Dómsmálaráðuneytið mun rannsaka hvernig lögreglan meðhöndlaði mál Arbery Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2020 07:41 Veggmynd af Arbery. AP/Tony Gutierrez Dómsmálaráðherra Georgíu hefur beðið Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvernig lögreglan í Brunswick hélt á málið Ahmaud Arbery, sem skotinn var til bana þegar hann var úti að skokka í febrúar. Enginn var handtekinn vegna dauða Arbery fyrr en myndband af atvikinu var birt á netinu. Myndbandið hefur vakið mikla bræði víða í Bandaríkjunum og hafa feðgarnir Gregory og Travis McMichael verið handteknir. Gregory starfaði hjá lögreglunni um árabil og og sagði hann lögregluþjónum að hann hefði talið Arbery líkjast innbrotsþjófi sem náðst á myndavél í hverfinu. Því hafi feðgarnir elt hann ásamt þriðja manninum sem tók myndbandið upp. Það sýnir Arbery skokka eftir vegi, á leið, sem hann er sagður hafa skokkað nánast daglega. Sá sem tók myndbandið var að elta hann og feðgarnir sátu í vegi hans. Arbery virtist reyna að skokka fram hjá bílnum en utan sjónarhorns myndavélarinnar endaði hann í átökum við Travis McMichael um byssu hans. Sjá einnig: Segir morðið á syni sínum hafa verið aftöku Feðgarnir segjast hafa verið að verja sig og tók minnst einn saksóknari undir þá vörn þeirra. Aðrir segja þó að lögin um borgaralegar handtökur geri fólki ekki kleift að mynda vopnaða hópa og sitja fyrir fólki. Myndbandið sýni þar að auki að Arbery var sjálfur að reyna að verjast feðgunum, sem sátu fyrir honum vopnaðir. Gregory og Travis McMichael, eftir að þeir voru handteknir.Vísir/AP Einn saksóknari, sem lýsti sig seinna vanhæfan vegna tengsla við Gregory, skrifaði bréf þar sem hann sagði banaskotin vera réttmæt. George E. Barnhill sagði að ekki væri tilefni til að handtaka né ákæra feðgana. Þeir hafi hagað sér innan laga varðandi borgaralegar handtökur og sjálfsvörn. Samtök bandarískra saksóknara gáfu frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem þau fordæmdu þetta bréf Barnhill. Eftir að Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu skipaði Georgia Bureau of Investigation, æðsta lögregluembætti ríkisins, að taka yfir rannsóknina á dauða Arbery voru feðgarnir handteknir nokkrum klukkustundum síðar og ákærðir fyrir morð. Chris Carr, dómsmálaráðherra ríkisins, hefur samkvæmt AP fréttaveitunni beðið um að Dómsmálaráðuneytið rannsaki það hvernig málið var meðhöndlað af lögreglunni. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi sagði hann allt of mörgum spurningum ósvarað og að fjölskylda Arbery og íbúar Georgíu þurfi svör. Lögmenn fjölskyldunnar sendu sömuleiðis frá sér tilkynningu og fögnuðu þessum vendingum. Þeir sögðust hafa beðið um þessa rannsókn frá upphafi málsins. Það þyrfti að skoða hvernig farið hefði verið með rannsóknina og af hverju það tók 74 daga að handtaka feðgana. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Þá kvaðst forsetinn treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. 8. maí 2020 23:23 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Dómsmálaráðherra Georgíu hefur beðið Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna um að rannsaka hvernig lögreglan í Brunswick hélt á málið Ahmaud Arbery, sem skotinn var til bana þegar hann var úti að skokka í febrúar. Enginn var handtekinn vegna dauða Arbery fyrr en myndband af atvikinu var birt á netinu. Myndbandið hefur vakið mikla bræði víða í Bandaríkjunum og hafa feðgarnir Gregory og Travis McMichael verið handteknir. Gregory starfaði hjá lögreglunni um árabil og og sagði hann lögregluþjónum að hann hefði talið Arbery líkjast innbrotsþjófi sem náðst á myndavél í hverfinu. Því hafi feðgarnir elt hann ásamt þriðja manninum sem tók myndbandið upp. Það sýnir Arbery skokka eftir vegi, á leið, sem hann er sagður hafa skokkað nánast daglega. Sá sem tók myndbandið var að elta hann og feðgarnir sátu í vegi hans. Arbery virtist reyna að skokka fram hjá bílnum en utan sjónarhorns myndavélarinnar endaði hann í átökum við Travis McMichael um byssu hans. Sjá einnig: Segir morðið á syni sínum hafa verið aftöku Feðgarnir segjast hafa verið að verja sig og tók minnst einn saksóknari undir þá vörn þeirra. Aðrir segja þó að lögin um borgaralegar handtökur geri fólki ekki kleift að mynda vopnaða hópa og sitja fyrir fólki. Myndbandið sýni þar að auki að Arbery var sjálfur að reyna að verjast feðgunum, sem sátu fyrir honum vopnaðir. Gregory og Travis McMichael, eftir að þeir voru handteknir.Vísir/AP Einn saksóknari, sem lýsti sig seinna vanhæfan vegna tengsla við Gregory, skrifaði bréf þar sem hann sagði banaskotin vera réttmæt. George E. Barnhill sagði að ekki væri tilefni til að handtaka né ákæra feðgana. Þeir hafi hagað sér innan laga varðandi borgaralegar handtökur og sjálfsvörn. Samtök bandarískra saksóknara gáfu frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem þau fordæmdu þetta bréf Barnhill. Eftir að Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu skipaði Georgia Bureau of Investigation, æðsta lögregluembætti ríkisins, að taka yfir rannsóknina á dauða Arbery voru feðgarnir handteknir nokkrum klukkustundum síðar og ákærðir fyrir morð. Chris Carr, dómsmálaráðherra ríkisins, hefur samkvæmt AP fréttaveitunni beðið um að Dómsmálaráðuneytið rannsaki það hvernig málið var meðhöndlað af lögreglunni. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi sagði hann allt of mörgum spurningum ósvarað og að fjölskylda Arbery og íbúar Georgíu þurfi svör. Lögmenn fjölskyldunnar sendu sömuleiðis frá sér tilkynningu og fögnuðu þessum vendingum. Þeir sögðust hafa beðið um þessa rannsókn frá upphafi málsins. Það þyrfti að skoða hvernig farið hefði verið með rannsóknina og af hverju það tók 74 daga að handtaka feðgana.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Þá kvaðst forsetinn treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. 8. maí 2020 23:23 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Þá kvaðst forsetinn treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. 8. maí 2020 23:23
Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:16