Fyrsti annáll Stöðvar 2 Sports af fjórum er á dagskrá í kvöld.
Þar verður farið yfir íslenska knattspyrnu karla á árinu 2019; Pepsi Max-deildina, Inkasso-deildina, Mjólkurbikarinn og A-landsliðið.
Dagskrárgerð var í höndum þeirra Guðmundar Benediktssonar og Ólafs Þórs Chelbat.
Meðal þeirra sem rætt er við í annálnum eru Rúnar Kristinsson, Ólafur Kristjánsson, Freyr Alexandersson, Ágúst Gylfason, Arnar Gunnlaugsson Helgi Sigurðsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Landsliðið, PepsíMax, Mjólkurbikarinn, Evrópukeppni og Inkasso í sérstökum 125 mín Íslenskum fótbolta-annál á Sportinu 27.des.
— Gummi Ben (@GummiBen) December 25, 2019
Rúnar Kristins, Arnar Gunnlaugs, Óli Jó, Óskar Hrafn, Óli Kristjáns, Gústi Gylfa, Helgi Sig, Freyr Alexanders & fl. gera upp árið hjá sínum liðum pic.twitter.com/dC3igYWVi9
Annáll 2019: Íslensk knattspyrna karla verður sýndur á Stöð 2 Sport klukkan 20:00 í kvöld.