Asíski risageitungurinn gæti ekki náð fótfestu á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. maí 2020 11:09 Á vef Vísindavefsins kemur fram að þernur þessarar geitungategundar geti verið 25-45 mm á lengd en drottningin getur verið allt að 55 mm löng. Vísir/Getty Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands, segir að asíski risageitungurinn sem óttast er að nái fótfestu í Washington-fylki í Bandaríkjunum myndi hvorki geta lifað af hér né fjölgað sér. Um sé að ræða hitabeltistegund sem þrífist í hitabeltisloftslagi. Þetta kom fram í viðtali við Gísla í Reykjavík síðdegis í gær en tvö staðfest tilfelli af geitungnum hafa komið upp í Washington-fylki. „Þetta er geitungur sem er með útbreiðslu í Suðaustur-Asíu og norður til Japans, að vísu er önnur undirtegund í Japan. Vissulega eru þeir stórir en þeir eru í svona hitabeltisloftslagi þannig að ef þeir fara eitthvað um Bandaríkin, sem þeir gætu gert, þá væri það frekar suður á bóginn frá Washington-fylki til hlýrri landa eða fylkja,“ sagði Gísli. Þá væri ein stunga ekki hættuleg fyrir menn. „En þessir geitungar eru í sjálfu sér ekkert svo hættulegir nema að þeir verða fyrir ónæði af mönnum, ef menn rekast í búin þeirra eða koma við þá, þá geta þeir ráðist í stórum hópum á menn og þá geta þeir verið raunverulega hættulegir. En ein stunga er ekki hættuleg fyrir menn,“ sagði Gísli. Vitað væri til þess að 20 til 30 stykki hafi banað manni. Þeir stingi með afturendanum og sprauti eitri. Við það verði það mikil ónæmisviðbrögð hjá manneskjunni að hún deyr. En vegna þess að þetta er hitabeltistegund, eigum við Íslendingar þá ekki að hafa áhyggjur af því að þessi tiltekna tegund komið hingað? „Nei, ef hún kemur hingað þá á hún ekki eftir að geta lifað hérna og fjölgað sér,“ sagði Gísli í Reykjavík síðdegis en viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Dýr Reykjavík síðdegis Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands, segir að asíski risageitungurinn sem óttast er að nái fótfestu í Washington-fylki í Bandaríkjunum myndi hvorki geta lifað af hér né fjölgað sér. Um sé að ræða hitabeltistegund sem þrífist í hitabeltisloftslagi. Þetta kom fram í viðtali við Gísla í Reykjavík síðdegis í gær en tvö staðfest tilfelli af geitungnum hafa komið upp í Washington-fylki. „Þetta er geitungur sem er með útbreiðslu í Suðaustur-Asíu og norður til Japans, að vísu er önnur undirtegund í Japan. Vissulega eru þeir stórir en þeir eru í svona hitabeltisloftslagi þannig að ef þeir fara eitthvað um Bandaríkin, sem þeir gætu gert, þá væri það frekar suður á bóginn frá Washington-fylki til hlýrri landa eða fylkja,“ sagði Gísli. Þá væri ein stunga ekki hættuleg fyrir menn. „En þessir geitungar eru í sjálfu sér ekkert svo hættulegir nema að þeir verða fyrir ónæði af mönnum, ef menn rekast í búin þeirra eða koma við þá, þá geta þeir ráðist í stórum hópum á menn og þá geta þeir verið raunverulega hættulegir. En ein stunga er ekki hættuleg fyrir menn,“ sagði Gísli. Vitað væri til þess að 20 til 30 stykki hafi banað manni. Þeir stingi með afturendanum og sprauti eitri. Við það verði það mikil ónæmisviðbrögð hjá manneskjunni að hún deyr. En vegna þess að þetta er hitabeltistegund, eigum við Íslendingar þá ekki að hafa áhyggjur af því að þessi tiltekna tegund komið hingað? „Nei, ef hún kemur hingað þá á hún ekki eftir að geta lifað hérna og fjölgað sér,“ sagði Gísli í Reykjavík síðdegis en viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Dýr Reykjavík síðdegis Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira