Annar árásarmannanna í Jersey hafði skrifað illa um gyðinga Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2019 15:20 Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir. AP/Seth Wenig Annar árásarmannanna í New Jersey hafði skrifað færslur á samfélagsmiðlum skömmu áður en hann og annar maður skutu fjóra til bana yfir nokkurra klukkustunda skeið. Í færslunum fjallaði hann um gyðinga með niðrandi hætti. Þá var maðurinn hliðhollur öfgahreyfingu þeldökkra Bandaríkjamanna sem telja sig afkomendur gyðinga úr biblíunni og sérvalda þjóð guðs. Sá sem leiddi árásina taldi sig vera að framfylgja vilja guðs en tilefni árásarinnar liggur þó ekki fyrir. Árásin hófst í rauninni við kirkjugarð í Jersey-borg þegar lögregluþjónn reyndi að stöðva tvo menn sem voru með stöðu grunaðra í morðmáli. Þeir skutu lögregluþjóninn þó til bana og keyrðu á brott á stolnum bíl. Skömmu seinna stöðvuðu þeir í hverfi strangtrúaðra gyðinga og ruddu sér leið inn í verslun. Eftir um fjögurra tíma skotbardaga voru þeir báðir dánir og þrír aðrir í versluninni. Tveir lögregluþjónar voru særðir. David N. Anderson.AP/Lögreglan í Kent í Ohio Þau þrjú sem dóu voru Mindel Frencz sem var 33 ára gömul og rak verslunina með manni sínum. Hann var nýbúinn að yfirgefa verslunina. Moshe Deutsch, 24 ára, dó einnig og Douglas Miguel Rodriguez, 49 ára starfsmaður verslunarinnar.Sjá einnig: Árásarmennirnir sagðir hafa valið verslun gyðinga sérstaklegaÁrásarmennirnir tveir eru grunaðir um að hafa myrt mann um síðustu helgi. Um er að ræða þau David N. Anderson, 47 ára, og Francine Graham, kærustu hans sem var 50 ára. Anderson var í varaliði hers Bandaríkjanna í fjögur ár og sat í fangelsi í eitt ár fyrir rúmum áratug og þá fyrir brot á vopnalögum. Myndbandið hér að neðan sýnir hvernig Anderson og Graham ruddust inn í verslunina en New York Times segir Anderson hafa byrjað að skjóta á fólk um leið og hann fór þar inn. Ekki liggur fyrir hvort Anderson hafi verið meðlimur öfgasamtakanna Black Hebrew Israelites eða stuðningsmaður samtakanna. Þau eru ekki þekkt fyrir að ýta undir ofbeldi en eru skilgreind sem haturssamtök. Frekar má lesa um samtökin á vef Southern Poverty Law Center. Það eru samtök sem vakta öfgasamtök í Bandaríkjunum.Steven Fulop, borgarstjóri Jersey-borgar, segist sannfærður að um hatursglæp sé að ræða. Hann er sjálfur afkomandi fólks sem lifði helförina af. Í sendiferðabílnum sem parið hafði stolið fannst einhvers konar yfirlýsing eða manifesto, sem lögreglan segir illskiljanlega. Hún ku vera mjög illa skrifuð og varpar ekki ljósi á tilefni árásarinnar. Anderson stóð þó í þeirri trú að hann væri að framfylgja vilja guðs. Þar fannst einnig rörasprengja, sem var þó ekki tilbúin að fullu. Hún var þó vönduð, samkvæmt Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Annar árásarmannanna í New Jersey hafði skrifað færslur á samfélagsmiðlum skömmu áður en hann og annar maður skutu fjóra til bana yfir nokkurra klukkustunda skeið. Í færslunum fjallaði hann um gyðinga með niðrandi hætti. Þá var maðurinn hliðhollur öfgahreyfingu þeldökkra Bandaríkjamanna sem telja sig afkomendur gyðinga úr biblíunni og sérvalda þjóð guðs. Sá sem leiddi árásina taldi sig vera að framfylgja vilja guðs en tilefni árásarinnar liggur þó ekki fyrir. Árásin hófst í rauninni við kirkjugarð í Jersey-borg þegar lögregluþjónn reyndi að stöðva tvo menn sem voru með stöðu grunaðra í morðmáli. Þeir skutu lögregluþjóninn þó til bana og keyrðu á brott á stolnum bíl. Skömmu seinna stöðvuðu þeir í hverfi strangtrúaðra gyðinga og ruddu sér leið inn í verslun. Eftir um fjögurra tíma skotbardaga voru þeir báðir dánir og þrír aðrir í versluninni. Tveir lögregluþjónar voru særðir. David N. Anderson.AP/Lögreglan í Kent í Ohio Þau þrjú sem dóu voru Mindel Frencz sem var 33 ára gömul og rak verslunina með manni sínum. Hann var nýbúinn að yfirgefa verslunina. Moshe Deutsch, 24 ára, dó einnig og Douglas Miguel Rodriguez, 49 ára starfsmaður verslunarinnar.Sjá einnig: Árásarmennirnir sagðir hafa valið verslun gyðinga sérstaklegaÁrásarmennirnir tveir eru grunaðir um að hafa myrt mann um síðustu helgi. Um er að ræða þau David N. Anderson, 47 ára, og Francine Graham, kærustu hans sem var 50 ára. Anderson var í varaliði hers Bandaríkjanna í fjögur ár og sat í fangelsi í eitt ár fyrir rúmum áratug og þá fyrir brot á vopnalögum. Myndbandið hér að neðan sýnir hvernig Anderson og Graham ruddust inn í verslunina en New York Times segir Anderson hafa byrjað að skjóta á fólk um leið og hann fór þar inn. Ekki liggur fyrir hvort Anderson hafi verið meðlimur öfgasamtakanna Black Hebrew Israelites eða stuðningsmaður samtakanna. Þau eru ekki þekkt fyrir að ýta undir ofbeldi en eru skilgreind sem haturssamtök. Frekar má lesa um samtökin á vef Southern Poverty Law Center. Það eru samtök sem vakta öfgasamtök í Bandaríkjunum.Steven Fulop, borgarstjóri Jersey-borgar, segist sannfærður að um hatursglæp sé að ræða. Hann er sjálfur afkomandi fólks sem lifði helförina af. Í sendiferðabílnum sem parið hafði stolið fannst einhvers konar yfirlýsing eða manifesto, sem lögreglan segir illskiljanlega. Hún ku vera mjög illa skrifuð og varpar ekki ljósi á tilefni árásarinnar. Anderson stóð þó í þeirri trú að hann væri að framfylgja vilja guðs. Þar fannst einnig rörasprengja, sem var þó ekki tilbúin að fullu. Hún var þó vönduð, samkvæmt Alríkislögreglu Bandaríkjanna.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira