Colin og Livia Firth skilin eftir tuttugu og tveggja ára hjónaband Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2019 08:38 Hjónin hafa ákveðið að skilja eftir tuttugu og tveggja ára hjónaband. getty/ Anthony Harvey Breski leikarinn Colin Firth og Livia Firth, konan hans eru skilin. Tvö ár eru liðin síðan hjónin greindu frá því að hún hafi átt í sambandi við annan mann á meðan þau skildu stuttlega. Frá þessu er greint á vef People. „Colin og Livia Firth eru skilin. Þau eru enn góðir vinir og eru sameinuð í ást sinni fyrir börnunum þeirra,“ sagði í tilkynningu frá fjölmiðlafulltrúa parsins. „Þau biðja vinsamlegast um að einkalíf þeirra sé virt.“ Parið var síðast myndað saman í september þegar Green Carpet Fashion Awards var í Mílan. Þau eiga saman synina Luca og Matteo sem eru sextán og átján ára gamlir. Í mars 2018 greindi parið frá því að Livia hafi átt í sambandi við ítalskan blaðamann á meðan þau Colin skyldu stuttlega árin 2015 og 2016. Eftir að sambandi þeirra lauk kærði Livia blaðamanninn fyrir áreitni og hélt hún því fram að hann elti sig. Samband þeirra varði í aðeins ellefu mánuði. Lögregla hóf rannsókna á blaðamaninnum, Marco Brancaccia, árið 2017 eftir að Livia tilkynnti hann til lögreglu og sakaði hún hann um áreitni, sem hann neitaði. Marco Brancaccia var giftur Snæfríði Baldvinsdóttur en hún flúði undan honum frá Mexíkó þar sem þau voru búsett. Snæfríður og Brancaccia áttu í forræðisdeilum árið 2003 en árið 2003 flúði Snæfríður frá heimili þeirra í Mexíkó til Íslands með dóttur þeirra. Þurfti hún að fá neyðarvegabréf fyrir stúlkuna þar sem Brancaccia hafði tekið vegabréf hennar í sína vörslu. Sjá einnig: Fyrrverandi tengdasonur Íslands sakaður um að hrella eiginkonu Colin Firth Í samtali við People sagði Brancaccia að þau Livia hafi þekkst frá því þau voru unglingar en þau hafi átt í ellefu mánaða ástarsambandi árin 2015-2016. Eftir að sambandinu hafi lokið í Júní 2016 hafi hann aldrei hringt í hana aftur. „Ég sendi henni tvö skilaboð á WhatsApp, skilaboð í tilefni af afmælinu hennar og tölvupóst á Colin sem ég sé eftir.“ Brancaccia var ákærður fyrir að áreita hana eftir að yfirvöld fundu ofbeldisfull skilaboð og tölvupósta á síma Brancaccia við rannsókn málsins. Málið var afgreitt utan dómstóla í júlí 2018. Firth og Livia giftust árið 1997 en þau hittust fyrst við tökur á þáttunum Nostromo árið 1996. Parið flutti saman til ítalska héraðsins Umbria og eignuðust þar drengina sína tvo. Hollywood Tengdar fréttir Fyrrverandi tengdasonur Íslands sakaður um að hrella eiginkonu Colin Firth Livia Giuggioli og eiginmaður hennar Colin Firth hafa sakað ítalska blaðamanninn Marco Brancaccia um að senda ógnandi skilaboð til Giuggioli. Brancaccia var á árum áður giftur Snæfríði Baldvinsdóttur sem flúði undan honum frá Mexíkó. 11. mars 2018 10:15 Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira
Breski leikarinn Colin Firth og Livia Firth, konan hans eru skilin. Tvö ár eru liðin síðan hjónin greindu frá því að hún hafi átt í sambandi við annan mann á meðan þau skildu stuttlega. Frá þessu er greint á vef People. „Colin og Livia Firth eru skilin. Þau eru enn góðir vinir og eru sameinuð í ást sinni fyrir börnunum þeirra,“ sagði í tilkynningu frá fjölmiðlafulltrúa parsins. „Þau biðja vinsamlegast um að einkalíf þeirra sé virt.“ Parið var síðast myndað saman í september þegar Green Carpet Fashion Awards var í Mílan. Þau eiga saman synina Luca og Matteo sem eru sextán og átján ára gamlir. Í mars 2018 greindi parið frá því að Livia hafi átt í sambandi við ítalskan blaðamann á meðan þau Colin skyldu stuttlega árin 2015 og 2016. Eftir að sambandi þeirra lauk kærði Livia blaðamanninn fyrir áreitni og hélt hún því fram að hann elti sig. Samband þeirra varði í aðeins ellefu mánuði. Lögregla hóf rannsókna á blaðamaninnum, Marco Brancaccia, árið 2017 eftir að Livia tilkynnti hann til lögreglu og sakaði hún hann um áreitni, sem hann neitaði. Marco Brancaccia var giftur Snæfríði Baldvinsdóttur en hún flúði undan honum frá Mexíkó þar sem þau voru búsett. Snæfríður og Brancaccia áttu í forræðisdeilum árið 2003 en árið 2003 flúði Snæfríður frá heimili þeirra í Mexíkó til Íslands með dóttur þeirra. Þurfti hún að fá neyðarvegabréf fyrir stúlkuna þar sem Brancaccia hafði tekið vegabréf hennar í sína vörslu. Sjá einnig: Fyrrverandi tengdasonur Íslands sakaður um að hrella eiginkonu Colin Firth Í samtali við People sagði Brancaccia að þau Livia hafi þekkst frá því þau voru unglingar en þau hafi átt í ellefu mánaða ástarsambandi árin 2015-2016. Eftir að sambandinu hafi lokið í Júní 2016 hafi hann aldrei hringt í hana aftur. „Ég sendi henni tvö skilaboð á WhatsApp, skilaboð í tilefni af afmælinu hennar og tölvupóst á Colin sem ég sé eftir.“ Brancaccia var ákærður fyrir að áreita hana eftir að yfirvöld fundu ofbeldisfull skilaboð og tölvupósta á síma Brancaccia við rannsókn málsins. Málið var afgreitt utan dómstóla í júlí 2018. Firth og Livia giftust árið 1997 en þau hittust fyrst við tökur á þáttunum Nostromo árið 1996. Parið flutti saman til ítalska héraðsins Umbria og eignuðust þar drengina sína tvo.
Hollywood Tengdar fréttir Fyrrverandi tengdasonur Íslands sakaður um að hrella eiginkonu Colin Firth Livia Giuggioli og eiginmaður hennar Colin Firth hafa sakað ítalska blaðamanninn Marco Brancaccia um að senda ógnandi skilaboð til Giuggioli. Brancaccia var á árum áður giftur Snæfríði Baldvinsdóttur sem flúði undan honum frá Mexíkó. 11. mars 2018 10:15 Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira
Fyrrverandi tengdasonur Íslands sakaður um að hrella eiginkonu Colin Firth Livia Giuggioli og eiginmaður hennar Colin Firth hafa sakað ítalska blaðamanninn Marco Brancaccia um að senda ógnandi skilaboð til Giuggioli. Brancaccia var á árum áður giftur Snæfríði Baldvinsdóttur sem flúði undan honum frá Mexíkó. 11. mars 2018 10:15