Drápu ungbörn og mæður í árás á sjúkrahús í Kabúl Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2020 20:31 Afganskur hermaður heldur á ungbarni við sjúkrahús Lækna án landamæra í Kabúl í morgun. Ekki er ljóst hvort að barnið var sært en tvö börn voru drepin og ellefu konur. Vísir/EPA Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið. Fimmtán til viðbótar eru sárir, þar á meðal nokkur börn, en sérsveitir afganska hersins bjargaði um hundrað konum og börnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alþjóðasamtökin Læknar án landamæra reka fæðingardeildina og eru sumir þeirra sem þar starfa erlendir. Nokkrir byssumenn eru sagðir hafa ráðist inn á sjúkrahúsið um klukkan tíu að staðartíma. Þá voru um 140 manns á sjúkrahúsinu. Vitni lýsa því að alger ringlureið hafi gripið um sig. Byssumennirnir hafi skotið á fólk að því er virtist að handahófi. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á ódæðinu en talibanar hafna því að hafa komið nærri henni. Engu að síður sagði Ashraf Ghani, forseti, að herinn myndi halda áfram árásum á talibana og aðra uppreisnarhópa í kjölfar árásarinnar í dag. Talibanar hafa áður þrætt fyrir aðild að árásum sem þeir eru sakaðir um. Að minnsta kosti 24 féllu í annarri árás þegar sprengja sprakk við útför lögreglustjóra í Nangarhar-héraði í austanverðu landinu. Þúsundir manna voru viðstaddir útförina en héraðsstjórnarmaður er sagður á meðal þeirra föllnu. Tala látinna í árásinni er talin enn getað hækkað en 68 manns særðust í henni. Afganistan Tengdar fréttir Fyrstu loftárásirnar gegn Talibönum í ellefu daga Bandaríkin gerðu í dag fyrstu loftárásina gegn Talibönum í Afganistan í ellefu daga. Fylkingarnar skrifuðu nýverið undir friðarsamkomulag en loftárásin í dag er sögð hafa verið varnarlegs eðlis. 4. mars 2020 12:21 Talibanar boða frekari árásir þrátt fyrir friðarsamning Snurða virðist þegar hlaupin á þráðinn í samkomulagi sem Bandaríkjastjórn gerði við talibana um helgina. Talibanar ætla ekki að taka þátt í frekari viðræðum fyrr en afgönsk stjórnvöld sleppa 5.000 liðsmönnum þeirra sem forseti landsins kannast ekki við að hafa fallist á. 2. mars 2020 16:51 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið. Fimmtán til viðbótar eru sárir, þar á meðal nokkur börn, en sérsveitir afganska hersins bjargaði um hundrað konum og börnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alþjóðasamtökin Læknar án landamæra reka fæðingardeildina og eru sumir þeirra sem þar starfa erlendir. Nokkrir byssumenn eru sagðir hafa ráðist inn á sjúkrahúsið um klukkan tíu að staðartíma. Þá voru um 140 manns á sjúkrahúsinu. Vitni lýsa því að alger ringlureið hafi gripið um sig. Byssumennirnir hafi skotið á fólk að því er virtist að handahófi. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á ódæðinu en talibanar hafna því að hafa komið nærri henni. Engu að síður sagði Ashraf Ghani, forseti, að herinn myndi halda áfram árásum á talibana og aðra uppreisnarhópa í kjölfar árásarinnar í dag. Talibanar hafa áður þrætt fyrir aðild að árásum sem þeir eru sakaðir um. Að minnsta kosti 24 féllu í annarri árás þegar sprengja sprakk við útför lögreglustjóra í Nangarhar-héraði í austanverðu landinu. Þúsundir manna voru viðstaddir útförina en héraðsstjórnarmaður er sagður á meðal þeirra föllnu. Tala látinna í árásinni er talin enn getað hækkað en 68 manns særðust í henni.
Afganistan Tengdar fréttir Fyrstu loftárásirnar gegn Talibönum í ellefu daga Bandaríkin gerðu í dag fyrstu loftárásina gegn Talibönum í Afganistan í ellefu daga. Fylkingarnar skrifuðu nýverið undir friðarsamkomulag en loftárásin í dag er sögð hafa verið varnarlegs eðlis. 4. mars 2020 12:21 Talibanar boða frekari árásir þrátt fyrir friðarsamning Snurða virðist þegar hlaupin á þráðinn í samkomulagi sem Bandaríkjastjórn gerði við talibana um helgina. Talibanar ætla ekki að taka þátt í frekari viðræðum fyrr en afgönsk stjórnvöld sleppa 5.000 liðsmönnum þeirra sem forseti landsins kannast ekki við að hafa fallist á. 2. mars 2020 16:51 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Fyrstu loftárásirnar gegn Talibönum í ellefu daga Bandaríkin gerðu í dag fyrstu loftárásina gegn Talibönum í Afganistan í ellefu daga. Fylkingarnar skrifuðu nýverið undir friðarsamkomulag en loftárásin í dag er sögð hafa verið varnarlegs eðlis. 4. mars 2020 12:21
Talibanar boða frekari árásir þrátt fyrir friðarsamning Snurða virðist þegar hlaupin á þráðinn í samkomulagi sem Bandaríkjastjórn gerði við talibana um helgina. Talibanar ætla ekki að taka þátt í frekari viðræðum fyrr en afgönsk stjórnvöld sleppa 5.000 liðsmönnum þeirra sem forseti landsins kannast ekki við að hafa fallist á. 2. mars 2020 16:51