Hvers virði er geðheilbrigði barna? Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir skrifar 3. mars 2020 11:00 Var andvaka í nótt. Uppspennt og á síðustu hálmstráum andlegrar heilsu nú á fjórðu, fimmtu (?) viku verkfalls (líður eins og það séu sjö mánuðir). Verkfallið er svo sannarlega farið að taka sinn toll af líðan miðjubarnsins sem tekur nú regluleg spennulosunar grátköst og sýnir erfiða hegðun. Við foreldrarnir erum að verða búnir með kvótann af skipulagssamtölum um hver eigi að sækja hvenær, hvar og hvern. En það var svo sem ekki það sem hélt mér andvaka í nótt heldur það að nú í næstu viku hefst verkfall á ungbarnaleikskólanum hjá yngsta drengnum. Ungbarnaleikskóla þar sem börnin eru á aldrinum níu mánaða til tveggja ára. Það verða bæði dagar sem hann getur ekki farið á leikskólann en það sem verra er að hann og öll hin litlu börnin fá ekki hádegismat svo foreldrar þurfa að sækja börnin klukkan 11:00, gefa þeim hádegismat fyrir utan leikskólann og skila aftur fyrir hvíld. Ég veit ýmislegt um þroskaferli og tengslamyndun ungra barna og ég þekki gleðibrosin á andlitum þeirra þegar mamma og pabbi koma og sækja á leikskólann í lok dags. Ætlum við í alvörunni að setja eins árs gömul börn í þá stöðu að þurfa að kveðja mömmu og pabba í tvígang yfir daginn? Hvenær geta þau verið viss um að það sé raunverulega verið að sækja þau eftir daginn en ekki bara til að gefa þeim mat og svo fara þau AFTUR á leikskólann að hvíla sig. Hvernig ástand á eftir að myndast í hádeginu á leikskólanum? Þvílík ringulreið sem það verður af örþreyttum smábörnum sem héldu að þau væru að fara heim en ekki aftur á leikskólann að sofa. Eins árs gömul börn hafa flest ekki færni til að skilja og átta sig á þessu fyrirkomulagi. Það mun koma til með að valda óöryggi bæði í garð foreldra og leikskóla. Það mun koma til með að valda langvarandi neikvæðum afleiðingum á aðlögun barnsins í leikskólanum. Það mun koma til með að valda streitu og mjög líklega hafa neikvæð áhrif á hádegissvefn þeirra. Ég er svo sár fyrir hönd þessarar litlu kríla sem eru á mikilvægasta mótunarskeiði sínu. Eru á mikilvægasta aldri í mótun geðtengsla og því er öllu kastað fyrir borð á grundvelli verkfalls. Er verið að taka óþarfa sénsa á geðheilbrigði ungabarna? Er ekki spurning um að veita undanþágu vegna verkfallsins líkt og er gert í annarri viðkvæmri starfsemi (s.s. vistunarúrræði barnaverndar) og hlífa þessum litlu einstaklingum? Nú eða semja! Höfundur er þriggja barna móðir og félagsráðgjafi Tveggja heimila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Verkföll 2020 Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Var andvaka í nótt. Uppspennt og á síðustu hálmstráum andlegrar heilsu nú á fjórðu, fimmtu (?) viku verkfalls (líður eins og það séu sjö mánuðir). Verkfallið er svo sannarlega farið að taka sinn toll af líðan miðjubarnsins sem tekur nú regluleg spennulosunar grátköst og sýnir erfiða hegðun. Við foreldrarnir erum að verða búnir með kvótann af skipulagssamtölum um hver eigi að sækja hvenær, hvar og hvern. En það var svo sem ekki það sem hélt mér andvaka í nótt heldur það að nú í næstu viku hefst verkfall á ungbarnaleikskólanum hjá yngsta drengnum. Ungbarnaleikskóla þar sem börnin eru á aldrinum níu mánaða til tveggja ára. Það verða bæði dagar sem hann getur ekki farið á leikskólann en það sem verra er að hann og öll hin litlu börnin fá ekki hádegismat svo foreldrar þurfa að sækja börnin klukkan 11:00, gefa þeim hádegismat fyrir utan leikskólann og skila aftur fyrir hvíld. Ég veit ýmislegt um þroskaferli og tengslamyndun ungra barna og ég þekki gleðibrosin á andlitum þeirra þegar mamma og pabbi koma og sækja á leikskólann í lok dags. Ætlum við í alvörunni að setja eins árs gömul börn í þá stöðu að þurfa að kveðja mömmu og pabba í tvígang yfir daginn? Hvenær geta þau verið viss um að það sé raunverulega verið að sækja þau eftir daginn en ekki bara til að gefa þeim mat og svo fara þau AFTUR á leikskólann að hvíla sig. Hvernig ástand á eftir að myndast í hádeginu á leikskólanum? Þvílík ringulreið sem það verður af örþreyttum smábörnum sem héldu að þau væru að fara heim en ekki aftur á leikskólann að sofa. Eins árs gömul börn hafa flest ekki færni til að skilja og átta sig á þessu fyrirkomulagi. Það mun koma til með að valda óöryggi bæði í garð foreldra og leikskóla. Það mun koma til með að valda langvarandi neikvæðum afleiðingum á aðlögun barnsins í leikskólanum. Það mun koma til með að valda streitu og mjög líklega hafa neikvæð áhrif á hádegissvefn þeirra. Ég er svo sár fyrir hönd þessarar litlu kríla sem eru á mikilvægasta mótunarskeiði sínu. Eru á mikilvægasta aldri í mótun geðtengsla og því er öllu kastað fyrir borð á grundvelli verkfalls. Er verið að taka óþarfa sénsa á geðheilbrigði ungabarna? Er ekki spurning um að veita undanþágu vegna verkfallsins líkt og er gert í annarri viðkvæmri starfsemi (s.s. vistunarúrræði barnaverndar) og hlífa þessum litlu einstaklingum? Nú eða semja! Höfundur er þriggja barna móðir og félagsráðgjafi Tveggja heimila.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar