Hvers virði er geðheilbrigði barna? Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir skrifar 3. mars 2020 11:00 Var andvaka í nótt. Uppspennt og á síðustu hálmstráum andlegrar heilsu nú á fjórðu, fimmtu (?) viku verkfalls (líður eins og það séu sjö mánuðir). Verkfallið er svo sannarlega farið að taka sinn toll af líðan miðjubarnsins sem tekur nú regluleg spennulosunar grátköst og sýnir erfiða hegðun. Við foreldrarnir erum að verða búnir með kvótann af skipulagssamtölum um hver eigi að sækja hvenær, hvar og hvern. En það var svo sem ekki það sem hélt mér andvaka í nótt heldur það að nú í næstu viku hefst verkfall á ungbarnaleikskólanum hjá yngsta drengnum. Ungbarnaleikskóla þar sem börnin eru á aldrinum níu mánaða til tveggja ára. Það verða bæði dagar sem hann getur ekki farið á leikskólann en það sem verra er að hann og öll hin litlu börnin fá ekki hádegismat svo foreldrar þurfa að sækja börnin klukkan 11:00, gefa þeim hádegismat fyrir utan leikskólann og skila aftur fyrir hvíld. Ég veit ýmislegt um þroskaferli og tengslamyndun ungra barna og ég þekki gleðibrosin á andlitum þeirra þegar mamma og pabbi koma og sækja á leikskólann í lok dags. Ætlum við í alvörunni að setja eins árs gömul börn í þá stöðu að þurfa að kveðja mömmu og pabba í tvígang yfir daginn? Hvenær geta þau verið viss um að það sé raunverulega verið að sækja þau eftir daginn en ekki bara til að gefa þeim mat og svo fara þau AFTUR á leikskólann að hvíla sig. Hvernig ástand á eftir að myndast í hádeginu á leikskólanum? Þvílík ringulreið sem það verður af örþreyttum smábörnum sem héldu að þau væru að fara heim en ekki aftur á leikskólann að sofa. Eins árs gömul börn hafa flest ekki færni til að skilja og átta sig á þessu fyrirkomulagi. Það mun koma til með að valda óöryggi bæði í garð foreldra og leikskóla. Það mun koma til með að valda langvarandi neikvæðum afleiðingum á aðlögun barnsins í leikskólanum. Það mun koma til með að valda streitu og mjög líklega hafa neikvæð áhrif á hádegissvefn þeirra. Ég er svo sár fyrir hönd þessarar litlu kríla sem eru á mikilvægasta mótunarskeiði sínu. Eru á mikilvægasta aldri í mótun geðtengsla og því er öllu kastað fyrir borð á grundvelli verkfalls. Er verið að taka óþarfa sénsa á geðheilbrigði ungabarna? Er ekki spurning um að veita undanþágu vegna verkfallsins líkt og er gert í annarri viðkvæmri starfsemi (s.s. vistunarúrræði barnaverndar) og hlífa þessum litlu einstaklingum? Nú eða semja! Höfundur er þriggja barna móðir og félagsráðgjafi Tveggja heimila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Verkföll 2020 Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Var andvaka í nótt. Uppspennt og á síðustu hálmstráum andlegrar heilsu nú á fjórðu, fimmtu (?) viku verkfalls (líður eins og það séu sjö mánuðir). Verkfallið er svo sannarlega farið að taka sinn toll af líðan miðjubarnsins sem tekur nú regluleg spennulosunar grátköst og sýnir erfiða hegðun. Við foreldrarnir erum að verða búnir með kvótann af skipulagssamtölum um hver eigi að sækja hvenær, hvar og hvern. En það var svo sem ekki það sem hélt mér andvaka í nótt heldur það að nú í næstu viku hefst verkfall á ungbarnaleikskólanum hjá yngsta drengnum. Ungbarnaleikskóla þar sem börnin eru á aldrinum níu mánaða til tveggja ára. Það verða bæði dagar sem hann getur ekki farið á leikskólann en það sem verra er að hann og öll hin litlu börnin fá ekki hádegismat svo foreldrar þurfa að sækja börnin klukkan 11:00, gefa þeim hádegismat fyrir utan leikskólann og skila aftur fyrir hvíld. Ég veit ýmislegt um þroskaferli og tengslamyndun ungra barna og ég þekki gleðibrosin á andlitum þeirra þegar mamma og pabbi koma og sækja á leikskólann í lok dags. Ætlum við í alvörunni að setja eins árs gömul börn í þá stöðu að þurfa að kveðja mömmu og pabba í tvígang yfir daginn? Hvenær geta þau verið viss um að það sé raunverulega verið að sækja þau eftir daginn en ekki bara til að gefa þeim mat og svo fara þau AFTUR á leikskólann að hvíla sig. Hvernig ástand á eftir að myndast í hádeginu á leikskólanum? Þvílík ringulreið sem það verður af örþreyttum smábörnum sem héldu að þau væru að fara heim en ekki aftur á leikskólann að sofa. Eins árs gömul börn hafa flest ekki færni til að skilja og átta sig á þessu fyrirkomulagi. Það mun koma til með að valda óöryggi bæði í garð foreldra og leikskóla. Það mun koma til með að valda langvarandi neikvæðum afleiðingum á aðlögun barnsins í leikskólanum. Það mun koma til með að valda streitu og mjög líklega hafa neikvæð áhrif á hádegissvefn þeirra. Ég er svo sár fyrir hönd þessarar litlu kríla sem eru á mikilvægasta mótunarskeiði sínu. Eru á mikilvægasta aldri í mótun geðtengsla og því er öllu kastað fyrir borð á grundvelli verkfalls. Er verið að taka óþarfa sénsa á geðheilbrigði ungabarna? Er ekki spurning um að veita undanþágu vegna verkfallsins líkt og er gert í annarri viðkvæmri starfsemi (s.s. vistunarúrræði barnaverndar) og hlífa þessum litlu einstaklingum? Nú eða semja! Höfundur er þriggja barna móðir og félagsráðgjafi Tveggja heimila.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun