Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2025 07:00 Martín Zubimendi hefur mikla trú á knattspyrnustjóranum Mikel Arteta. Getty/Stuart MacFarlane Spænski miðjumaðurinn Martín Zubimendi vildi ekki fara til Liverpool fyrir ári síðan en hefur núna samið við Arsenal. Hann hefur nú sagt af hverju hann fór núna í ensku úrvalsdeildina en ekki í fyrra. Samkvæmt nýju viðtali við Zubimendi þá var það þjálfari Liverpool, Arne Slot, sem var ein af stóru ástæðunum fyrir því að hann vildi ekki koma til Liverpool. Slot gerði Liverpool að enskum meisturum á sínu fyrsta tímabili. Arsenal keypti spænska landsliðsmanninn frá Real Sociedad á 51 milljón pund fyrr í þessum mánuði. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun fyrir mig. Ég vildi vera áfram hjá Real en svo fóru tilboðin að hrannast inn og þá fer maður að hugsa um sína möguleika,“ sagði Zubimendi. Hann vildi ekki fara til Liverpool fyrir ári síðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk) „Það var ekki rétti tíminn fyrir mig að fara í fyrra. Mér fannst Real bjóða mér upp á meiri möguleika og að ég ætti enn eftir að læra mikið þar. Það var best fyrir mig að vera áfram hjá Real ,“ sagði Zubimendi. „Ég veit ekki hvað hann [Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal] sá í mér en ég sé hann sem einn besta þjálfara Evrópu í dag. Þegar upp var staðið þá vildi ég fara til gæðaþjálfara ef ég myndi yfirgefa Real Sociedad,“ sagði Zubimendi og gerði óviljandi eða kannski viljandi lítið úr Arne Slot með þessum orðum sínum. „Ég held að ég hafi fundið hann. Ég sé á þessum fáu dögum sem ég hef verið hér hversu nákvæmur hann er með alla hluti leiksins. Ég held að hann sé þessi gæðaþjálfari sem ég var að leita af,“ sagði Zubimendi. Arsenal hefur ekki unnið titil í fimm ár undir stjórn Mikael Arteta en er búið að vera í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni þrjú ár í röð og komst i undanúrslit Meistaradeildarinnar síðasta vetur. En mun Zubimendi breyta silfri í gull á komandi tímabili? „Ég vona það. Það mikilvægasta fyrir liðið og félagið er að læra af tímabilunum á undan. Við getum lært af því hvernig síðasta tímabil endaði. Meiðslin höfðu mikil áhrif og því minni meiðsli því meiri möguleiki á titli,“ sagði Zubimendi. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Goals (Fanpage) 🏆 (@liverpoolgoals) Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Fleiri fréttir Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira
Samkvæmt nýju viðtali við Zubimendi þá var það þjálfari Liverpool, Arne Slot, sem var ein af stóru ástæðunum fyrir því að hann vildi ekki koma til Liverpool. Slot gerði Liverpool að enskum meisturum á sínu fyrsta tímabili. Arsenal keypti spænska landsliðsmanninn frá Real Sociedad á 51 milljón pund fyrr í þessum mánuði. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun fyrir mig. Ég vildi vera áfram hjá Real en svo fóru tilboðin að hrannast inn og þá fer maður að hugsa um sína möguleika,“ sagði Zubimendi. Hann vildi ekki fara til Liverpool fyrir ári síðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk) „Það var ekki rétti tíminn fyrir mig að fara í fyrra. Mér fannst Real bjóða mér upp á meiri möguleika og að ég ætti enn eftir að læra mikið þar. Það var best fyrir mig að vera áfram hjá Real ,“ sagði Zubimendi. „Ég veit ekki hvað hann [Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal] sá í mér en ég sé hann sem einn besta þjálfara Evrópu í dag. Þegar upp var staðið þá vildi ég fara til gæðaþjálfara ef ég myndi yfirgefa Real Sociedad,“ sagði Zubimendi og gerði óviljandi eða kannski viljandi lítið úr Arne Slot með þessum orðum sínum. „Ég held að ég hafi fundið hann. Ég sé á þessum fáu dögum sem ég hef verið hér hversu nákvæmur hann er með alla hluti leiksins. Ég held að hann sé þessi gæðaþjálfari sem ég var að leita af,“ sagði Zubimendi. Arsenal hefur ekki unnið titil í fimm ár undir stjórn Mikael Arteta en er búið að vera í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni þrjú ár í röð og komst i undanúrslit Meistaradeildarinnar síðasta vetur. En mun Zubimendi breyta silfri í gull á komandi tímabili? „Ég vona það. Það mikilvægasta fyrir liðið og félagið er að læra af tímabilunum á undan. Við getum lært af því hvernig síðasta tímabil endaði. Meiðslin höfðu mikil áhrif og því minni meiðsli því meiri möguleiki á titli,“ sagði Zubimendi. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Goals (Fanpage) 🏆 (@liverpoolgoals)
Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Fleiri fréttir Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira