„Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær“ Sigurgeir Garðarsson skrifar 6. mars 2020 14:00 Öryggi er ein af grundvallarþörfum mannsins og ef okkur líður eins og við séum ekki örugg fer okkur að líða illa. Flestir eru sammála því að fólki líður ágætlega þegar dagsbirtan er annars vegar en þegar myrkva tekur verður fólk varara um sig. Ef þetta er rétt þá má segja að á þjóðveginum um Súðavíkurhlíð ríki eilíft myrkur því að fólk þarf alltaf að hafa varann á. Það sem af er vetri hef ég ekki tölu á því hversu oft ég hef lesið tilkynningar sem segja að vegurinn um Súðavíkuhlíð sé lokaður vegna snjóflóðahættu eða að sé lokaður vegna þess að snjóflóð hafi fallið. Takið þó eftir að ég minnist einungis á snjóflóð eða snjóflóðahættu, grjóthrun er síðan annar tebolli sem þarf líka að hafa áhyggjur af. Einn daginn mun alvarlegt slys eiga sér stað á þessum vegi, og spurningin er ekki hvort, heldur hvenær. Eins leiðinlegt og það er þá virðumst við alltaf þurfa að brenna okkur á eldinum áður en við slökkvum hann. Hefðu ráðherrar skipað starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðanna þann 14. Janúar ef ekki hefði fallið snjóflóð? Þarf að verða slys á Súðavíkurhlíð til þess að ráðist verði í að gera göng á milli? Hvaða manneskja vill búa á stað þar sem henni finnst hún ekki vera örugg? Við vitum öll svarið við þeirri spurningu. Eins og staðan er í dag, þá býr fólk við óöryggi, óöryggi við það að komast leiða sinna, óöryggi við að fá þá þjónustu sem það þarf, óöryggi við að sækja læknisaðstoð, óöryggi við að sækja vinnu, óöryggi að búa þar sem það býr. Svona gæti ég lengi talið upp, en spurningin er: Hversu lengi á þetta óöryggi að líðast? Göng milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar snúast um öryggi gagnvart svo ótrúlega mörgum þáttum, ekki bara að fólk, bílar og vörur komist öruggt leiða sinna. Þau snúast líka um að atvinnuuppbygging getur ekki átt sér stað nema með tilkomu þessara ganga. Fólksfjölgun er lítil sem engin því hver vill búa á stað þar sem litla sem enga vinnu er að hafa. Þetta óöryggi hefur keðjuverkandi neikvæð áhrif á líf fólks og samfélagið, mín ósk er að dæminu verði snúið við. Hvernig hljómar öryggi, jákvæð keðjuverkandi áhrif á líf fólks og samfélagið? Með þessum skrifum langar mig að biðla til þeirra sem ráða að veita okkur Vestfirðingum sem og öðrum landsmönnum það öryggi sem allir eiga skilið. Þá vil ég einnig eindregið hvetja fólk til þess að skrifa undir þessa áskorun hér. Höfundur er 24 ára gamall Súðvíkingur sem ber í brjósti sér hagsmuni síns heimafólks, Vestfirðinga og allra þeirra sem eiga leið um eða koma til með að eiga leið um svæðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Súðavíkurhreppur Samgöngur Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Öryggi er ein af grundvallarþörfum mannsins og ef okkur líður eins og við séum ekki örugg fer okkur að líða illa. Flestir eru sammála því að fólki líður ágætlega þegar dagsbirtan er annars vegar en þegar myrkva tekur verður fólk varara um sig. Ef þetta er rétt þá má segja að á þjóðveginum um Súðavíkurhlíð ríki eilíft myrkur því að fólk þarf alltaf að hafa varann á. Það sem af er vetri hef ég ekki tölu á því hversu oft ég hef lesið tilkynningar sem segja að vegurinn um Súðavíkuhlíð sé lokaður vegna snjóflóðahættu eða að sé lokaður vegna þess að snjóflóð hafi fallið. Takið þó eftir að ég minnist einungis á snjóflóð eða snjóflóðahættu, grjóthrun er síðan annar tebolli sem þarf líka að hafa áhyggjur af. Einn daginn mun alvarlegt slys eiga sér stað á þessum vegi, og spurningin er ekki hvort, heldur hvenær. Eins leiðinlegt og það er þá virðumst við alltaf þurfa að brenna okkur á eldinum áður en við slökkvum hann. Hefðu ráðherrar skipað starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðanna þann 14. Janúar ef ekki hefði fallið snjóflóð? Þarf að verða slys á Súðavíkurhlíð til þess að ráðist verði í að gera göng á milli? Hvaða manneskja vill búa á stað þar sem henni finnst hún ekki vera örugg? Við vitum öll svarið við þeirri spurningu. Eins og staðan er í dag, þá býr fólk við óöryggi, óöryggi við það að komast leiða sinna, óöryggi við að fá þá þjónustu sem það þarf, óöryggi við að sækja læknisaðstoð, óöryggi við að sækja vinnu, óöryggi að búa þar sem það býr. Svona gæti ég lengi talið upp, en spurningin er: Hversu lengi á þetta óöryggi að líðast? Göng milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar snúast um öryggi gagnvart svo ótrúlega mörgum þáttum, ekki bara að fólk, bílar og vörur komist öruggt leiða sinna. Þau snúast líka um að atvinnuuppbygging getur ekki átt sér stað nema með tilkomu þessara ganga. Fólksfjölgun er lítil sem engin því hver vill búa á stað þar sem litla sem enga vinnu er að hafa. Þetta óöryggi hefur keðjuverkandi neikvæð áhrif á líf fólks og samfélagið, mín ósk er að dæminu verði snúið við. Hvernig hljómar öryggi, jákvæð keðjuverkandi áhrif á líf fólks og samfélagið? Með þessum skrifum langar mig að biðla til þeirra sem ráða að veita okkur Vestfirðingum sem og öðrum landsmönnum það öryggi sem allir eiga skilið. Þá vil ég einnig eindregið hvetja fólk til þess að skrifa undir þessa áskorun hér. Höfundur er 24 ára gamall Súðvíkingur sem ber í brjósti sér hagsmuni síns heimafólks, Vestfirðinga og allra þeirra sem eiga leið um eða koma til með að eiga leið um svæðið.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun