Drápu ungbörn og mæður í árás á sjúkrahús í Kabúl Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2020 20:31 Afganskur hermaður heldur á ungbarni við sjúkrahús Lækna án landamæra í Kabúl í morgun. Ekki er ljóst hvort að barnið var sært en tvö börn voru drepin og ellefu konur. Vísir/EPA Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið. Fimmtán til viðbótar eru sárir, þar á meðal nokkur börn, en sérsveitir afganska hersins bjargaði um hundrað konum og börnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alþjóðasamtökin Læknar án landamæra reka fæðingardeildina og eru sumir þeirra sem þar starfa erlendir. Nokkrir byssumenn eru sagðir hafa ráðist inn á sjúkrahúsið um klukkan tíu að staðartíma. Þá voru um 140 manns á sjúkrahúsinu. Vitni lýsa því að alger ringlureið hafi gripið um sig. Byssumennirnir hafi skotið á fólk að því er virtist að handahófi. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á ódæðinu en talibanar hafna því að hafa komið nærri henni. Engu að síður sagði Ashraf Ghani, forseti, að herinn myndi halda áfram árásum á talibana og aðra uppreisnarhópa í kjölfar árásarinnar í dag. Talibanar hafa áður þrætt fyrir aðild að árásum sem þeir eru sakaðir um. Að minnsta kosti 24 féllu í annarri árás þegar sprengja sprakk við útför lögreglustjóra í Nangarhar-héraði í austanverðu landinu. Þúsundir manna voru viðstaddir útförina en héraðsstjórnarmaður er sagður á meðal þeirra föllnu. Tala látinna í árásinni er talin enn getað hækkað en 68 manns særðust í henni. Afganistan Tengdar fréttir Fyrstu loftárásirnar gegn Talibönum í ellefu daga Bandaríkin gerðu í dag fyrstu loftárásina gegn Talibönum í Afganistan í ellefu daga. Fylkingarnar skrifuðu nýverið undir friðarsamkomulag en loftárásin í dag er sögð hafa verið varnarlegs eðlis. 4. mars 2020 12:21 Talibanar boða frekari árásir þrátt fyrir friðarsamning Snurða virðist þegar hlaupin á þráðinn í samkomulagi sem Bandaríkjastjórn gerði við talibana um helgina. Talibanar ætla ekki að taka þátt í frekari viðræðum fyrr en afgönsk stjórnvöld sleppa 5.000 liðsmönnum þeirra sem forseti landsins kannast ekki við að hafa fallist á. 2. mars 2020 16:51 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið. Fimmtán til viðbótar eru sárir, þar á meðal nokkur börn, en sérsveitir afganska hersins bjargaði um hundrað konum og börnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alþjóðasamtökin Læknar án landamæra reka fæðingardeildina og eru sumir þeirra sem þar starfa erlendir. Nokkrir byssumenn eru sagðir hafa ráðist inn á sjúkrahúsið um klukkan tíu að staðartíma. Þá voru um 140 manns á sjúkrahúsinu. Vitni lýsa því að alger ringlureið hafi gripið um sig. Byssumennirnir hafi skotið á fólk að því er virtist að handahófi. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á ódæðinu en talibanar hafna því að hafa komið nærri henni. Engu að síður sagði Ashraf Ghani, forseti, að herinn myndi halda áfram árásum á talibana og aðra uppreisnarhópa í kjölfar árásarinnar í dag. Talibanar hafa áður þrætt fyrir aðild að árásum sem þeir eru sakaðir um. Að minnsta kosti 24 féllu í annarri árás þegar sprengja sprakk við útför lögreglustjóra í Nangarhar-héraði í austanverðu landinu. Þúsundir manna voru viðstaddir útförina en héraðsstjórnarmaður er sagður á meðal þeirra föllnu. Tala látinna í árásinni er talin enn getað hækkað en 68 manns særðust í henni.
Afganistan Tengdar fréttir Fyrstu loftárásirnar gegn Talibönum í ellefu daga Bandaríkin gerðu í dag fyrstu loftárásina gegn Talibönum í Afganistan í ellefu daga. Fylkingarnar skrifuðu nýverið undir friðarsamkomulag en loftárásin í dag er sögð hafa verið varnarlegs eðlis. 4. mars 2020 12:21 Talibanar boða frekari árásir þrátt fyrir friðarsamning Snurða virðist þegar hlaupin á þráðinn í samkomulagi sem Bandaríkjastjórn gerði við talibana um helgina. Talibanar ætla ekki að taka þátt í frekari viðræðum fyrr en afgönsk stjórnvöld sleppa 5.000 liðsmönnum þeirra sem forseti landsins kannast ekki við að hafa fallist á. 2. mars 2020 16:51 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Fyrstu loftárásirnar gegn Talibönum í ellefu daga Bandaríkin gerðu í dag fyrstu loftárásina gegn Talibönum í Afganistan í ellefu daga. Fylkingarnar skrifuðu nýverið undir friðarsamkomulag en loftárásin í dag er sögð hafa verið varnarlegs eðlis. 4. mars 2020 12:21
Talibanar boða frekari árásir þrátt fyrir friðarsamning Snurða virðist þegar hlaupin á þráðinn í samkomulagi sem Bandaríkjastjórn gerði við talibana um helgina. Talibanar ætla ekki að taka þátt í frekari viðræðum fyrr en afgönsk stjórnvöld sleppa 5.000 liðsmönnum þeirra sem forseti landsins kannast ekki við að hafa fallist á. 2. mars 2020 16:51