Finnst ekki við hæfi að bera andlitsgrímu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. apríl 2020 17:43 Staðfest smit eru alls 290 þúsund í Bandaríkjunum. AP/Alex Brandon Tæplega 1.500 manns létust af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær. Er þetta mannskæðasti sólarhringurinn frá upphafi faraldursins þar í landi. Ríkisstjóri New York ríkis segir að brátt verði það uppiskroppa með öndunarvélar. Alls hafa nú ríflega 7.400 manns látist úr veirunni í Bandaríkjunum og þarf af tæp 1.900 í New York þar sem staðan er einna verst. Flest tilfelli kórónuveirunnar greinast nú í Bandaríkjunum og eru staðfest smit þar alls 290 þúsund. Ríkisstjórn Trumps hefur beint því til borgara að nota klúta eða grímu til að hylja vit sín. Eru þessi tilmæli skref í því að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Forsetinn segir þetta valfrjálsa aðgerð en sjálfur ætli hann ekki að taka upp á slíku. „Þetta er valfrjálst. Ég mun líklega ekki gera það. Ég sit á forsetaskrifstofunni við fallega skrifborðið þar og finnst ekki við hæfi að ég sé með andlitsgrímu þegar ég býð velkomna forseta, forsætisráðherra, einræðisherra, konunga og drottningar. Ég sé mig ekki í þeirri stöðu,“ sagði Donald Trump. Líkt og áður segir er staðan í Bandaríkjunum einna verst í New York. Ríkisstjórinn Andrew Cumo segir að brátt verði ríkið uppiskroppa með öndunarvélar. Þegar Trump var spurður hvort hann ætlaði að tryggja að New York hefði nægilega margar vélar sagði hann að ríkið ætti að vera vel sett. Bætti hann því við að New York ríki hefði haft tækifæri í gegnum tíðina til að panta öndunarvélar. „Þeir höfðu tækifæri til að panta öndunarvélar í áranna rás. En þeir kusu að gera það ekki. Við vorum til staðar og hjálpuðum þeim. Ríkisstjóri New York ríkis er þakklátur fyrir hjálpina. Við eigum alríkisbirgðir. Við getum notað þær fyrir ríkin eða okkur sjálf. Alríkisstjórnin notar þær,“ sagði Donald Trump. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin sökuð um rán á grímum Skortur á öndunarvélum og hlífðarbúnaði eins og grímum og hönskum hefur leitt til deilna milli ríkja. 4. apríl 2020 08:28 Á annað þúsund látnir í Bandaríkjunum á einum sólarhring Síðasta sólarhring létu 1.169 manns lífið í Bandaríkunum af völdum sjúkdómsins Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri en þúsund manns láta lífið af völdum sjúkdómsins í sama landi á einum sólarhring. 3. apríl 2020 06:26 Sjá fram á alvarlegan öndunarvélaskort og grípa til harðari aðgerða Yfirvöld í New York ríki reyna nú að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu eins og mögulegt er, en smitum fjölgar hratt. 2. apríl 2020 23:12 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Tæplega 1.500 manns létust af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum í gær. Er þetta mannskæðasti sólarhringurinn frá upphafi faraldursins þar í landi. Ríkisstjóri New York ríkis segir að brátt verði það uppiskroppa með öndunarvélar. Alls hafa nú ríflega 7.400 manns látist úr veirunni í Bandaríkjunum og þarf af tæp 1.900 í New York þar sem staðan er einna verst. Flest tilfelli kórónuveirunnar greinast nú í Bandaríkjunum og eru staðfest smit þar alls 290 þúsund. Ríkisstjórn Trumps hefur beint því til borgara að nota klúta eða grímu til að hylja vit sín. Eru þessi tilmæli skref í því að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Forsetinn segir þetta valfrjálsa aðgerð en sjálfur ætli hann ekki að taka upp á slíku. „Þetta er valfrjálst. Ég mun líklega ekki gera það. Ég sit á forsetaskrifstofunni við fallega skrifborðið þar og finnst ekki við hæfi að ég sé með andlitsgrímu þegar ég býð velkomna forseta, forsætisráðherra, einræðisherra, konunga og drottningar. Ég sé mig ekki í þeirri stöðu,“ sagði Donald Trump. Líkt og áður segir er staðan í Bandaríkjunum einna verst í New York. Ríkisstjórinn Andrew Cumo segir að brátt verði ríkið uppiskroppa með öndunarvélar. Þegar Trump var spurður hvort hann ætlaði að tryggja að New York hefði nægilega margar vélar sagði hann að ríkið ætti að vera vel sett. Bætti hann því við að New York ríki hefði haft tækifæri í gegnum tíðina til að panta öndunarvélar. „Þeir höfðu tækifæri til að panta öndunarvélar í áranna rás. En þeir kusu að gera það ekki. Við vorum til staðar og hjálpuðum þeim. Ríkisstjóri New York ríkis er þakklátur fyrir hjálpina. Við eigum alríkisbirgðir. Við getum notað þær fyrir ríkin eða okkur sjálf. Alríkisstjórnin notar þær,“ sagði Donald Trump.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin sökuð um rán á grímum Skortur á öndunarvélum og hlífðarbúnaði eins og grímum og hönskum hefur leitt til deilna milli ríkja. 4. apríl 2020 08:28 Á annað þúsund látnir í Bandaríkjunum á einum sólarhring Síðasta sólarhring létu 1.169 manns lífið í Bandaríkunum af völdum sjúkdómsins Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri en þúsund manns láta lífið af völdum sjúkdómsins í sama landi á einum sólarhring. 3. apríl 2020 06:26 Sjá fram á alvarlegan öndunarvélaskort og grípa til harðari aðgerða Yfirvöld í New York ríki reyna nú að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu eins og mögulegt er, en smitum fjölgar hratt. 2. apríl 2020 23:12 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Bandaríkin sökuð um rán á grímum Skortur á öndunarvélum og hlífðarbúnaði eins og grímum og hönskum hefur leitt til deilna milli ríkja. 4. apríl 2020 08:28
Á annað þúsund látnir í Bandaríkjunum á einum sólarhring Síðasta sólarhring létu 1.169 manns lífið í Bandaríkunum af völdum sjúkdómsins Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri en þúsund manns láta lífið af völdum sjúkdómsins í sama landi á einum sólarhring. 3. apríl 2020 06:26
Sjá fram á alvarlegan öndunarvélaskort og grípa til harðari aðgerða Yfirvöld í New York ríki reyna nú að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu eins og mögulegt er, en smitum fjölgar hratt. 2. apríl 2020 23:12