Talibanar boða frekari árásir þrátt fyrir friðarsamning Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2020 16:51 Fulltrúar talibana féllust í faðma eftir að þeir skrifuðu undir samkomulag um brotthvarf erlends herliðs við Bandaríkjastjórn í Doha í Katar á laugardag. Vísir/EPA Forsvarsmenn talibana í Afganistan segjast ekki ætla að taka þátt í frekari viðræðum við stjórnvöld fyrr en um 5.000 liðsmönnum þeirra verður sleppt úr fangelsi. Þá boða talibanar að þeir muni mögulega hefja árásir á stjórnarherinn á ný. Yfirlýsingar talibana koma aðeins tveimur dögum eftir að fulltrúar þeirra og Bandaríkjastjórnar skrifuðu undir samkomulag á laugardag. Í því felst að talibanar og afganska ríkisstjórnin hafi fangaskipti á um 5.000 liðsmönnum talibana annars og um þúsund hermanna stjórnarhersins hins vegar. „Við erum algerlega tilbúnir í viðræður innan Afganistans en við bíðum eftir því að föngunum okkar 5.000 verði sleppt. Ef fangarnir okkar 5.000, hundrað eða tvö hundrað færri skiptir ekki máli, verður ekki sleppt verða engar viðræður innan Afganistans,“ segir Zabihullah Mujahid, talsmaður talibana, við Reuters-fréttastofuna. Sjá einnig: Bandarískir hermenn úr landi eftir fjórtán mánuði Ummæli Ashrafs Ghani, forseta Afganistans, hafa ennfremur vakið óvissu um framtíð samkomulags talibana og Bandaríkjastjórnar. Hafnaði Ghani, sem átti ekki aðild að viðræðunum, því að hann hefði fallist á að sleppa þúsundum talibana úr haldi. „Afganska ríkisstjórnin hefur ekki skuldbundið sig til að sleppa 5.000 föngum talibana úr haldi fyrir mögulegar viðræður,“ segir Sediq Sediqqi, talsmaður Ghani. Telja sig mega halda skærum áfram Ekki aðeins er framtíð samkomulags frá því á laugardag í uppnámi heldur segir Mujahid að samkomulag um að draga úr ofbeldinu í Afganistan fram að viðræðunum væri nú runnið úr gildi. Árásir talibana á stjórnarherinn gætu nú hafist aftur á hverri stundu. Scott Miller, yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Afganistan, segist engu að síður vænta þess að talibanar taki skuldbindingar sínar hátíðlegar. Samkomulag talibana og Bandaríkjastjórnar gerir ráð fyrir því að Bandaríkin og bandamenn þeirra dragi allt herlið sitt frá Afganistan á fjórtán mánuðum, háð því að talibanar standi við fyrirheit sín um frið. Bandaríkjaher hefur verið í landinu í átján ár, allt frá því að hann kom talibönum frá völdum í kjölfar hryðjuverkaárásanna í New York í september árið 2001. Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Afganski forsetinn hafnar samkomulagi um fangaskipti Forseti Afganistan segir það ekki rétt að ríkið hafi lofað að frelsa 5000 Talíbana úr fangelsum ríkisins líkt og haldið er fram í friðarsamningi milli Bandaríkjanna og Talíbana. 1. mars 2020 08:58 Bandarískir hermenn úr landi eftir 14 mánuði Bandaríkin og bandamenn þeirra heita því að draga allan herafla sinn frá Afghanistan eftir fjórtán mánuði standi Talibanar við loforð sem gefin eru í nýjum samningi sem undirritaður var í dag. 29. febrúar 2020 13:04 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Forsvarsmenn talibana í Afganistan segjast ekki ætla að taka þátt í frekari viðræðum við stjórnvöld fyrr en um 5.000 liðsmönnum þeirra verður sleppt úr fangelsi. Þá boða talibanar að þeir muni mögulega hefja árásir á stjórnarherinn á ný. Yfirlýsingar talibana koma aðeins tveimur dögum eftir að fulltrúar þeirra og Bandaríkjastjórnar skrifuðu undir samkomulag á laugardag. Í því felst að talibanar og afganska ríkisstjórnin hafi fangaskipti á um 5.000 liðsmönnum talibana annars og um þúsund hermanna stjórnarhersins hins vegar. „Við erum algerlega tilbúnir í viðræður innan Afganistans en við bíðum eftir því að föngunum okkar 5.000 verði sleppt. Ef fangarnir okkar 5.000, hundrað eða tvö hundrað færri skiptir ekki máli, verður ekki sleppt verða engar viðræður innan Afganistans,“ segir Zabihullah Mujahid, talsmaður talibana, við Reuters-fréttastofuna. Sjá einnig: Bandarískir hermenn úr landi eftir fjórtán mánuði Ummæli Ashrafs Ghani, forseta Afganistans, hafa ennfremur vakið óvissu um framtíð samkomulags talibana og Bandaríkjastjórnar. Hafnaði Ghani, sem átti ekki aðild að viðræðunum, því að hann hefði fallist á að sleppa þúsundum talibana úr haldi. „Afganska ríkisstjórnin hefur ekki skuldbundið sig til að sleppa 5.000 föngum talibana úr haldi fyrir mögulegar viðræður,“ segir Sediq Sediqqi, talsmaður Ghani. Telja sig mega halda skærum áfram Ekki aðeins er framtíð samkomulags frá því á laugardag í uppnámi heldur segir Mujahid að samkomulag um að draga úr ofbeldinu í Afganistan fram að viðræðunum væri nú runnið úr gildi. Árásir talibana á stjórnarherinn gætu nú hafist aftur á hverri stundu. Scott Miller, yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Afganistan, segist engu að síður vænta þess að talibanar taki skuldbindingar sínar hátíðlegar. Samkomulag talibana og Bandaríkjastjórnar gerir ráð fyrir því að Bandaríkin og bandamenn þeirra dragi allt herlið sitt frá Afganistan á fjórtán mánuðum, háð því að talibanar standi við fyrirheit sín um frið. Bandaríkjaher hefur verið í landinu í átján ár, allt frá því að hann kom talibönum frá völdum í kjölfar hryðjuverkaárásanna í New York í september árið 2001.
Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Afganski forsetinn hafnar samkomulagi um fangaskipti Forseti Afganistan segir það ekki rétt að ríkið hafi lofað að frelsa 5000 Talíbana úr fangelsum ríkisins líkt og haldið er fram í friðarsamningi milli Bandaríkjanna og Talíbana. 1. mars 2020 08:58 Bandarískir hermenn úr landi eftir 14 mánuði Bandaríkin og bandamenn þeirra heita því að draga allan herafla sinn frá Afghanistan eftir fjórtán mánuði standi Talibanar við loforð sem gefin eru í nýjum samningi sem undirritaður var í dag. 29. febrúar 2020 13:04 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Afganski forsetinn hafnar samkomulagi um fangaskipti Forseti Afganistan segir það ekki rétt að ríkið hafi lofað að frelsa 5000 Talíbana úr fangelsum ríkisins líkt og haldið er fram í friðarsamningi milli Bandaríkjanna og Talíbana. 1. mars 2020 08:58
Bandarískir hermenn úr landi eftir 14 mánuði Bandaríkin og bandamenn þeirra heita því að draga allan herafla sinn frá Afghanistan eftir fjórtán mánuði standi Talibanar við loforð sem gefin eru í nýjum samningi sem undirritaður var í dag. 29. febrúar 2020 13:04
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent