Florian Schneider stofnmeðlimur Kraftwerk látinn Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 6. maí 2020 16:43 Stofnmeðlimir Kraftwerk, Ralf Hütter og Florian Schneider, sem voru jafnframt helstu lagasmiðir sveitarinnar. Getty/Franck/Kraftwerk Florian Schneider, annar stofnmeðlima raftónlistarfrumkvöðlanna Kraftwerk, er látinn 73 ára að aldri. Hann stofnaði sveitina ásamt Ralf Hütter árið 1970 og var í henni þar til ársins 2008. Hann spilaði hér á Íslandi á tónleikum Kraftwerk árið 2004, en var eins og gefur að skilja ekki viðstaddur tónleika sveitarinnar í Eldborgarsal Hörpu á Iceland Airwaves hátíðinni 2013. Florian Schneider var 73 ára gamall.Getty/Lynn Goldsmith Í upphafi var sveitin hluti tilraunatónlistarsenu í Vestur-Þýskalandi sem kennd er við krautrokk, en fór snemma á áttunda áratugnum að nýta sér hljóðgervla og trommuheila í auknum mæli. Þessi rafvæðing og umbreyting hennar á tónlist sveitarinnar heyrðist skýrt á fjórðu plötu hennar Autobahn frá árinu 1974, en hún náði hæst í fimmta sæti bandaríska Billboard listans. Sveitin var ein fyrsta raftónlistarsveitin sem naut mikilla vinsælda. Florian lék í fyrstu á blásturshljóðfæri, flautur sem hann notaði hljóðfetla og aðrar bjögunargræjur á til að framkalla óhefðbundin hljóm. Hann færði sig svo smám saman yfir á hljóðgervla, talgervla og önnur raftónlistarhljóðfæri og henti að lokum flautunni, að eigin sögn. Hér að neðan má heyra lagið The Robots af plötunni The Man-Machine frá árinu 1977, en lagið sömdu þeir Schneider og Hütter ásamt Karl Bartos. Hér að neðan má svo hlusta á síðasta lagið sem Schneider gaf út. Það gerði hann árið 2015 og heitir lagið Stop Plastic Pollution. Dazed Digital · Stop Plastic Pollution Florian Schneider(Kraftwerk co-founder), Dan Lacksman (Telex) Tónlist Andlát Þýskaland Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Florian Schneider, annar stofnmeðlima raftónlistarfrumkvöðlanna Kraftwerk, er látinn 73 ára að aldri. Hann stofnaði sveitina ásamt Ralf Hütter árið 1970 og var í henni þar til ársins 2008. Hann spilaði hér á Íslandi á tónleikum Kraftwerk árið 2004, en var eins og gefur að skilja ekki viðstaddur tónleika sveitarinnar í Eldborgarsal Hörpu á Iceland Airwaves hátíðinni 2013. Florian Schneider var 73 ára gamall.Getty/Lynn Goldsmith Í upphafi var sveitin hluti tilraunatónlistarsenu í Vestur-Þýskalandi sem kennd er við krautrokk, en fór snemma á áttunda áratugnum að nýta sér hljóðgervla og trommuheila í auknum mæli. Þessi rafvæðing og umbreyting hennar á tónlist sveitarinnar heyrðist skýrt á fjórðu plötu hennar Autobahn frá árinu 1974, en hún náði hæst í fimmta sæti bandaríska Billboard listans. Sveitin var ein fyrsta raftónlistarsveitin sem naut mikilla vinsælda. Florian lék í fyrstu á blásturshljóðfæri, flautur sem hann notaði hljóðfetla og aðrar bjögunargræjur á til að framkalla óhefðbundin hljóm. Hann færði sig svo smám saman yfir á hljóðgervla, talgervla og önnur raftónlistarhljóðfæri og henti að lokum flautunni, að eigin sögn. Hér að neðan má heyra lagið The Robots af plötunni The Man-Machine frá árinu 1977, en lagið sömdu þeir Schneider og Hütter ásamt Karl Bartos. Hér að neðan má svo hlusta á síðasta lagið sem Schneider gaf út. Það gerði hann árið 2015 og heitir lagið Stop Plastic Pollution. Dazed Digital · Stop Plastic Pollution Florian Schneider(Kraftwerk co-founder), Dan Lacksman (Telex)
Tónlist Andlát Þýskaland Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira