Eftirlit með útgerðarfyrirtækjum í molum Kristinn H. Gunnarsson skrifar 16. desember 2019 08:30 Fyrir réttu ári skilaði Ríkisendurskoðun skýrslu til Alþingis um eftirlit Fiskistofu. Þar kemur fram: Eftirlit Fiskistofu með vigtun sjávarafla, hvort heldur sem er á hafnarvog eða hjá aðilum sem hafa leyfi til endur- eða heimavigtunar, er ófullnægjandi og efast má um að það skili tilætluðum árangri. Eftirlit stofnunarinnar með brottkasti er veikburða og ómarkvisst. Raunverulegur árangur þess er auk þess á huldu. Ekki verður séð að Fiskistofa kanni hvort yfirráð tengdra aðila í sjávarútvegi yfir aflahlutdeildum sé í samræmi við það hámark sem er skilgreint í lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Í stuttu máli þá hefur Fiskistofa hefur brugðist í öllum þremur verkefnunum sem hún á að sinna. Ófullnægjandi, veikburða og sinnir ekki eftirliti. Þetta er þreföld falleinkunn. Stofnunin veldur ekki hlutverki sínu. Vigtun: eftirlit takmarkað og ófullnægjandi Um vigtunina segir Rikisendurskoðun að árin 2013‒17 hafi eftirlit Fiskistofu, þar sem fulltrúi stofnunarinnar stóð yfir vigtun hjá vigtunarleyfishöfum, náð að meðaltali til innan við hálfs prósents af lönduðum afla hér á landi. Framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög og fyrirmæli stjórnvalda. Þá segir orðrétt í skýrslunni: „Á grundvelli þeirra gagna og upplýsinga sem Ríkisendurskoðun aflaði er ljóst að eftirlit Fiskistofu með vigtun sjávarafla, hvort heldur sem er á hafnarvog eða hjá aðilum sem hafa leyfi til endur- eða heimavigtunar, er takmarkað og efast má um að það skili tilætluðum árangri.“ Brottkast: eftirlit takmarkað, veikburða og ómarkvisst Álit Ríkisendurskoðunar varðandi eftirlit með brottkasti er líka áfellisdómur yfir Fiskistofu, sem og atvinnuvegaráðuneytinu og Hafrannsóknarstofnun. Bent er á að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið telji að brottkast sé óverulegt innan íslenska fiskveiðiflotans þrátt fyrir þá sterku hagrænu hvata sem eru til staðar. Þarna er einfaldlega bent á að ráðuneytið setji kíkinn fyrir blinda augað og láti eins og að í sjávarútvegi notfæri menn sér ekki auðsóttan fjárhagslegan ávinning sem brottkast og vanvigtun felur í sér. Þessi afstaða ráðuneytisins, sem er auðvitað afstaða pólitísks ráðherra, fellur meira undir trúarbrögð en staðreyndir. Látið er eins og að kvótakerfið sé hin fullkomna stjórnun og handhafar kvótans séu samfélag heilagra. Enda er talið að við þessar útópísku aðstæður þurfi ekkert eftirlit. Ríkisendurskoðun slær þessa bábilju út af borðinu með þessum orðum: „Hafrannsóknastofnun hefur ekki ráðist í neinar rannsóknir á tegundaháðu brottkasti í rúman áratug auk þess sem gagnasöfnun um lengdarháð brottkast hefur dregist talsvert saman undanfarin ár. Í ljósi þessa og að eftirlit með brottkasti er afar takmarkað, veikburða og ómarkvisst er ekki tilefni til fullyrðinga um umfang þess. Taka verði alvarlega áhyggjur og vísbendingar um að brottkast sé stundað.“ Samþjöppun ekki könnuð Ríkisendurskoðun segir að eftirlit Fiskistofu með samþjöppuninni sé fólgið í því að taka við tilkynningum frá handhöfum aflaheimilda og „verður ekki séð að Fiskistofa kanni yfirráð tengdra aðila yfir aflahluteildum með markvissum og reglubundum hætti í samræmi við ákvæði 13. gr. laga um stjórn fiskveiða.“ Með öðrum orðum: Eftirlitsstofnunin treystir á tilkynningar frá þeim sem hún á að hafa eftirlit með. Punktur. Engin viðbrögð ráðamanna Ríkisendurskoðun lagði fram tillögur til úrbóta svo Fiskistofa mynda sinna sínu hlutverki. Vigtunin yrði færð undir forræði Fiskistofu og endurviktunin tekin til rækilegrar endurskoðunar. Aðvitað þarf að skilja að vigtun og kvótahafann. Það blasir við að freistnivandinn er mikill þegar sá sem nýtir kvótann hefur yfirráð yfir vigtuninni. Sérhver Íslendingur man söguna af valdi dönsku faktoranna þar sem þeir sögðu búðarþjónum sínum að vigta vöru íslendinganna „rétt.“ Þá setti Ríkisendurskoðun fram tillögur varðandi brottkastið og samþjöppunina. Nú er liðið heilt ár frá því að Ríkisendurskoðun setti fram skýrslu sína. Ekkert hefur gerst sem nálgast það að framfylgja tillögum stofnunarinnar. Enn eru tugir stórra útgerðarfyrirtækja sem vigta „rétt“ og hafa til þess töluvert svigrúm. Enn er brottkast ekki viðurkennt og enn fá valdir útgerðarmenn að valsa um auðlinda og safna æ stærri hlut af henni undir veldi sitt. Þarfasti þjónninn Það þarf ekki mikið pólitískt innsæi til þess að átta sig á því hvers vegna ekkert gerist. Það er óttinn við útgerðarvaldið. Atgangur Samherja gagnvart fyrrverandi Seðlabankastjóra eru skýrasta dæmið. Fleiri stórfyrirtæki í atvinnugreininni sýna af sér viðlíka hegðun og valsa um eins og ríki í ríkinu. Bæði eftirlitsstofnanir og rannsóknarstofnanir í sjávarútvegi eru skjálfandi undir hæl ófyrirleitna valdsins og ráðherrar, einkum sjávarútvegsráðherrar, hafa einn af öðrum í langri röð verið eins og þarfasti þjónn handhafa veiðiheimildanna og leyfa þeim að meðhöndla þær sem sína eign. Svo yfirgengileg er þjónustulundin að Ríkisendurskoðun er nóg boðið og bregst við eins og Skúli forðum og vill láta vigta rétt, í þágu þjóðarinnar. Það eru orð í tíma töluð.Kristinn H. Gunnarsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Sjávarútvegur Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Fyrir réttu ári skilaði Ríkisendurskoðun skýrslu til Alþingis um eftirlit Fiskistofu. Þar kemur fram: Eftirlit Fiskistofu með vigtun sjávarafla, hvort heldur sem er á hafnarvog eða hjá aðilum sem hafa leyfi til endur- eða heimavigtunar, er ófullnægjandi og efast má um að það skili tilætluðum árangri. Eftirlit stofnunarinnar með brottkasti er veikburða og ómarkvisst. Raunverulegur árangur þess er auk þess á huldu. Ekki verður séð að Fiskistofa kanni hvort yfirráð tengdra aðila í sjávarútvegi yfir aflahlutdeildum sé í samræmi við það hámark sem er skilgreint í lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Í stuttu máli þá hefur Fiskistofa hefur brugðist í öllum þremur verkefnunum sem hún á að sinna. Ófullnægjandi, veikburða og sinnir ekki eftirliti. Þetta er þreföld falleinkunn. Stofnunin veldur ekki hlutverki sínu. Vigtun: eftirlit takmarkað og ófullnægjandi Um vigtunina segir Rikisendurskoðun að árin 2013‒17 hafi eftirlit Fiskistofu, þar sem fulltrúi stofnunarinnar stóð yfir vigtun hjá vigtunarleyfishöfum, náð að meðaltali til innan við hálfs prósents af lönduðum afla hér á landi. Framkvæmd vigtunar á hafnarvog er misjöfn og ekki ávallt í samræmi við lög og fyrirmæli stjórnvalda. Þá segir orðrétt í skýrslunni: „Á grundvelli þeirra gagna og upplýsinga sem Ríkisendurskoðun aflaði er ljóst að eftirlit Fiskistofu með vigtun sjávarafla, hvort heldur sem er á hafnarvog eða hjá aðilum sem hafa leyfi til endur- eða heimavigtunar, er takmarkað og efast má um að það skili tilætluðum árangri.“ Brottkast: eftirlit takmarkað, veikburða og ómarkvisst Álit Ríkisendurskoðunar varðandi eftirlit með brottkasti er líka áfellisdómur yfir Fiskistofu, sem og atvinnuvegaráðuneytinu og Hafrannsóknarstofnun. Bent er á að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið telji að brottkast sé óverulegt innan íslenska fiskveiðiflotans þrátt fyrir þá sterku hagrænu hvata sem eru til staðar. Þarna er einfaldlega bent á að ráðuneytið setji kíkinn fyrir blinda augað og láti eins og að í sjávarútvegi notfæri menn sér ekki auðsóttan fjárhagslegan ávinning sem brottkast og vanvigtun felur í sér. Þessi afstaða ráðuneytisins, sem er auðvitað afstaða pólitísks ráðherra, fellur meira undir trúarbrögð en staðreyndir. Látið er eins og að kvótakerfið sé hin fullkomna stjórnun og handhafar kvótans séu samfélag heilagra. Enda er talið að við þessar útópísku aðstæður þurfi ekkert eftirlit. Ríkisendurskoðun slær þessa bábilju út af borðinu með þessum orðum: „Hafrannsóknastofnun hefur ekki ráðist í neinar rannsóknir á tegundaháðu brottkasti í rúman áratug auk þess sem gagnasöfnun um lengdarháð brottkast hefur dregist talsvert saman undanfarin ár. Í ljósi þessa og að eftirlit með brottkasti er afar takmarkað, veikburða og ómarkvisst er ekki tilefni til fullyrðinga um umfang þess. Taka verði alvarlega áhyggjur og vísbendingar um að brottkast sé stundað.“ Samþjöppun ekki könnuð Ríkisendurskoðun segir að eftirlit Fiskistofu með samþjöppuninni sé fólgið í því að taka við tilkynningum frá handhöfum aflaheimilda og „verður ekki séð að Fiskistofa kanni yfirráð tengdra aðila yfir aflahluteildum með markvissum og reglubundum hætti í samræmi við ákvæði 13. gr. laga um stjórn fiskveiða.“ Með öðrum orðum: Eftirlitsstofnunin treystir á tilkynningar frá þeim sem hún á að hafa eftirlit með. Punktur. Engin viðbrögð ráðamanna Ríkisendurskoðun lagði fram tillögur til úrbóta svo Fiskistofa mynda sinna sínu hlutverki. Vigtunin yrði færð undir forræði Fiskistofu og endurviktunin tekin til rækilegrar endurskoðunar. Aðvitað þarf að skilja að vigtun og kvótahafann. Það blasir við að freistnivandinn er mikill þegar sá sem nýtir kvótann hefur yfirráð yfir vigtuninni. Sérhver Íslendingur man söguna af valdi dönsku faktoranna þar sem þeir sögðu búðarþjónum sínum að vigta vöru íslendinganna „rétt.“ Þá setti Ríkisendurskoðun fram tillögur varðandi brottkastið og samþjöppunina. Nú er liðið heilt ár frá því að Ríkisendurskoðun setti fram skýrslu sína. Ekkert hefur gerst sem nálgast það að framfylgja tillögum stofnunarinnar. Enn eru tugir stórra útgerðarfyrirtækja sem vigta „rétt“ og hafa til þess töluvert svigrúm. Enn er brottkast ekki viðurkennt og enn fá valdir útgerðarmenn að valsa um auðlinda og safna æ stærri hlut af henni undir veldi sitt. Þarfasti þjónninn Það þarf ekki mikið pólitískt innsæi til þess að átta sig á því hvers vegna ekkert gerist. Það er óttinn við útgerðarvaldið. Atgangur Samherja gagnvart fyrrverandi Seðlabankastjóra eru skýrasta dæmið. Fleiri stórfyrirtæki í atvinnugreininni sýna af sér viðlíka hegðun og valsa um eins og ríki í ríkinu. Bæði eftirlitsstofnanir og rannsóknarstofnanir í sjávarútvegi eru skjálfandi undir hæl ófyrirleitna valdsins og ráðherrar, einkum sjávarútvegsráðherrar, hafa einn af öðrum í langri röð verið eins og þarfasti þjónn handhafa veiðiheimildanna og leyfa þeim að meðhöndla þær sem sína eign. Svo yfirgengileg er þjónustulundin að Ríkisendurskoðun er nóg boðið og bregst við eins og Skúli forðum og vill láta vigta rétt, í þágu þjóðarinnar. Það eru orð í tíma töluð.Kristinn H. Gunnarsson
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar