Vita ekki enn af hverju maður hóf skothríð í kirkju í Texas Samúel Karl Ólason skrifar 31. desember 2019 00:01 Rúmlega 240 manns voru í kirkjunni. AP/Yffy Yossifor Lögreglan í Texas í Bandaríkjunum veit ekki enn af hverju maður ákvað að hefja skothríð í kirkju í ríkinu á sunnudaginn. Hann dró upp haglabyssu og skaut tvo menn til bana. Eftir það var hann skotinn til bana af eldri manni sem er sjálfboðaliði í varðsveit kirkjunnar. Rúmlega 240 manns voru í kirkjunni. Árásarmaðurinn hét Keith Thomas Kinnunen og var 43 ára gamall. Fyrir liggur að hann var ákærður fyrir ýmsa glæpi árið 2009 en eins og áður segir liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir. Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, segir Kinnunen hafa sótt kirkjuna áður og hann hafi mögulega átt við geðræn vandamál að stríða. Hann sagði þar að auki að ekki væri hægt að koma í veg fyrir slík veikindi en þó væri hægt að vera viðbúinn árásum sem þessum, eins og forsvarsmenn kirkjunnar voru. Paxton hvatti önnur ríki Bandaríkjanna til að taka upp sömu lög og Texas varðandi það að leyfa fólki að bera skotvopn í kirkjum og bænahúsum. Árásarmaðurinn hét Keith Thomas Kinnunen og var 43 ára gamall.Vísir/AP Þar vísaði hann til laga sem samþykkt voru í kjölfar mannskæðustu skotárásar Texas. Árið 2017 gekk maður inn í kirkju í Sutherlands Springs og skaut 26 manns til bana. Borgarar veittu honum eftirför og særðu hann. Á endanum beindi árásarmaðurinn, sem hét Devin Patrick Kelley, byssu sinni að sjálfum sér.Paxton sjálfur barðist fyrir lögunum. Í kjölfar árásarinnar í Sutherlands Springs sagði hann að ef kirkjur Bandaríkjanna vopnvæddu söfnuði sína og réðu öryggisverði gætu þeir sjálfir fellt árásarmenn áður en þeir fengju tækifæri á því að myrða mjög marga, eins og hann orðaði það.Íhaldsmenn í Bandaríkjunum vísa ítrekað til geðrænna vandamála og segja þau rót þeirra fjölmörgu og mannskæðu skotárása sem eiga sér stað þar í landi á ári hverju. Þeir segja sömuleiðis að besta leiðin til að verjast slíkum árásum sé að fleiri beri skotvopn. Maðurinn sem skaut Kinnunen til bana heitir Jack Wilson. Hann er 71 árs gamall og starfar við að kenna fólki á skotvopn. Áður en hann skaut árásarmanninn var annar meðlimur varðsveitar kirkjunnar skotinn auk annars manns sem stundaði sjálfboðastarf í kirkjunni. Myndband af atvikinu sýnir að þegar Kinnunen skaut Richard White, sem var í varðsveitinni, var White að reyna að draga byssu úr hulstri sínu. Hér að neðan má sjá viðtal við Wilson, þar sem hann fer yfir atburðarrásina. Hann segist ekki líta á sig sem hetju og lítur ekki á það sem svo að hann hafi skotið mann til bana. Hann segist hafa skotið illsku. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Lögreglan í Texas í Bandaríkjunum veit ekki enn af hverju maður ákvað að hefja skothríð í kirkju í ríkinu á sunnudaginn. Hann dró upp haglabyssu og skaut tvo menn til bana. Eftir það var hann skotinn til bana af eldri manni sem er sjálfboðaliði í varðsveit kirkjunnar. Rúmlega 240 manns voru í kirkjunni. Árásarmaðurinn hét Keith Thomas Kinnunen og var 43 ára gamall. Fyrir liggur að hann var ákærður fyrir ýmsa glæpi árið 2009 en eins og áður segir liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir. Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, segir Kinnunen hafa sótt kirkjuna áður og hann hafi mögulega átt við geðræn vandamál að stríða. Hann sagði þar að auki að ekki væri hægt að koma í veg fyrir slík veikindi en þó væri hægt að vera viðbúinn árásum sem þessum, eins og forsvarsmenn kirkjunnar voru. Paxton hvatti önnur ríki Bandaríkjanna til að taka upp sömu lög og Texas varðandi það að leyfa fólki að bera skotvopn í kirkjum og bænahúsum. Árásarmaðurinn hét Keith Thomas Kinnunen og var 43 ára gamall.Vísir/AP Þar vísaði hann til laga sem samþykkt voru í kjölfar mannskæðustu skotárásar Texas. Árið 2017 gekk maður inn í kirkju í Sutherlands Springs og skaut 26 manns til bana. Borgarar veittu honum eftirför og særðu hann. Á endanum beindi árásarmaðurinn, sem hét Devin Patrick Kelley, byssu sinni að sjálfum sér.Paxton sjálfur barðist fyrir lögunum. Í kjölfar árásarinnar í Sutherlands Springs sagði hann að ef kirkjur Bandaríkjanna vopnvæddu söfnuði sína og réðu öryggisverði gætu þeir sjálfir fellt árásarmenn áður en þeir fengju tækifæri á því að myrða mjög marga, eins og hann orðaði það.Íhaldsmenn í Bandaríkjunum vísa ítrekað til geðrænna vandamála og segja þau rót þeirra fjölmörgu og mannskæðu skotárása sem eiga sér stað þar í landi á ári hverju. Þeir segja sömuleiðis að besta leiðin til að verjast slíkum árásum sé að fleiri beri skotvopn. Maðurinn sem skaut Kinnunen til bana heitir Jack Wilson. Hann er 71 árs gamall og starfar við að kenna fólki á skotvopn. Áður en hann skaut árásarmanninn var annar meðlimur varðsveitar kirkjunnar skotinn auk annars manns sem stundaði sjálfboðastarf í kirkjunni. Myndband af atvikinu sýnir að þegar Kinnunen skaut Richard White, sem var í varðsveitinni, var White að reyna að draga byssu úr hulstri sínu. Hér að neðan má sjá viðtal við Wilson, þar sem hann fer yfir atburðarrásina. Hann segist ekki líta á sig sem hetju og lítur ekki á það sem svo að hann hafi skotið mann til bana. Hann segist hafa skotið illsku.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira