Fimm sveitarfélög á Suðurlandi skoða sameiningu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. desember 2019 12:30 Sameiningaviðræður eru hafnar á milli fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skafafellssýslu eru hafnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fimm sveitarfélög í Rangárvalla og Vestur Skaftafellsýslu hafa ákveðið að hefja viðræður um sameiningu sveitarfélaganna. Þetta eru Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Verkefnahópur á vegum sveitarfélaganna fimm hefur tekið til starfa en hann er skipaður þremur fulltrúum frá hverju sveitarfélagi. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra er formaður hópsins. „Það er engin búin að skuldbinda sig til eins eða neins, heldur ætlum við að næstu mánuðum að draga saman kosti og galla þess að sameina þessi sveitarfélög en það er allir á sama stað. Þetta snýst í rauninni um að afla gagna“, segir Anton Kári. En hvað kemur til að þið ákveðið að fara í þessa vinnu? „Það er að frumkvæði Mýrdalshrepps, þau sendu á öll sveitarfélögin og óskuðu eftir því að hvert og eitt sveitarfélag skipaði þrjá fulltrúa í svona verkefnahóp.“ Rangárþing eystra Anton Kári segir að verði að sameiningu sveitarfélaganna yrði til mjög öflugt sveitarfélag á Suðurlandi. „Það er ansi stórt, það er yfir fimm þúsund manns, í dag er það í kringum 5.200 til 5.300 manns frá Þjórsá austur að Lómagnúpi í austri.“ Anton Kári segir að íbúar sveitarfélaganna munu alltaf hafa síðasta orðið í sameiningarmálum sveitarfélaganna því boðað yrði til íbúakosningar ákveði fulltrúar sveitarfélaganna að boða til slíkra kosningar. En hann sjálfur, er hann sameiningarmaður eða ekki? „Má ég segja pass, ég held ég verði að segja pass af því að mig vantar enn þá að fá upplýsingar til að getað svarað því. En jú, ég horfi bjartsýnn fram veginn og ég býst við að þetta skili tilætluðum árangri þannig að við fáum upplýsingar og getum tekið upplýsta ákvörðun“, segir Anton Kári. Ásahreppur Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Rangárþing ytra Skaftárhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Djúpstæður ágreiningur um samgönguáætlun Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Sjá meira
Fimm sveitarfélög í Rangárvalla og Vestur Skaftafellsýslu hafa ákveðið að hefja viðræður um sameiningu sveitarfélaganna. Þetta eru Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Verkefnahópur á vegum sveitarfélaganna fimm hefur tekið til starfa en hann er skipaður þremur fulltrúum frá hverju sveitarfélagi. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra er formaður hópsins. „Það er engin búin að skuldbinda sig til eins eða neins, heldur ætlum við að næstu mánuðum að draga saman kosti og galla þess að sameina þessi sveitarfélög en það er allir á sama stað. Þetta snýst í rauninni um að afla gagna“, segir Anton Kári. En hvað kemur til að þið ákveðið að fara í þessa vinnu? „Það er að frumkvæði Mýrdalshrepps, þau sendu á öll sveitarfélögin og óskuðu eftir því að hvert og eitt sveitarfélag skipaði þrjá fulltrúa í svona verkefnahóp.“ Rangárþing eystra Anton Kári segir að verði að sameiningu sveitarfélaganna yrði til mjög öflugt sveitarfélag á Suðurlandi. „Það er ansi stórt, það er yfir fimm þúsund manns, í dag er það í kringum 5.200 til 5.300 manns frá Þjórsá austur að Lómagnúpi í austri.“ Anton Kári segir að íbúar sveitarfélaganna munu alltaf hafa síðasta orðið í sameiningarmálum sveitarfélaganna því boðað yrði til íbúakosningar ákveði fulltrúar sveitarfélaganna að boða til slíkra kosningar. En hann sjálfur, er hann sameiningarmaður eða ekki? „Má ég segja pass, ég held ég verði að segja pass af því að mig vantar enn þá að fá upplýsingar til að getað svarað því. En jú, ég horfi bjartsýnn fram veginn og ég býst við að þetta skili tilætluðum árangri þannig að við fáum upplýsingar og getum tekið upplýsta ákvörðun“, segir Anton Kári.
Ásahreppur Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Rangárþing ytra Skaftárhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Djúpstæður ágreiningur um samgönguáætlun Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Sjá meira