Vegan búðin segist ekki hafa hrakið hestvagna úr jólaþorpinu Sylvía Hall skrifar 14. desember 2019 14:02 Jólaþorpið í Hafnarfirði er viðkomustaður margra í desember. Nú verður breyting á dagskrá hestvagnaferða. Hafnarfjarðarbær Vegan búðin hefur birt yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem því er hafnað að hestvagnar hefðu verið bannaðir í jólaþorpinu vegna búðarinnar og viðskiptavina hennar. Bettina Wunsch, sem hefur staðið fyrir því að mæta með hestvagn fyrir börn sem skoða jólaþorpið, greindi frá því á Facebook að vagninn hefði verið bannaður vegna „hneykslunar“ viðskipavina Vegan búðarinnar. Skjáskot Mikil umræða um málið skapaðist á hópnum Vegan Ísland, þá sérstaklega eftir að verslunin Álfagull sagðist harma þessa ákvörðun og tók fram að ástæðan væri kvartanir viðskiptavina Veganbúðarinnar. Í yfirlýsingu Vegan búðarinnar kemur fram að ákvörðunin hafi alfarið verið á vegum Hafnarfjarðarbæjar. „Ekkert af þessari umræðu hefur verið á forsendum grænkera eða Vegan búðarinnar og mikið hefur komið fram af rangfærslum og misskilningi um þetta mál. Ákvörðun um að breyta dagskrá hestvagnsins var tekin af fulltrúum Hafnarfjarðar í gær og ákvörðun tilkynnt eiganda hestanna. Hún birti tilkynningu þess efnis á sínum Facebook aðgangi áður en bærinn hafði birt upplýsingar um ákvörðunina eða rökstuðning um hana. Í kjölfarið hófst mikill stormur og hefur svívirðingum, hatri og hótunum rignt yfir bæði Vegan búðina og grænkera almennt,“ segir í yfirlýsingunni. Viðskiptavinir og grænkerar skoruðu á Hafnarfjarðarbæ Vegan búðin segist ekki hafa verið beðin um rökstuðning né veittur kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og það sama gildi um Hafnarfjarðarbæ. Þá hafi bæjarfulltrúi sagt í gær að fjarvera hestanna í dag sé vegna frosts en að öðru leyti sé áætluð einhver breyting á dagskrá hestanna. „Það rétta er að eftir fjölda áskorana frá viðskiptavinum og grænkerum komu eigendur Vegan búðarinnar athugasemdum á framfæri við Hafnarfjarðarbæ sem að eigin frumkvæði breytti áætlunum hestvagnsins.“ Vegan búðin vonar jafnframt að Hafnarfjarðarbær stígi fram með frekari upplýsingar varðandi breytingar á dagskrá hestanna og rökstuðning vegna ákvörðunarinnar. Ábendingar grænkera hafi þó ekki snúist um andstöðu við það að halda dýr og þau séu ekki að saka neinn um dýraníð. „Það að vera ósátt við kerfið og hvernig hlutunum hefur verið og er enn háttað hefur ekkert að gera með fólk sem elskar hestana sína. Það að óska þess að dýr verði ekki framar notuð í afþreyingarskyni er skoðun sem komið var á framfæri. Engir einstaklingar hafa verið sakaðir um dýraníð og ekkert þeirra sem lýsti skoðun sinni á þessari venju efast um góðvild hesteigandans eða vilja hennar til að hugsa vel um dýrin sín.“ Hafnarfjörður Jól Vegan Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Vegan búðin hefur birt yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem því er hafnað að hestvagnar hefðu verið bannaðir í jólaþorpinu vegna búðarinnar og viðskiptavina hennar. Bettina Wunsch, sem hefur staðið fyrir því að mæta með hestvagn fyrir börn sem skoða jólaþorpið, greindi frá því á Facebook að vagninn hefði verið bannaður vegna „hneykslunar“ viðskipavina Vegan búðarinnar. Skjáskot Mikil umræða um málið skapaðist á hópnum Vegan Ísland, þá sérstaklega eftir að verslunin Álfagull sagðist harma þessa ákvörðun og tók fram að ástæðan væri kvartanir viðskiptavina Veganbúðarinnar. Í yfirlýsingu Vegan búðarinnar kemur fram að ákvörðunin hafi alfarið verið á vegum Hafnarfjarðarbæjar. „Ekkert af þessari umræðu hefur verið á forsendum grænkera eða Vegan búðarinnar og mikið hefur komið fram af rangfærslum og misskilningi um þetta mál. Ákvörðun um að breyta dagskrá hestvagnsins var tekin af fulltrúum Hafnarfjarðar í gær og ákvörðun tilkynnt eiganda hestanna. Hún birti tilkynningu þess efnis á sínum Facebook aðgangi áður en bærinn hafði birt upplýsingar um ákvörðunina eða rökstuðning um hana. Í kjölfarið hófst mikill stormur og hefur svívirðingum, hatri og hótunum rignt yfir bæði Vegan búðina og grænkera almennt,“ segir í yfirlýsingunni. Viðskiptavinir og grænkerar skoruðu á Hafnarfjarðarbæ Vegan búðin segist ekki hafa verið beðin um rökstuðning né veittur kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og það sama gildi um Hafnarfjarðarbæ. Þá hafi bæjarfulltrúi sagt í gær að fjarvera hestanna í dag sé vegna frosts en að öðru leyti sé áætluð einhver breyting á dagskrá hestanna. „Það rétta er að eftir fjölda áskorana frá viðskiptavinum og grænkerum komu eigendur Vegan búðarinnar athugasemdum á framfæri við Hafnarfjarðarbæ sem að eigin frumkvæði breytti áætlunum hestvagnsins.“ Vegan búðin vonar jafnframt að Hafnarfjarðarbær stígi fram með frekari upplýsingar varðandi breytingar á dagskrá hestanna og rökstuðning vegna ákvörðunarinnar. Ábendingar grænkera hafi þó ekki snúist um andstöðu við það að halda dýr og þau séu ekki að saka neinn um dýraníð. „Það að vera ósátt við kerfið og hvernig hlutunum hefur verið og er enn háttað hefur ekkert að gera með fólk sem elskar hestana sína. Það að óska þess að dýr verði ekki framar notuð í afþreyingarskyni er skoðun sem komið var á framfæri. Engir einstaklingar hafa verið sakaðir um dýraníð og ekkert þeirra sem lýsti skoðun sinni á þessari venju efast um góðvild hesteigandans eða vilja hennar til að hugsa vel um dýrin sín.“
Hafnarfjörður Jól Vegan Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira