Finnst ekki við hæfi að bera andlitsgrímu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. apríl 2020 17:43 Staðfest smit eru alls 290 þúsund í Bandaríkjunum. AP/Alex Brandon Tæplega 1.500 manns létust af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær. Er þetta mannskæðasti sólarhringurinn frá upphafi faraldursins þar í landi. Ríkisstjóri New York ríkis segir að brátt verði það uppiskroppa með öndunarvélar. Alls hafa nú ríflega 7.400 manns látist úr veirunni í Bandaríkjunum og þarf af tæp 1.900 í New York þar sem staðan er einna verst. Flest tilfelli kórónuveirunnar greinast nú í Bandaríkjunum og eru staðfest smit þar alls 290 þúsund. Ríkisstjórn Trumps hefur beint því til borgara að nota klúta eða grímu til að hylja vit sín. Eru þessi tilmæli skref í því að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Forsetinn segir þetta valfrjálsa aðgerð en sjálfur ætli hann ekki að taka upp á slíku. „Þetta er valfrjálst. Ég mun líklega ekki gera það. Ég sit á forsetaskrifstofunni við fallega skrifborðið þar og finnst ekki við hæfi að ég sé með andlitsgrímu þegar ég býð velkomna forseta, forsætisráðherra, einræðisherra, konunga og drottningar. Ég sé mig ekki í þeirri stöðu,“ sagði Donald Trump. Líkt og áður segir er staðan í Bandaríkjunum einna verst í New York. Ríkisstjórinn Andrew Cumo segir að brátt verði ríkið uppiskroppa með öndunarvélar. Þegar Trump var spurður hvort hann ætlaði að tryggja að New York hefði nægilega margar vélar sagði hann að ríkið ætti að vera vel sett. Bætti hann því við að New York ríki hefði haft tækifæri í gegnum tíðina til að panta öndunarvélar. „Þeir höfðu tækifæri til að panta öndunarvélar í áranna rás. En þeir kusu að gera það ekki. Við vorum til staðar og hjálpuðum þeim. Ríkisstjóri New York ríkis er þakklátur fyrir hjálpina. Við eigum alríkisbirgðir. Við getum notað þær fyrir ríkin eða okkur sjálf. Alríkisstjórnin notar þær,“ sagði Donald Trump. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin sökuð um rán á grímum Skortur á öndunarvélum og hlífðarbúnaði eins og grímum og hönskum hefur leitt til deilna milli ríkja. 4. apríl 2020 08:28 Á annað þúsund látnir í Bandaríkjunum á einum sólarhring Síðasta sólarhring létu 1.169 manns lífið í Bandaríkunum af völdum sjúkdómsins Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri en þúsund manns láta lífið af völdum sjúkdómsins í sama landi á einum sólarhring. 3. apríl 2020 06:26 Sjá fram á alvarlegan öndunarvélaskort og grípa til harðari aðgerða Yfirvöld í New York ríki reyna nú að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu eins og mögulegt er, en smitum fjölgar hratt. 2. apríl 2020 23:12 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Sjá meira
Tæplega 1.500 manns létust af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær. Er þetta mannskæðasti sólarhringurinn frá upphafi faraldursins þar í landi. Ríkisstjóri New York ríkis segir að brátt verði það uppiskroppa með öndunarvélar. Alls hafa nú ríflega 7.400 manns látist úr veirunni í Bandaríkjunum og þarf af tæp 1.900 í New York þar sem staðan er einna verst. Flest tilfelli kórónuveirunnar greinast nú í Bandaríkjunum og eru staðfest smit þar alls 290 þúsund. Ríkisstjórn Trumps hefur beint því til borgara að nota klúta eða grímu til að hylja vit sín. Eru þessi tilmæli skref í því að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Forsetinn segir þetta valfrjálsa aðgerð en sjálfur ætli hann ekki að taka upp á slíku. „Þetta er valfrjálst. Ég mun líklega ekki gera það. Ég sit á forsetaskrifstofunni við fallega skrifborðið þar og finnst ekki við hæfi að ég sé með andlitsgrímu þegar ég býð velkomna forseta, forsætisráðherra, einræðisherra, konunga og drottningar. Ég sé mig ekki í þeirri stöðu,“ sagði Donald Trump. Líkt og áður segir er staðan í Bandaríkjunum einna verst í New York. Ríkisstjórinn Andrew Cumo segir að brátt verði ríkið uppiskroppa með öndunarvélar. Þegar Trump var spurður hvort hann ætlaði að tryggja að New York hefði nægilega margar vélar sagði hann að ríkið ætti að vera vel sett. Bætti hann því við að New York ríki hefði haft tækifæri í gegnum tíðina til að panta öndunarvélar. „Þeir höfðu tækifæri til að panta öndunarvélar í áranna rás. En þeir kusu að gera það ekki. Við vorum til staðar og hjálpuðum þeim. Ríkisstjóri New York ríkis er þakklátur fyrir hjálpina. Við eigum alríkisbirgðir. Við getum notað þær fyrir ríkin eða okkur sjálf. Alríkisstjórnin notar þær,“ sagði Donald Trump.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin sökuð um rán á grímum Skortur á öndunarvélum og hlífðarbúnaði eins og grímum og hönskum hefur leitt til deilna milli ríkja. 4. apríl 2020 08:28 Á annað þúsund látnir í Bandaríkjunum á einum sólarhring Síðasta sólarhring létu 1.169 manns lífið í Bandaríkunum af völdum sjúkdómsins Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri en þúsund manns láta lífið af völdum sjúkdómsins í sama landi á einum sólarhring. 3. apríl 2020 06:26 Sjá fram á alvarlegan öndunarvélaskort og grípa til harðari aðgerða Yfirvöld í New York ríki reyna nú að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu eins og mögulegt er, en smitum fjölgar hratt. 2. apríl 2020 23:12 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Sjá meira
Bandaríkin sökuð um rán á grímum Skortur á öndunarvélum og hlífðarbúnaði eins og grímum og hönskum hefur leitt til deilna milli ríkja. 4. apríl 2020 08:28
Á annað þúsund látnir í Bandaríkjunum á einum sólarhring Síðasta sólarhring létu 1.169 manns lífið í Bandaríkunum af völdum sjúkdómsins Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri en þúsund manns láta lífið af völdum sjúkdómsins í sama landi á einum sólarhring. 3. apríl 2020 06:26
Sjá fram á alvarlegan öndunarvélaskort og grípa til harðari aðgerða Yfirvöld í New York ríki reyna nú að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu eins og mögulegt er, en smitum fjölgar hratt. 2. apríl 2020 23:12