Nýi Þórsarinn hoppaði hærra en Vince Carter og McGrady í nýliðabúðum NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2020 16:00 Jahii Carson í leik með ástralska liðinu Wollongong Hawks í október 2014 en þetta var hans fyrsta tímabil sem atvinnumaður utan Bandaríkjanna. Getty/ Joosep Martinson Bandaríski körfuboltamaðurinn Jahii Carson hefur samið við Þór um að spila með liðinu en hann spilaði með Arizona State í bandaríska háskólaboltanum og var tvisvar kosinn í úrvalslið PAC-12 deildarinnar. Þetta kemur fram á Hafnarfréttum og þar staðfestir Lárus Jónsson komu leikmannsins. „Við bindum vonir við að hann komi sem leiðtogi inn í liðið sem gerir aðra leikmenn í kringum sig betri og hjálpi okkur að spila skemmtilegan og árangursríkan körfubolta,“ segir Lárus Jónsson þjálfari Þórs um Jahii Carsson í samtali við Hafnarfréttir. Jahii Carson fór í nýliðavalið árið 2014 og vakti þá sérstaklega athygli í nýliðabúðunum hvað hann hoppaði svakalega. Carson stökk þá 47 tommur eða rúma 119 sentimetra og þá höfðu aðeins sjö stokkið hærra í sögu nýliðamælinganna ( NBA Pre-Draft Combine). watch on YouTube Nýi Þórsarinn hoppaði meðal annars hærra en háloftamennirnir Vince Carter og Tracy McGrady og þá var hann einnig með meiri stökkkraft en bakverðirnir John Wall og Damian Lillard. Jahii Carson var með 18,5 stig og 4,9 stoðsendingar að meðaltali í 68 leikjum í háskólaboltanum en hann spilaði bara í tvö ár áður en hann reyndi fyrir sér í atvinnumennsku. Carson var ekki valinn í nýliðavalinu og tókst ekki að vinna sér sæti í liði Houston Rockets í sumardeildinni. 8,4 stig og 1,6 stoðsendingar í leik þar voru ekki nóg. Hans fyrstu skref í atvinnumennsku voru tímabilið 2014-15 með ástralska liðinu Wollongong Hawks og hann hefur síðan spilað í Serbíu, Tyrklandi, Kanada, Grikklandi, Rúmeníu og Kýpur. Post game with Jahii Carson@NBLCanada @JahiiCarson @TheMonctonMagic @AvenirCentre #feelthemagic #Hubcity pic.twitter.com/Oa8PxqvP6z— The Moncton Magic (@TheMonctonMagic) November 18, 2018 Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Bandaríski körfuboltamaðurinn Jahii Carson hefur samið við Þór um að spila með liðinu en hann spilaði með Arizona State í bandaríska háskólaboltanum og var tvisvar kosinn í úrvalslið PAC-12 deildarinnar. Þetta kemur fram á Hafnarfréttum og þar staðfestir Lárus Jónsson komu leikmannsins. „Við bindum vonir við að hann komi sem leiðtogi inn í liðið sem gerir aðra leikmenn í kringum sig betri og hjálpi okkur að spila skemmtilegan og árangursríkan körfubolta,“ segir Lárus Jónsson þjálfari Þórs um Jahii Carsson í samtali við Hafnarfréttir. Jahii Carson fór í nýliðavalið árið 2014 og vakti þá sérstaklega athygli í nýliðabúðunum hvað hann hoppaði svakalega. Carson stökk þá 47 tommur eða rúma 119 sentimetra og þá höfðu aðeins sjö stokkið hærra í sögu nýliðamælinganna ( NBA Pre-Draft Combine). watch on YouTube Nýi Þórsarinn hoppaði meðal annars hærra en háloftamennirnir Vince Carter og Tracy McGrady og þá var hann einnig með meiri stökkkraft en bakverðirnir John Wall og Damian Lillard. Jahii Carson var með 18,5 stig og 4,9 stoðsendingar að meðaltali í 68 leikjum í háskólaboltanum en hann spilaði bara í tvö ár áður en hann reyndi fyrir sér í atvinnumennsku. Carson var ekki valinn í nýliðavalinu og tókst ekki að vinna sér sæti í liði Houston Rockets í sumardeildinni. 8,4 stig og 1,6 stoðsendingar í leik þar voru ekki nóg. Hans fyrstu skref í atvinnumennsku voru tímabilið 2014-15 með ástralska liðinu Wollongong Hawks og hann hefur síðan spilað í Serbíu, Tyrklandi, Kanada, Grikklandi, Rúmeníu og Kýpur. Post game with Jahii Carson@NBLCanada @JahiiCarson @TheMonctonMagic @AvenirCentre #feelthemagic #Hubcity pic.twitter.com/Oa8PxqvP6z— The Moncton Magic (@TheMonctonMagic) November 18, 2018
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum