Leicester komst aftur á sigurbraut Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. desember 2019 19:30 vísir/getty Leicester komst aftur á sigurbraut eftir skellinn á móti Liverpool þegar liðið vann West Ham nú síðdegis. Leicester fékk vítaspyrnu snemma leiks en Lukasz Fabianski varði spyrnuna frá Demarai Gray. Gestirnir náðu þó að komast yfir á 40. mínútu þegar Kelechi Iheanacho kom Leicester yfir með skallamarki. Hamrarnir voru ekki lengi að jafna metin því Pablo Fornals skoraði eftir sendingu Felipe Anderson. Demarai Gray bætti upp fyrir mistök sín þegar hann skoraði sigurmarkið á 56. mínútu. Með sigrinum er Leicester búið að minnka muninn í Liverpool á toppnum niður í 10 stig, en Liverpool á þó tvo leiki til góða. Enski boltinn
Leicester komst aftur á sigurbraut eftir skellinn á móti Liverpool þegar liðið vann West Ham nú síðdegis. Leicester fékk vítaspyrnu snemma leiks en Lukasz Fabianski varði spyrnuna frá Demarai Gray. Gestirnir náðu þó að komast yfir á 40. mínútu þegar Kelechi Iheanacho kom Leicester yfir með skallamarki. Hamrarnir voru ekki lengi að jafna metin því Pablo Fornals skoraði eftir sendingu Felipe Anderson. Demarai Gray bætti upp fyrir mistök sín þegar hann skoraði sigurmarkið á 56. mínútu. Með sigrinum er Leicester búið að minnka muninn í Liverpool á toppnum niður í 10 stig, en Liverpool á þó tvo leiki til góða.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti