Steingrímur hellti sér yfir Halldóru Mogensen í hliðarsal þingsins Jakob Bjarnar skrifar 12. desember 2019 12:00 Steingrímur hellti sér yfir Halldóru í vitna viðurvist. Hann hefur nú beðið Halldóru afsökunar en þau á þinginu velta fyrir sér hvað valdi hinu grama geði forsetans. visir/vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, veittist í vikunni að Halldóru Mogensen, þingflokksformanni Pírata, með ókvæðisorðum. Hann hreytti út úr sér reiður mjög einhverju á þessa leið; hvernig er það eiginlega með þig manneskja, er ekki hægt að eiga við þig orðastað undir fjögur augu án þess að það leki út um allt? Ef þú ætlar að haga þér svona hef ég ekkert meira við þig að ræða. Halldóru var brugðið að þurfa að sitja undir öðrum eins skömmum og þessum en vitni sem Vísir hefur rætt við fylgdust forviða með hinum vanstillta og reiða forseta þingsins sýna framgöngu sem þeir sem sáu vilja kenna við fautaskap. Vísir bar þetta undir Halldóru sem segir þetta rétt. „Hann er reyndar búinn að biðja mig afsökunar og ég tók það gott og gilt,“ segir Halldóra og útskýrir tildrög þessa upphlaups. Það var sameiginlegur skilningur þingmanna að slíta ætti þingfundi klukkan fimm vegna óveðursins. Öskraði á Halldóru í vitna viðurvist „Það var stefnt að því en svo fengum við þær fregnir af skrifstofunni að það væri ekki frágengið. Þá fór ég að spyrja forseta frammi í matsal og hann útskýrði þar eins og ég sagði þegar ég fór uppí pontu eftir á, að það væri útlit fyrir að við yrðum lengur. Þetta var ekkert einkasamtal, margir sem heyrðu það sem forseti sagði. Við ákváðum að fara í fundarstjórn; um hvenær við fengjum að fara heim, meðal annars í ljósi þess að forsætisráðherra var búinn að setja status á Facebook-síðu sína og biðja fólk að vera heima,“ útskýrir Halldóra. Í þingsal. Forseti þingsins hefur verið geðstirður að undanförnu og átt erfitt með að sýna þá stillingu sem hæfir hinu virðulega embætti sem hann gegnir.visir/vilhelm „Hann öskraði á mig fyrir framan alla þarna í hliðarherberginu. Helga Vala [Helgadóttir þingmaður Samfylkingar] var þarna líka og krafðist þess að fá að vita hvenær hann ætlaði að slíta fundi?“ Þá rauk Steingrímur inn í þingsal og hreytti út úr sér við Willum Þór Þórsson varaforseta: „Slíttu fundi!“ Væringar milli Pírata og Steingríms Vísir hefur þegar greint frá væringum milli Pírata og Steingríms en Halldóra sagði úr ræðustóli þingsins að Steingrímur væri stöðugt að trufla þingmenn Pírata í þeirra ræðum og ávíta fyrir að fara út fyrir umræðuefnið. Píratar kvörtuðu undan þess, töldu hann mismuna þingmönnum; stjórnarþingmenn þyrftu ekki að búa við annað eins og þetta. „Þá varð hann mjög reiður,“ segir Halldóra. Þeir sem Vísir hefur rætt við vilja tengja hið stirða skap Steingríms við undirliggjandi vanda innan stjórnarsamstarfsins að þar eigi flokkarnir erfitt með að koma sér saman um nokkurn skapaðan hlut og er til dæmis fjölmiðlafrumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra haft til marks um þetta. Í kjölfarið þessa hefur reynst erfitt að láta störf þingsins ganga fram með eðlilegum hætti, eins og Vísir greindi frá í vikunni. Alþingi Tengdar fréttir Upp úr sauð á Alþingi: Þingmenn sakaðir um ómerkilegheit og skítlega framkomu Það var mikill hasar og læti við upphaf þingfundar í dag þegar rætt var um fundarstjórn forseta og um atkvæðagreiðslu um afbrigði. 10. desember 2019 14:44 Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Halldóra Mogensen telur forseta þingsins mismuna þingmönnum með bjölluslætti sínum. 10. desember 2019 14:35 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, veittist í vikunni að Halldóru Mogensen, þingflokksformanni Pírata, með ókvæðisorðum. Hann hreytti út úr sér reiður mjög einhverju á þessa leið; hvernig er það eiginlega með þig manneskja, er ekki hægt að eiga við þig orðastað undir fjögur augu án þess að það leki út um allt? Ef þú ætlar að haga þér svona hef ég ekkert meira við þig að ræða. Halldóru var brugðið að þurfa að sitja undir öðrum eins skömmum og þessum en vitni sem Vísir hefur rætt við fylgdust forviða með hinum vanstillta og reiða forseta þingsins sýna framgöngu sem þeir sem sáu vilja kenna við fautaskap. Vísir bar þetta undir Halldóru sem segir þetta rétt. „Hann er reyndar búinn að biðja mig afsökunar og ég tók það gott og gilt,“ segir Halldóra og útskýrir tildrög þessa upphlaups. Það var sameiginlegur skilningur þingmanna að slíta ætti þingfundi klukkan fimm vegna óveðursins. Öskraði á Halldóru í vitna viðurvist „Það var stefnt að því en svo fengum við þær fregnir af skrifstofunni að það væri ekki frágengið. Þá fór ég að spyrja forseta frammi í matsal og hann útskýrði þar eins og ég sagði þegar ég fór uppí pontu eftir á, að það væri útlit fyrir að við yrðum lengur. Þetta var ekkert einkasamtal, margir sem heyrðu það sem forseti sagði. Við ákváðum að fara í fundarstjórn; um hvenær við fengjum að fara heim, meðal annars í ljósi þess að forsætisráðherra var búinn að setja status á Facebook-síðu sína og biðja fólk að vera heima,“ útskýrir Halldóra. Í þingsal. Forseti þingsins hefur verið geðstirður að undanförnu og átt erfitt með að sýna þá stillingu sem hæfir hinu virðulega embætti sem hann gegnir.visir/vilhelm „Hann öskraði á mig fyrir framan alla þarna í hliðarherberginu. Helga Vala [Helgadóttir þingmaður Samfylkingar] var þarna líka og krafðist þess að fá að vita hvenær hann ætlaði að slíta fundi?“ Þá rauk Steingrímur inn í þingsal og hreytti út úr sér við Willum Þór Þórsson varaforseta: „Slíttu fundi!“ Væringar milli Pírata og Steingríms Vísir hefur þegar greint frá væringum milli Pírata og Steingríms en Halldóra sagði úr ræðustóli þingsins að Steingrímur væri stöðugt að trufla þingmenn Pírata í þeirra ræðum og ávíta fyrir að fara út fyrir umræðuefnið. Píratar kvörtuðu undan þess, töldu hann mismuna þingmönnum; stjórnarþingmenn þyrftu ekki að búa við annað eins og þetta. „Þá varð hann mjög reiður,“ segir Halldóra. Þeir sem Vísir hefur rætt við vilja tengja hið stirða skap Steingríms við undirliggjandi vanda innan stjórnarsamstarfsins að þar eigi flokkarnir erfitt með að koma sér saman um nokkurn skapaðan hlut og er til dæmis fjölmiðlafrumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra haft til marks um þetta. Í kjölfarið þessa hefur reynst erfitt að láta störf þingsins ganga fram með eðlilegum hætti, eins og Vísir greindi frá í vikunni.
Alþingi Tengdar fréttir Upp úr sauð á Alþingi: Þingmenn sakaðir um ómerkilegheit og skítlega framkomu Það var mikill hasar og læti við upphaf þingfundar í dag þegar rætt var um fundarstjórn forseta og um atkvæðagreiðslu um afbrigði. 10. desember 2019 14:44 Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Halldóra Mogensen telur forseta þingsins mismuna þingmönnum með bjölluslætti sínum. 10. desember 2019 14:35 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira
Upp úr sauð á Alþingi: Þingmenn sakaðir um ómerkilegheit og skítlega framkomu Það var mikill hasar og læti við upphaf þingfundar í dag þegar rætt var um fundarstjórn forseta og um atkvæðagreiðslu um afbrigði. 10. desember 2019 14:44
Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Halldóra Mogensen telur forseta þingsins mismuna þingmönnum með bjölluslætti sínum. 10. desember 2019 14:35