Átján ára körfuboltastrákur segist hafa keypti liðið sem hann spilaði með í Ástralíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2020 15:00 LaMelo Ball í leik með Illawarra Hawks liðinu í Ástralíu en hann ákvað svo að kaupa það með viðskiptafélaga sínum. Getty/Anthony Au-Yeung Það vakti vissulega mikla athygli í Bandaríkjunum í gær þegar átján ára körfuboltastrákur og viðskiptafélagi hans tilkynntu að þeir væru búnir að kaupa ástralskt körfuboltafélag. Ástralska deildin sagði þeim þó að fara sér aðeins hægar í slíkar yfirlýsingar. Það er ekki bara aldur kaupandans sem vakti athygli heldur einnig það að hann er kaupa körfuboltalið sem er hinum megin á hnettinum. Liðið heitir Illawarra Hawks og leikmaðurinn er LaMelo Ball sem einn af þremur körfuboltasonum hins litríka og yfirlýsingaglaða LaVar Ball. LaMelo Ball fór til Ástralíu til að eyða einu ári þar og auglýsa sig með því að spila með fullorðnum. Hann mátti ekki fara beint í NBA-deildina eftir gagnfræðaskólann. NBA hopeful LaMelo Ball reportedly buys Australian pro team he played for https://t.co/TeXadHS0Qg— Guardian sport (@guardian_sport) April 2, 2020 Eftir að fréttirnar af kaupunum fóru út um alla bandarísku miðlana gaf NBL-deildin frá sér yfirlýsingu að kaupin væru ekki gengin í gegn heldur þyrfti deildin að samþykkja þau fyrst. Það breytir ekki því að hinn átján ára gamali LaMelo Ball og viðskiptafélagi hans Jermaine Jackson voru búnir að ná samkomulagi við fyrrum eigendur Illawarra Hawks liðsins. Það sem gerir þetta enn viltara er að LaMelo Ball spilaði með Illawarra Hawks í áströlsku deildinni á síðasta tímabili þar sem hann var með 17 stig, 7,4 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í tólf leikjum og var valinn nýliði ársins. NBL addresses claims LaMelo Ball has purchased Illawarra Hawks https://t.co/RmHR1ALJtV pic.twitter.com/O8YMJBKRMj— Sporting News NBA (@sn_nba) April 3, 2020 Eldri bróðir hans Lonzo Ball spilar í NBA-deildinni með New Orleans Pelicans og það er nánast öruggt að eitthvert NBA-liðið velji LaMelo Ball í nýliðavalinu í ár. ESPN setur hann númer tvö á nýjasta lista sínum og hann er á topp fimm hjá flestum öðrum. Umræddur Jermaine Jackson, sem spilaði sjálfur fimm ár í NBA-deildinni, sagði að þeir félagarnir hafi ákveðið að kaupa félagið þegar þeir fréttu af miklum fjárhagslegum vandræðum þess. LaMelo Ball ætlar að einbeita sér að NBA en þeir ætla að ráða fólk til að stýra liðinu hinum megin á hnettinum. NBA Körfubolti Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Það vakti vissulega mikla athygli í Bandaríkjunum í gær þegar átján ára körfuboltastrákur og viðskiptafélagi hans tilkynntu að þeir væru búnir að kaupa ástralskt körfuboltafélag. Ástralska deildin sagði þeim þó að fara sér aðeins hægar í slíkar yfirlýsingar. Það er ekki bara aldur kaupandans sem vakti athygli heldur einnig það að hann er kaupa körfuboltalið sem er hinum megin á hnettinum. Liðið heitir Illawarra Hawks og leikmaðurinn er LaMelo Ball sem einn af þremur körfuboltasonum hins litríka og yfirlýsingaglaða LaVar Ball. LaMelo Ball fór til Ástralíu til að eyða einu ári þar og auglýsa sig með því að spila með fullorðnum. Hann mátti ekki fara beint í NBA-deildina eftir gagnfræðaskólann. NBA hopeful LaMelo Ball reportedly buys Australian pro team he played for https://t.co/TeXadHS0Qg— Guardian sport (@guardian_sport) April 2, 2020 Eftir að fréttirnar af kaupunum fóru út um alla bandarísku miðlana gaf NBL-deildin frá sér yfirlýsingu að kaupin væru ekki gengin í gegn heldur þyrfti deildin að samþykkja þau fyrst. Það breytir ekki því að hinn átján ára gamali LaMelo Ball og viðskiptafélagi hans Jermaine Jackson voru búnir að ná samkomulagi við fyrrum eigendur Illawarra Hawks liðsins. Það sem gerir þetta enn viltara er að LaMelo Ball spilaði með Illawarra Hawks í áströlsku deildinni á síðasta tímabili þar sem hann var með 17 stig, 7,4 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í tólf leikjum og var valinn nýliði ársins. NBL addresses claims LaMelo Ball has purchased Illawarra Hawks https://t.co/RmHR1ALJtV pic.twitter.com/O8YMJBKRMj— Sporting News NBA (@sn_nba) April 3, 2020 Eldri bróðir hans Lonzo Ball spilar í NBA-deildinni með New Orleans Pelicans og það er nánast öruggt að eitthvert NBA-liðið velji LaMelo Ball í nýliðavalinu í ár. ESPN setur hann númer tvö á nýjasta lista sínum og hann er á topp fimm hjá flestum öðrum. Umræddur Jermaine Jackson, sem spilaði sjálfur fimm ár í NBA-deildinni, sagði að þeir félagarnir hafi ákveðið að kaupa félagið þegar þeir fréttu af miklum fjárhagslegum vandræðum þess. LaMelo Ball ætlar að einbeita sér að NBA en þeir ætla að ráða fólk til að stýra liðinu hinum megin á hnettinum.
NBA Körfubolti Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira