrir nemendur og prófa kunnáttu þeirra. Þeir skólar sem nýta þessa einföldu tækni eru nú betur undir það búnir að ljúka skólastarfi vetrarins með (næstum!) eðlilegum hætti. Verknámskennsla líður meira fyrir ástandið en bóklegi hluti námsins og er því miður ekki auðleyst með þeim tækninýjungum sem hér hafa verið nefndar. Sú kennsla verður sem fyrr best leyst með viðeigandi aðstöðu á kennslusvæði undir handleiðslu kennara. Búið er að ákveða hvernig ljúka eigi verknámi með viðunandi hætti þetta vor. Vonandi gengur það farsællega eftir. Mikilvægt er að menntayfirvöld, skólastjórnendur og kennarar nýti þennan undarlega tíma í skólastarfinu til að líta í eigin barm og hugleiði það sem betur má fara. Það má ekki gerast, þegar þessu tímabili líkur, að þessir ábyrgðaraðilar snúi til fyrri vinnubragða og láti eins og ekkert hafi í skorist. Framhaldsskólinn má ekki lenda aftur í viðlíka vanda og hann er í nú. Til þess að forða því þarf að fara fram endurskoðun á kennsluháttum, kennsluaðferðum kennara og nýtingu tæknilegra lausna í skólastarfi. Þar má margt bæta. Vert er að hafa í huga að farsæl innleiðing nýjustu tækni, samhliða breytingum á kennsluháttum, mun auka afköst í öllu skólastarfi og gera það skemmtilegra til framtíðar. Það skiptir nemendur, þá sem málið snýst um að þjóna sem best, öllu máli. Það mun einnig gera starf kennara og skólastjórnenda viðráðanlegra og skemmtilegra. Allir vinna við þær mikilvægu breytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Haukur Johnson Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þetta eru einkennilegir tímar í framhaldsskólunum. COVID-19 hefur truflað hefðbundið starf. Skólunum hefur verið lokað og því fer engin staðbundin kennsla þar fram þessa dagana. Ástandið er því vægast sagt dapurlegt. Bjarta hliðin er þó sú að þegar óviðriðinu slotar eru mikil tækifæri til farsælla og tímabærra breytinga á skólastarfinu. Í flestum framhaldsskólum er staðan sú að ólíklegt er að starfinu verði lokið með eðlilegum hætti þennan veturinn. Það á þó sem betur fer ekki við í öllum skólum enda eru möguleikarnir misgóðir til að takast á við vandann sem fylgir ástandinu. Ræðst það aðallega af stöðu tæknilausna sem teknar hafa verið upp. Einhverjir skólar standa vel og eru búnir nýjustu tækni. Aðrir skólar notast við ófullkomna og úrelta tækni til samskipta við nemendur eins og tölvupóst og námsumsjónarkerfi (Innu, Moodle). Aðrir nota fjarfundakerfi ýmis konar (Teams, Zoom) sem bjóða upp á persónulegri samskipti. Allar eru þessar lausnir þó fremur ófullkomnar enda ekki ætlaðar til samskipta í skólastarfi við aðstæður líkar þeim sem við búum við núna. Þeir skólar sem best standa höfðu fyrir lokun skólanna og fyrir COVID-19 tekið í notkun nútíma kennslustofuforrit (Google, Apple, Microsoft eða sambærilegar lausnir). Þessi forrit gera samskipti kennara og nemenda persónuleg og auðveld. Auk þess að auðvelda samskipti er einfalt að leggja verkefni fyrir nemendur og prófa kunnáttu þeirra. Þeir skólar sem nýta þessa einföldu tækni eru nú betur undir það búnir að ljúka skólastarfi vetrarins með (næstum!) eðlilegum hætti. Verknámskennsla líður meira fyrir ástandið en bóklegi hluti námsins og er því miður ekki auðleyst með þeim tækninýjungum sem hér hafa verið nefndar. Sú kennsla verður sem fyrr best leyst með viðeigandi aðstöðu á kennslusvæði undir handleiðslu kennara. Búið er að ákveða hvernig ljúka eigi verknámi með viðunandi hætti þetta vor. Vonandi gengur það farsællega eftir. Mikilvægt er að menntayfirvöld, skólastjórnendur og kennarar nýti þennan undarlega tíma í skólastarfinu til að líta í eigin barm og hugleiði það sem betur má fara. Það má ekki gerast, þegar þessu tímabili líkur, að þessir ábyrgðaraðilar snúi til fyrri vinnubragða og láti eins og ekkert hafi í skorist. Framhaldsskólinn má ekki lenda aftur í viðlíka vanda og hann er í nú. Til þess að forða því þarf að fara fram endurskoðun á kennsluháttum, kennsluaðferðum kennara og nýtingu tæknilegra lausna í skólastarfi. Þar má margt bæta. Vert er að hafa í huga að farsæl innleiðing nýjustu tækni, samhliða breytingum á kennsluháttum, mun auka afköst í öllu skólastarfi og gera það skemmtilegra til framtíðar. Það skiptir nemendur, þá sem málið snýst um að þjóna sem best, öllu máli. Það mun einnig gera starf kennara og skólastjórnenda viðráðanlegra og skemmtilegra. Allir vinna við þær mikilvægu breytingar.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun