Þingmenn vilja stutt réttarhöld Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2019 13:42 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Manuel Balce Ceneta Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins vilja stutt réttarhöld yfir Donald Trump og vilja ekki kalla til vitni. Þá vilja þeir hafa réttarhöldin eftir áramót. Það er þvert á vilja Trump sem vill kalla til þó nokkur vitni því hann telur að framburður þeirra myndi skaða pólitíska andstæðinga hans. Þingmennirnir eru þó ekki sömu skoðunar og telja að réttarhöldin gætu orðið að pólitískum sirkus. Þá segja Repúblikanar að engin þörf sé á því að kalla til umdeild vitni ef það muni hvort eð er ekki hafa áhrif á niðurstöðuna. Fastlega er búið við því að dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings muni samþykkja tvær ákærur gegn Trump fyrir embættisbrot í dag og að öll deildin muni gera það snemma í næstu viku. Einhverjir þingmenn Demókrataflokksins eru líklegir til að greiða atkvæði gegn ákærunum en þrátt fyrir að munu Demókratar eiga nógu mörg atkvæði til að koma málinu til öldungadeildarinnar.Sjá einnig: Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt og standa í vegi þingsinsTrump vill meðal annars kalla þau Adam B. Schiff, Nancy Pelosi, Joe og Hunter Biden og uppljóstrarann sem kom upp um viðleitni Trump til að fá yfirvöld Úkraínu til að rannsaka Biden feðgana og forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016. Kvörtun uppljóstrarans leiddi til þess að fulltrúadeild þingsins hóf rannsókn á því hvort Trump hafi brotið af sér í starfi. Mitch McConnel, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni.AP/J. Scott Applewhite Samkvæmt heimildarmönnum Washington Post varaði Mitch McConnel, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, aðra þingmenn sérstaklega við því að kalla þetta fólk til vitnisburðar. Demókratar gætu fengið það í gegn að kalla til eigin vitni, eins og Mike Pence, varaforseta, og Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Trump hefur meinað þeim tveimur og mörgum öðrum í ríkisstjórn hans að bera vitni.Réttarhöldin sjálf gætu tekið einungis tvær vikur, þar sem forsvarsmenn rannsóknarinnar á fulltrúadeildinni munu flytja mál sitt og lögmenn Hvíta hússins munu verja forsetann. Þingmenn myndu svo greiða atkvæði um örlög forsetans en fastlega má búast við því að honum verði ekki vísað úr embætti þar sem Repúblikanar eru í meirihluta á öldungadeildinni. McConnell vill sérstaklega ekki draga réttarhöldin á langinn þar sem hann vill ekki að þau komið niður á kosningabaráttu flokksins í kosningunum á næsta ári. Hann hefur aldrei lýst því yfir opinberlega hvernig hann vill að réttarhöldin fari fram. Á fundi með öðrum þingmönnum í vikunni vísaði hann í tvo möguleika. Annar væri að halda réttarhöld þar sem báðir aðilar fá að kalla til vitni. Hinn væri að þingmenn ákváðu að „þeir hafi heyrt nóg og telji sig vita hvað muni gerast“. Þingmaðurinn Pat Roberts segir ljóst hvað McConnell átti við. Hann vilji klára þetta sem fyrst. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja Trump hafa brotið af sér í starfi Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin hag og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. 3. desember 2019 19:57 Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23 Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00 Rannsókn FBI á tengslum Trumps og Rússlands ekki pólitískt hlutdræg Eftirlitsnefnd Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna úrskurðaði í dag að rannsókn bandarísku Alríkislögreglunnar, FBI, á tengslum forsetaframboðs Donalds Trumps og Rússlands hafi ekki stjórnast af pólitískri hlutdrægni. 9. desember 2019 23:07 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins vilja stutt réttarhöld yfir Donald Trump og vilja ekki kalla til vitni. Þá vilja þeir hafa réttarhöldin eftir áramót. Það er þvert á vilja Trump sem vill kalla til þó nokkur vitni því hann telur að framburður þeirra myndi skaða pólitíska andstæðinga hans. Þingmennirnir eru þó ekki sömu skoðunar og telja að réttarhöldin gætu orðið að pólitískum sirkus. Þá segja Repúblikanar að engin þörf sé á því að kalla til umdeild vitni ef það muni hvort eð er ekki hafa áhrif á niðurstöðuna. Fastlega er búið við því að dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings muni samþykkja tvær ákærur gegn Trump fyrir embættisbrot í dag og að öll deildin muni gera það snemma í næstu viku. Einhverjir þingmenn Demókrataflokksins eru líklegir til að greiða atkvæði gegn ákærunum en þrátt fyrir að munu Demókratar eiga nógu mörg atkvæði til að koma málinu til öldungadeildarinnar.Sjá einnig: Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt og standa í vegi þingsinsTrump vill meðal annars kalla þau Adam B. Schiff, Nancy Pelosi, Joe og Hunter Biden og uppljóstrarann sem kom upp um viðleitni Trump til að fá yfirvöld Úkraínu til að rannsaka Biden feðgana og forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016. Kvörtun uppljóstrarans leiddi til þess að fulltrúadeild þingsins hóf rannsókn á því hvort Trump hafi brotið af sér í starfi. Mitch McConnel, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni.AP/J. Scott Applewhite Samkvæmt heimildarmönnum Washington Post varaði Mitch McConnel, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, aðra þingmenn sérstaklega við því að kalla þetta fólk til vitnisburðar. Demókratar gætu fengið það í gegn að kalla til eigin vitni, eins og Mike Pence, varaforseta, og Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Trump hefur meinað þeim tveimur og mörgum öðrum í ríkisstjórn hans að bera vitni.Réttarhöldin sjálf gætu tekið einungis tvær vikur, þar sem forsvarsmenn rannsóknarinnar á fulltrúadeildinni munu flytja mál sitt og lögmenn Hvíta hússins munu verja forsetann. Þingmenn myndu svo greiða atkvæði um örlög forsetans en fastlega má búast við því að honum verði ekki vísað úr embætti þar sem Repúblikanar eru í meirihluta á öldungadeildinni. McConnell vill sérstaklega ekki draga réttarhöldin á langinn þar sem hann vill ekki að þau komið niður á kosningabaráttu flokksins í kosningunum á næsta ári. Hann hefur aldrei lýst því yfir opinberlega hvernig hann vill að réttarhöldin fari fram. Á fundi með öðrum þingmönnum í vikunni vísaði hann í tvo möguleika. Annar væri að halda réttarhöld þar sem báðir aðilar fá að kalla til vitni. Hinn væri að þingmenn ákváðu að „þeir hafi heyrt nóg og telji sig vita hvað muni gerast“. Þingmaðurinn Pat Roberts segir ljóst hvað McConnell átti við. Hann vilji klára þetta sem fyrst.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja Trump hafa brotið af sér í starfi Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin hag og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. 3. desember 2019 19:57 Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23 Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00 Rannsókn FBI á tengslum Trumps og Rússlands ekki pólitískt hlutdræg Eftirlitsnefnd Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna úrskurðaði í dag að rannsókn bandarísku Alríkislögreglunnar, FBI, á tengslum forsetaframboðs Donalds Trumps og Rússlands hafi ekki stjórnast af pólitískri hlutdrægni. 9. desember 2019 23:07 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Segja Trump hafa brotið af sér í starfi Donald Trump fórnaði öryggishagsmunum Bandaríkjanna í eigin hag og rík ástæða er til að ákæra hann fyrir embættisbrot í starfi forseta. 3. desember 2019 19:57
Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23
Trump rangtúlkar orð Zelensky og segist hreinsaður af sök Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, er ekki þeirrar skoðunar að umdeilt símtal hans og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi falið í sér svokallað "kaup kaups“ (e. Quid pro quo). Hann gagnrýndi Bandaríkin þó harðlega fyrir að koma fram við Úkraínu sem peð í pólitískri skák. 2. desember 2019 23:00
Rannsókn FBI á tengslum Trumps og Rússlands ekki pólitískt hlutdræg Eftirlitsnefnd Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna úrskurðaði í dag að rannsókn bandarísku Alríkislögreglunnar, FBI, á tengslum forsetaframboðs Donalds Trumps og Rússlands hafi ekki stjórnast af pólitískri hlutdrægni. 9. desember 2019 23:07