Leikararnir Bill Hader og Rachel Bilson mynda nýjasta stjörnuparið í Hollywood en þau hafa verið að rugla saman reytum undanfarnar vikur. TMZ greinir frá og kemur þar fram að Bilson muni hitta fjölskyldu Hader yfir hátíðarnar.
Parið sást saman á Starbucks í Tusla í Bandaríkjunum en Hader er þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Barry og Bilson vakti gríðarlega athygli á sínum tíma þegar hún fór með eitt af aðalhlutverkunum í unglingaþáttunum The O.C.
Samkvæmt heimildum TMZ er samband þeirra nokkuð alvarlegt og birtir miðilinn mynd af parinu saman á Starbucks sem sjá má hér.
Hader og Bilson léku saman í rómantísku gamanmyndinni The To Do List árið 2013. Maggie Carey, fyrrverandi eiginkona Hader, leikstýrði þeirri mynd en þau skildu árið 2017.
Hader og Bilson nýjasta stjörnuparið í Hollywood
