Grimes „útskýrir“ nafn barnsins Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2020 09:05 Hin 32 ára Grimes og hinn 48 ára Elon Musk. Getty Elon Musk, eigandi Tesla, tísti fyrr í vikunni þar sem hann greindi frá nafninu á nýfæddu barni hans og kanadísku söngkonunnar Grimes. Nafnið þykir einstakt í meira lagi, og hefur söngkonan nú skýrt frá því hvað það táknar. Musk sagði nafn drengsins vera „X Æ A-12“, en enn á eftir að koma í ljós hvort að það rati alla leið í opinber gögn. Skiljanlega fóru miklar umræður af stað hvort að A-12 kunni að vera vísun í Lockheed-þotuna A-12 og sömuleiðis af hverju norræni stafurinn „Æ“ hafi ratað í nafnið. Grimes, sem heitir Claire Elise Boucher réttu nafni, kom hins vegar með „útskýringu“ á þessu öllu saman í tísti fyrr í dag. „X, hin óþekkta breyta, Æ, álfastafsetning á Ai (ást og/eða gervigreind) A-12 = forveri SR-17 (uppáhaldsflugvél okkar. Engin vopn, engar varnir, bara hraði. Frábær í orrustum, en ekki ofbeldisfull). + (A= „Archangel“, uppáhaldslagið mitt) (Málmrotta)“ X, the unknown variable Æ, my elven spelling of Ai (love &/or Artificial intelligence) A-12 = precursor to SR-17 (our favorite aircraft). No weapons, no defenses, just speed. Great in battle, but non-violent + (A=Archangel, my favorite song) ( metal rat)— G i es (@Grimezsz) May 6, 2020 People segir 12 vísa í rottu, kínverska stjörnumerkið, en 2020 er ár málmrottunnar í kínverskri stjörnuspeki. Enn á eftir að koma almennilega fram hvernig bera skuli fram nafn drengsins. Elon Musk eignaðist sex börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Justine Musk, en þau voru gift frá árinu 2000 til 2008. Fyrsti sonur hans, Nevada, lést úr krabbameini árið 2002. Musk og Grimes byrjuðu saman árið 2018 og greindu fyrst frá því að þau ættu von á barni í janúar. Hér að neðan má heyra lagið Archangel með Burial, en netverjar eru margir nokkuð vissir í sinni sök að það sé lagið sem Grimes á við sem uppáhaldslagið sitt. Það má í það minnsta finna á þessum lista af uppáhaldslögum hennar frá 2013. Tesla Hollywood Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
Elon Musk, eigandi Tesla, tísti fyrr í vikunni þar sem hann greindi frá nafninu á nýfæddu barni hans og kanadísku söngkonunnar Grimes. Nafnið þykir einstakt í meira lagi, og hefur söngkonan nú skýrt frá því hvað það táknar. Musk sagði nafn drengsins vera „X Æ A-12“, en enn á eftir að koma í ljós hvort að það rati alla leið í opinber gögn. Skiljanlega fóru miklar umræður af stað hvort að A-12 kunni að vera vísun í Lockheed-þotuna A-12 og sömuleiðis af hverju norræni stafurinn „Æ“ hafi ratað í nafnið. Grimes, sem heitir Claire Elise Boucher réttu nafni, kom hins vegar með „útskýringu“ á þessu öllu saman í tísti fyrr í dag. „X, hin óþekkta breyta, Æ, álfastafsetning á Ai (ást og/eða gervigreind) A-12 = forveri SR-17 (uppáhaldsflugvél okkar. Engin vopn, engar varnir, bara hraði. Frábær í orrustum, en ekki ofbeldisfull). + (A= „Archangel“, uppáhaldslagið mitt) (Málmrotta)“ X, the unknown variable Æ, my elven spelling of Ai (love &/or Artificial intelligence) A-12 = precursor to SR-17 (our favorite aircraft). No weapons, no defenses, just speed. Great in battle, but non-violent + (A=Archangel, my favorite song) ( metal rat)— G i es (@Grimezsz) May 6, 2020 People segir 12 vísa í rottu, kínverska stjörnumerkið, en 2020 er ár málmrottunnar í kínverskri stjörnuspeki. Enn á eftir að koma almennilega fram hvernig bera skuli fram nafn drengsins. Elon Musk eignaðist sex börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Justine Musk, en þau voru gift frá árinu 2000 til 2008. Fyrsti sonur hans, Nevada, lést úr krabbameini árið 2002. Musk og Grimes byrjuðu saman árið 2018 og greindu fyrst frá því að þau ættu von á barni í janúar. Hér að neðan má heyra lagið Archangel með Burial, en netverjar eru margir nokkuð vissir í sinni sök að það sé lagið sem Grimes á við sem uppáhaldslagið sitt. Það má í það minnsta finna á þessum lista af uppáhaldslögum hennar frá 2013.
Tesla Hollywood Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira