Lífið

Ástralir vilja sjá Eurovision á Íslandi

Andri Eysteinsson skrifar
Kate MIller-Heidke flutti framlag Ástralíu í Eurovision í Tel Aviv 2019.
Kate MIller-Heidke flutti framlag Ástralíu í Eurovision í Tel Aviv 2019. Getty/Michael Campanella

Vinni Ástralir söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva gæti svo orðið að Ísland muni fá það hlutskipti að halda keppnina en Viðskiptablaðið greindi í dag frá því að Ástralir hafi sent RÚV beiðni þess efnis. Kostnaður sem félli á Ísland yrði um 300 milljónir króna.

Þetta kemur fram í fundargerðum stjórnar RÚV sem Viðskiptablaðið hefur fengið afhent eftir nokkra baráttu.

Í frétt Viðskiptablaðsins segir að stjórn RÚV hafi borist beiðni í maí 2018 og hafi verið rætt við borgarstjóra og ráðherra sem eru sögð jákvæð í garð hugmyndarinnar. Fram kemur að ef svo yrði að Ástralir ynnu Eurovision og keppnin ári síðar yrði haldin hér á landi myndi Ástralía standa straum af meginhluta kostnaðar við það að halda keppnina. Gert væri þó ráð fyrir 2 milljóna evra skuldbindingu frá Íslandi, andvirði um 300 milljóna króna á núverandi gengi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×