Von á 50 þúsund pökkum af illfáanlega malaríulyfinu til landsins í dag Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2020 11:58 Von er á því að 50 þúsund pakkar af malaríulyfinu Chloroquine komi til landsins síðar í dag. Um er að ræða gjöf til Landspítalans frá lyfjafyrirtækinu Alvogen sem vonast er til að muni nýtast til meðferðar á Covid-19. Sendingin kemur alla leið frá Indlandi þar sem lyfin voru framleidd en þau eru nú orðin illfáanleg vegna mikillar eftirspurnar. Lyfið hefur verið notað víða um heim og meðal annars verið gefið Covid-19 sjúklingum á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Útgöngubann og útflutningsbann hafði áhrif „Þetta er búin að vera mikil og löng ferðasaga frá því að við keyptum lyfið fyrir rúmum tveimur vikum síðan,“ sagði Róbert Wessmann, forstjóri Alvogen, í samtali við Bítismenn í morgun. Sjá einnig: Gefa Landspítala 50 þúsund skammta af malaríulyfi til meðferðar á veirusýktum Útgöngubann sem var sett á í Indlandi um það leyti sem sendingin fór af stað setti strik í reikninginn og var upphaflega erfitt að koma henni út á flugvöll. „Við fengum utanríkisráðherra og sendiherra Íslands á Indlandi Guðmund Árna til að hjálpa okkur að koma vörunni þangað en það tók viku að fá heimild lögreglu til að fá að keyra vöruna út á flugvöll.“ Bannað að flytja lyfið úr landi Þegar forsvarsmenn Alvogen töldu að allt væri frágengið varð svo allt stopp aftur. „Það var svo fyrir viku síðan að við töldum þetta nú klárt og búin að tollafgreiða vöruna og biðum eftir að hún færi í flutning. En þá svona hálftíma seinna er hringt og búið að afturkalla tollafgreiðsluna og í raun og veru búið að tilkynna okkur að það sé búið að banna það að flytja þetta lyf út úr Indlandi. Einfaldlega vegna þess að öll framleiðslan eigi að notast fyrir Indverja.“ Þá voru góð ráð dýr en aftur var óskað eftir aðstoð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Guðmundar Árna Stefánssonar, sendiherra Íslands á Indlandi. Með hjálp þeirra og annarra tókst að sögn Róberts að fá vöruna tollafgreidda aftur eftir um viku. „Við tókum vöruna með fyrsta flugi út úr Indlandi eitthvert og það var til Mið-Austurlanda og þaðan flugum við vörunni til Amsterdam.“ Var sendingunni síðan keyrt til Belgíu þar sem henni verður komið fyrir í flugvél sem flýgur beint til Íslands síðar í dag. Víða uppselt í heiminum Líkt og Róbert reiknaði með er malaríulyfið nú orðið illfáanlegt víða. „Þetta var svolítið kapphlaup við tímann að tryggja Íslandi þennan skammt áður en lyfið varð uppselt. Það er orðið illfáanlegt í Evrópu og í Bandaríkjunum og það er mjög ánægjulegt að þetta hafi gengið.“ Hann segir að niðurstöður lítilla rannsókna bendi til þess að lyfið gagnist við meðferð á Covid-19. Þó er enn beðið niðurstöðu úr stærri rannsóknum og því ekki endanlega hægt að fullyrða um virknina. „Það er búið að gera um ellefu litlar stúdíur á því og það klárlega sýnir virkni í þeim stúdíum. Þetta lyf er notað núna mjög víða í Evrópu og í Bandaríkjunum sem meðhöndlun við Covid en það er ekki búið að klára formlega stóra stúdíu sem er gert undir venjulegum kringumstæðum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Lyf Bítið Tengdar fréttir Gefa Landspítala 50 þúsund skammta af malaríulyfi til meðferðar á veirusýktum Lyfjafyrirtækið Alvogen hyggst gefa Landspítalanum 50 þúsund skammta af malaríulyfinu Hydroxychloroquine. 31. mars 2020 07:52 Norðmenn prófa lyf við kórónuveirunni Um er að ræða þrjú lyf. Mestar vonir eru bundnar við malaríulyfið Plaquenil. 29. mars 2020 09:45 Sjúklingum með kórónuveiruna gefið malaríulyf á Landspítala Mikill skortur er nú á nauðsynlegum hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk víða um heim en að sögn Bryndísar Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknis þarf ekki að hafa áhyggjur af skorti hér á landi eins og staðan er í dag. 25. mars 2020 12:32 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Sjá meira
Von er á því að 50 þúsund pakkar af malaríulyfinu Chloroquine komi til landsins síðar í dag. Um er að ræða gjöf til Landspítalans frá lyfjafyrirtækinu Alvogen sem vonast er til að muni nýtast til meðferðar á Covid-19. Sendingin kemur alla leið frá Indlandi þar sem lyfin voru framleidd en þau eru nú orðin illfáanleg vegna mikillar eftirspurnar. Lyfið hefur verið notað víða um heim og meðal annars verið gefið Covid-19 sjúklingum á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Útgöngubann og útflutningsbann hafði áhrif „Þetta er búin að vera mikil og löng ferðasaga frá því að við keyptum lyfið fyrir rúmum tveimur vikum síðan,“ sagði Róbert Wessmann, forstjóri Alvogen, í samtali við Bítismenn í morgun. Sjá einnig: Gefa Landspítala 50 þúsund skammta af malaríulyfi til meðferðar á veirusýktum Útgöngubann sem var sett á í Indlandi um það leyti sem sendingin fór af stað setti strik í reikninginn og var upphaflega erfitt að koma henni út á flugvöll. „Við fengum utanríkisráðherra og sendiherra Íslands á Indlandi Guðmund Árna til að hjálpa okkur að koma vörunni þangað en það tók viku að fá heimild lögreglu til að fá að keyra vöruna út á flugvöll.“ Bannað að flytja lyfið úr landi Þegar forsvarsmenn Alvogen töldu að allt væri frágengið varð svo allt stopp aftur. „Það var svo fyrir viku síðan að við töldum þetta nú klárt og búin að tollafgreiða vöruna og biðum eftir að hún færi í flutning. En þá svona hálftíma seinna er hringt og búið að afturkalla tollafgreiðsluna og í raun og veru búið að tilkynna okkur að það sé búið að banna það að flytja þetta lyf út úr Indlandi. Einfaldlega vegna þess að öll framleiðslan eigi að notast fyrir Indverja.“ Þá voru góð ráð dýr en aftur var óskað eftir aðstoð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Guðmundar Árna Stefánssonar, sendiherra Íslands á Indlandi. Með hjálp þeirra og annarra tókst að sögn Róberts að fá vöruna tollafgreidda aftur eftir um viku. „Við tókum vöruna með fyrsta flugi út úr Indlandi eitthvert og það var til Mið-Austurlanda og þaðan flugum við vörunni til Amsterdam.“ Var sendingunni síðan keyrt til Belgíu þar sem henni verður komið fyrir í flugvél sem flýgur beint til Íslands síðar í dag. Víða uppselt í heiminum Líkt og Róbert reiknaði með er malaríulyfið nú orðið illfáanlegt víða. „Þetta var svolítið kapphlaup við tímann að tryggja Íslandi þennan skammt áður en lyfið varð uppselt. Það er orðið illfáanlegt í Evrópu og í Bandaríkjunum og það er mjög ánægjulegt að þetta hafi gengið.“ Hann segir að niðurstöður lítilla rannsókna bendi til þess að lyfið gagnist við meðferð á Covid-19. Þó er enn beðið niðurstöðu úr stærri rannsóknum og því ekki endanlega hægt að fullyrða um virknina. „Það er búið að gera um ellefu litlar stúdíur á því og það klárlega sýnir virkni í þeim stúdíum. Þetta lyf er notað núna mjög víða í Evrópu og í Bandaríkjunum sem meðhöndlun við Covid en það er ekki búið að klára formlega stóra stúdíu sem er gert undir venjulegum kringumstæðum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Lyf Bítið Tengdar fréttir Gefa Landspítala 50 þúsund skammta af malaríulyfi til meðferðar á veirusýktum Lyfjafyrirtækið Alvogen hyggst gefa Landspítalanum 50 þúsund skammta af malaríulyfinu Hydroxychloroquine. 31. mars 2020 07:52 Norðmenn prófa lyf við kórónuveirunni Um er að ræða þrjú lyf. Mestar vonir eru bundnar við malaríulyfið Plaquenil. 29. mars 2020 09:45 Sjúklingum með kórónuveiruna gefið malaríulyf á Landspítala Mikill skortur er nú á nauðsynlegum hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk víða um heim en að sögn Bryndísar Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknis þarf ekki að hafa áhyggjur af skorti hér á landi eins og staðan er í dag. 25. mars 2020 12:32 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Sjá meira
Gefa Landspítala 50 þúsund skammta af malaríulyfi til meðferðar á veirusýktum Lyfjafyrirtækið Alvogen hyggst gefa Landspítalanum 50 þúsund skammta af malaríulyfinu Hydroxychloroquine. 31. mars 2020 07:52
Norðmenn prófa lyf við kórónuveirunni Um er að ræða þrjú lyf. Mestar vonir eru bundnar við malaríulyfið Plaquenil. 29. mars 2020 09:45
Sjúklingum með kórónuveiruna gefið malaríulyf á Landspítala Mikill skortur er nú á nauðsynlegum hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk víða um heim en að sögn Bryndísar Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknis þarf ekki að hafa áhyggjur af skorti hér á landi eins og staðan er í dag. 25. mars 2020 12:32