Vita ekki enn af hverju maður hóf skothríð í kirkju í Texas Samúel Karl Ólason skrifar 31. desember 2019 00:01 Rúmlega 240 manns voru í kirkjunni. AP/Yffy Yossifor Lögreglan í Texas í Bandaríkjunum veit ekki enn af hverju maður ákvað að hefja skothríð í kirkju í ríkinu á sunnudaginn. Hann dró upp haglabyssu og skaut tvo menn til bana. Eftir það var hann skotinn til bana af eldri manni sem er sjálfboðaliði í varðsveit kirkjunnar. Rúmlega 240 manns voru í kirkjunni. Árásarmaðurinn hét Keith Thomas Kinnunen og var 43 ára gamall. Fyrir liggur að hann var ákærður fyrir ýmsa glæpi árið 2009 en eins og áður segir liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir. Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, segir Kinnunen hafa sótt kirkjuna áður og hann hafi mögulega átt við geðræn vandamál að stríða. Hann sagði þar að auki að ekki væri hægt að koma í veg fyrir slík veikindi en þó væri hægt að vera viðbúinn árásum sem þessum, eins og forsvarsmenn kirkjunnar voru. Paxton hvatti önnur ríki Bandaríkjanna til að taka upp sömu lög og Texas varðandi það að leyfa fólki að bera skotvopn í kirkjum og bænahúsum. Árásarmaðurinn hét Keith Thomas Kinnunen og var 43 ára gamall.Vísir/AP Þar vísaði hann til laga sem samþykkt voru í kjölfar mannskæðustu skotárásar Texas. Árið 2017 gekk maður inn í kirkju í Sutherlands Springs og skaut 26 manns til bana. Borgarar veittu honum eftirför og særðu hann. Á endanum beindi árásarmaðurinn, sem hét Devin Patrick Kelley, byssu sinni að sjálfum sér.Paxton sjálfur barðist fyrir lögunum. Í kjölfar árásarinnar í Sutherlands Springs sagði hann að ef kirkjur Bandaríkjanna vopnvæddu söfnuði sína og réðu öryggisverði gætu þeir sjálfir fellt árásarmenn áður en þeir fengju tækifæri á því að myrða mjög marga, eins og hann orðaði það.Íhaldsmenn í Bandaríkjunum vísa ítrekað til geðrænna vandamála og segja þau rót þeirra fjölmörgu og mannskæðu skotárása sem eiga sér stað þar í landi á ári hverju. Þeir segja sömuleiðis að besta leiðin til að verjast slíkum árásum sé að fleiri beri skotvopn. Maðurinn sem skaut Kinnunen til bana heitir Jack Wilson. Hann er 71 árs gamall og starfar við að kenna fólki á skotvopn. Áður en hann skaut árásarmanninn var annar meðlimur varðsveitar kirkjunnar skotinn auk annars manns sem stundaði sjálfboðastarf í kirkjunni. Myndband af atvikinu sýnir að þegar Kinnunen skaut Richard White, sem var í varðsveitinni, var White að reyna að draga byssu úr hulstri sínu. Hér að neðan má sjá viðtal við Wilson, þar sem hann fer yfir atburðarrásina. Hann segist ekki líta á sig sem hetju og lítur ekki á það sem svo að hann hafi skotið mann til bana. Hann segist hafa skotið illsku. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Lögreglan í Texas í Bandaríkjunum veit ekki enn af hverju maður ákvað að hefja skothríð í kirkju í ríkinu á sunnudaginn. Hann dró upp haglabyssu og skaut tvo menn til bana. Eftir það var hann skotinn til bana af eldri manni sem er sjálfboðaliði í varðsveit kirkjunnar. Rúmlega 240 manns voru í kirkjunni. Árásarmaðurinn hét Keith Thomas Kinnunen og var 43 ára gamall. Fyrir liggur að hann var ákærður fyrir ýmsa glæpi árið 2009 en eins og áður segir liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir. Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, segir Kinnunen hafa sótt kirkjuna áður og hann hafi mögulega átt við geðræn vandamál að stríða. Hann sagði þar að auki að ekki væri hægt að koma í veg fyrir slík veikindi en þó væri hægt að vera viðbúinn árásum sem þessum, eins og forsvarsmenn kirkjunnar voru. Paxton hvatti önnur ríki Bandaríkjanna til að taka upp sömu lög og Texas varðandi það að leyfa fólki að bera skotvopn í kirkjum og bænahúsum. Árásarmaðurinn hét Keith Thomas Kinnunen og var 43 ára gamall.Vísir/AP Þar vísaði hann til laga sem samþykkt voru í kjölfar mannskæðustu skotárásar Texas. Árið 2017 gekk maður inn í kirkju í Sutherlands Springs og skaut 26 manns til bana. Borgarar veittu honum eftirför og særðu hann. Á endanum beindi árásarmaðurinn, sem hét Devin Patrick Kelley, byssu sinni að sjálfum sér.Paxton sjálfur barðist fyrir lögunum. Í kjölfar árásarinnar í Sutherlands Springs sagði hann að ef kirkjur Bandaríkjanna vopnvæddu söfnuði sína og réðu öryggisverði gætu þeir sjálfir fellt árásarmenn áður en þeir fengju tækifæri á því að myrða mjög marga, eins og hann orðaði það.Íhaldsmenn í Bandaríkjunum vísa ítrekað til geðrænna vandamála og segja þau rót þeirra fjölmörgu og mannskæðu skotárása sem eiga sér stað þar í landi á ári hverju. Þeir segja sömuleiðis að besta leiðin til að verjast slíkum árásum sé að fleiri beri skotvopn. Maðurinn sem skaut Kinnunen til bana heitir Jack Wilson. Hann er 71 árs gamall og starfar við að kenna fólki á skotvopn. Áður en hann skaut árásarmanninn var annar meðlimur varðsveitar kirkjunnar skotinn auk annars manns sem stundaði sjálfboðastarf í kirkjunni. Myndband af atvikinu sýnir að þegar Kinnunen skaut Richard White, sem var í varðsveitinni, var White að reyna að draga byssu úr hulstri sínu. Hér að neðan má sjá viðtal við Wilson, þar sem hann fer yfir atburðarrásina. Hann segist ekki líta á sig sem hetju og lítur ekki á það sem svo að hann hafi skotið mann til bana. Hann segist hafa skotið illsku.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent