Þingmenn vilja stutt réttarhöld Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2019 13:42 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Manuel Balce Ceneta Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins vilja stutt réttarhöld yfir Donald Trump og vilja ekki kalla til vitni. Þá vilja þeir hafa réttarhöldin eftir áramót. Það er þvert á vilja Trump sem vill kalla til þó nokkur vitni því hann telur að framburður þeirra myndi skaða pólitíska andstæðinga hans. Þingmennirnir eru þó ekki sömu skoðunar og telja að réttarhöldin gætu orðið að pólitískum sirkus. Þá segja Repúblikanar að engin þörf sé á því að kalla til umdeild vitni ef það muni hvort eð er ekki hafa áhrif á niðurstöðuna. Fastlega er búið við því að dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings muni samþykkja tvær ákærur gegn Trump fyrir embættisbrot í dag og að öll deildin muni gera það snemma í næstu viku. Einhverjir þingmenn Demókrataflokksins eru líklegir til að greiða atkvæði gegn ákærunum en þrátt fyrir að munu Demókratar eiga nógu mörg atkvæði til að koma málinu til öldungadeildarinnar.Sjá einnig: Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt og standa í vegi þingsinsTrump vill meðal annars kalla þau Adam B. Schiff, Nancy Pelosi, Joe og Hunter Biden og uppljóstrarann sem kom upp um viðleitni Trump til að fá yfirvöld Úkraínu til að rannsaka Biden feðgana og forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016. Kvörtun uppljóstrarans leiddi til þess að fulltrúadeild þingsins hóf rannsókn á því hvort Trump hafi brotið af sér í starfi. Mitch McConnel, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni.AP/J. Scott Applewhite Samkvæmt heimildarmönnum Washington Post varaði Mitch McConnel, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, aðra þingmenn sérstaklega við því að kalla þetta fólk til vitnisburðar. Demókratar gætu fengið það í gegn að kalla til eigin vitni, eins og Mike Pence, varaforseta, og Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Trump hefur meinað þeim tveimur og mörgum öðrum í ríkisstjórn hans að bera vitni.Réttarhöldin sjálf gætu tekið einungis tvær vikur, þar sem forsvarsmenn rannsóknarinnar á fulltrúadeildinni munu flytja mál sitt og lögmenn Hvíta hússins munu verja forsetann. Þingmenn myndu svo greiða atkvæði um örlög forsetans en fastlega má búast við því að honum verði ekki vísað úr embætti þar sem Repúblikanar eru í meirihluta á öldungadeildinni. McConnell vill sérstaklega ekki draga réttarhöldin á langinn þar sem hann vill ekki að þau komið niður á kosningabaráttu flokksins í kosningunum á næsta ári. Hann hefur aldrei lýst því yfir opinberlega hvernig hann vill að réttarhöldin fari fram. Á fundi með öðrum þingmönnum í vikunni vísaði hann í tvo möguleika. Annar væri að halda réttarhöld þar sem báðir aðilar fá að kalla til vitni. Hinn væri að þingmenn ákváðu að „þeir hafi heyrt nóg og telji sig vita hvað muni gerast“. Þingmaðurinn Pat Roberts segir ljóst hvað McConnell átti við. Hann vilji klára þetta sem fyrst. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja Trump hafa brotið af sér í starfi Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin hag og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. 3. desember 2019 19:57 Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23 Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00 Rannsókn FBI á tengslum Trumps og Rússlands ekki pólitískt hlutdræg Eftirlitsnefnd Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna úrskurðaði í dag að rannsókn bandarísku Alríkislögreglunnar, FBI, á tengslum forsetaframboðs Donalds Trumps og Rússlands hafi ekki stjórnast af pólitískri hlutdrægni. 9. desember 2019 23:07 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins vilja stutt réttarhöld yfir Donald Trump og vilja ekki kalla til vitni. Þá vilja þeir hafa réttarhöldin eftir áramót. Það er þvert á vilja Trump sem vill kalla til þó nokkur vitni því hann telur að framburður þeirra myndi skaða pólitíska andstæðinga hans. Þingmennirnir eru þó ekki sömu skoðunar og telja að réttarhöldin gætu orðið að pólitískum sirkus. Þá segja Repúblikanar að engin þörf sé á því að kalla til umdeild vitni ef það muni hvort eð er ekki hafa áhrif á niðurstöðuna. Fastlega er búið við því að dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings muni samþykkja tvær ákærur gegn Trump fyrir embættisbrot í dag og að öll deildin muni gera það snemma í næstu viku. Einhverjir þingmenn Demókrataflokksins eru líklegir til að greiða atkvæði gegn ákærunum en þrátt fyrir að munu Demókratar eiga nógu mörg atkvæði til að koma málinu til öldungadeildarinnar.Sjá einnig: Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt og standa í vegi þingsinsTrump vill meðal annars kalla þau Adam B. Schiff, Nancy Pelosi, Joe og Hunter Biden og uppljóstrarann sem kom upp um viðleitni Trump til að fá yfirvöld Úkraínu til að rannsaka Biden feðgana og forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016. Kvörtun uppljóstrarans leiddi til þess að fulltrúadeild þingsins hóf rannsókn á því hvort Trump hafi brotið af sér í starfi. Mitch McConnel, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni.AP/J. Scott Applewhite Samkvæmt heimildarmönnum Washington Post varaði Mitch McConnel, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, aðra þingmenn sérstaklega við því að kalla þetta fólk til vitnisburðar. Demókratar gætu fengið það í gegn að kalla til eigin vitni, eins og Mike Pence, varaforseta, og Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Trump hefur meinað þeim tveimur og mörgum öðrum í ríkisstjórn hans að bera vitni.Réttarhöldin sjálf gætu tekið einungis tvær vikur, þar sem forsvarsmenn rannsóknarinnar á fulltrúadeildinni munu flytja mál sitt og lögmenn Hvíta hússins munu verja forsetann. Þingmenn myndu svo greiða atkvæði um örlög forsetans en fastlega má búast við því að honum verði ekki vísað úr embætti þar sem Repúblikanar eru í meirihluta á öldungadeildinni. McConnell vill sérstaklega ekki draga réttarhöldin á langinn þar sem hann vill ekki að þau komið niður á kosningabaráttu flokksins í kosningunum á næsta ári. Hann hefur aldrei lýst því yfir opinberlega hvernig hann vill að réttarhöldin fari fram. Á fundi með öðrum þingmönnum í vikunni vísaði hann í tvo möguleika. Annar væri að halda réttarhöld þar sem báðir aðilar fá að kalla til vitni. Hinn væri að þingmenn ákváðu að „þeir hafi heyrt nóg og telji sig vita hvað muni gerast“. Þingmaðurinn Pat Roberts segir ljóst hvað McConnell átti við. Hann vilji klára þetta sem fyrst.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja Trump hafa brotið af sér í starfi Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin hag og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. 3. desember 2019 19:57 Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23 Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00 Rannsókn FBI á tengslum Trumps og Rússlands ekki pólitískt hlutdræg Eftirlitsnefnd Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna úrskurðaði í dag að rannsókn bandarísku Alríkislögreglunnar, FBI, á tengslum forsetaframboðs Donalds Trumps og Rússlands hafi ekki stjórnast af pólitískri hlutdrægni. 9. desember 2019 23:07 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Segja Trump hafa brotið af sér í starfi Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin hag og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. 3. desember 2019 19:57
Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23
Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00
Rannsókn FBI á tengslum Trumps og Rússlands ekki pólitískt hlutdræg Eftirlitsnefnd Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna úrskurðaði í dag að rannsókn bandarísku Alríkislögreglunnar, FBI, á tengslum forsetaframboðs Donalds Trumps og Rússlands hafi ekki stjórnast af pólitískri hlutdrægni. 9. desember 2019 23:07